Vill fá samræmd próf aftur Sveinn Arnarsson skrifar 17. júní 2015 06:00 Að mati skólameistara Verzlunarskóla Íslands er nemandi sem var með átta í meðaleinkunn fyrir tíu árum engu lakari námsmaður en sá sem er með níu í meðaleinkunn nú. VÍSIR/Vilhelm Meðaleinkunnir nýnema framhaldsskólanna á næsta skólaári er sú hæsta frá upphafi. Skólameistari Verzlunarskóla Íslands segir verðbólgumyndun greinilega í einkunnum nemenda úr grunnskólum landsins. „Það er greinilegt að einkunnir úr grunnskólum hafa farið stigvaxandi frá því að samræmdu prófin voru lögð af,“ segir Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskóla Íslands. Meðaleinkunn nýnema í stærðfræði árið 2004 var 7,8 á samræmdu prófunum. Áratug síðar var meðaleinkunn nýnema 9,2 í stærðfræði. Samræmd próf við lok grunnskóla hafa ekki verið haldin síðan 2008. „Við getum ekki séð að nýnemi í fyrra hafi verið betri námsmaður en fyrir áratug. Þar bendir fátt til þess að nemandi með 9,0 árið 2014 standi sig betur en nemandi með 8,0 árið 2004.“ Ingi segir mikla einkunnaverðbólgu hafa átt sér stað á síðustu árum og að engum sé greiði gerður með að veita nemanda hærri einkunn en hann á skilið. „Ég trúi því ekki að þessi verðbólga eigi aðeins við okkur í Verzlunarskólanum og þætti mér gaman að sjá hvernig þessu er háttað í öðrum skólum,“ segir Ingi.Sjá einnig: Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunnIngi Ólafsson skólameistari.Vísir/ValliAlls bárust 4.045 umsóknir um skólavist í framhaldsskólum landsins næsta vetur. 83 prósent nýnema komust inn í þann framhaldsskóla sem þeir völdu sem fyrsta val og 15 prósent nýnema komust inn í þann skóla sem þau völdu sem annað val. Tæplega eitt hundrað nýnemar fengu inni í skóla sem þeir völdu ekki sem fyrsta eða annað val. Því var þeim úthlutað öðrum skóla. Í flestum tilvikum tókst að innrita nemendur í skóla í þeirra nærumhverfi. Sá hópur sem komst ekki inn í þá skóla sem hann valdi er mun stærri en í fyrra og hefur hann stækkað um 67 prósent.Sjá einnig: Stór hluti þeirra sem sóttu um í Verzló mun ekki fá inngöngu Meðaleinkunnir þeirra sem innrituðust í fjóra vinsælustu skólana í ár eru mjög háar. 9,28 er meðaleinkunn nýnema í Verzlunarskólanum. Nýnemar MR með 9,23, 8,81 er meðaleinkunn nýnema í MH og nánast sama í Kvennaskólanum. Ingi telur eðlilegast að menn horfi aftur til þeirra tíma þegar sanngjarnt viðmið var haft að leiðarljósi við mat nemenda inn í framhaldsskóla landsins og telur vænlegt að horfa til upptöku samræmdra prófa á nýjan leik. „Svarið við því hvort ég vilji samræmdu prófin aftur er já. Að því gefnu að við eigum að taka inn nemendur byggða á einkunn. Sú staða sem upp er komin núna er eiginlega bull og vitleysa,“ segir Ingi. „Frá því þetta var opnað fyrir nemendum hefur pósthólf mitt fyllst af reiðum foreldrum vegna þess að börn með góðar einkunnir komast ekki inn hjá okkur. Við þurfum að skoða þá stöðu sem upp er komin,“ segir Ingi. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Meðaleinkunnir nýnema framhaldsskólanna á næsta skólaári er sú hæsta frá upphafi. Skólameistari Verzlunarskóla Íslands segir verðbólgumyndun greinilega í einkunnum nemenda úr grunnskólum landsins. „Það er greinilegt að einkunnir úr grunnskólum hafa farið stigvaxandi frá því að samræmdu prófin voru lögð af,“ segir Ingi Ólafsson, skólameistari Verzlunarskóla Íslands. Meðaleinkunn nýnema í stærðfræði árið 2004 var 7,8 á samræmdu prófunum. Áratug síðar var meðaleinkunn nýnema 9,2 í stærðfræði. Samræmd próf við lok grunnskóla hafa ekki verið haldin síðan 2008. „Við getum ekki séð að nýnemi í fyrra hafi verið betri námsmaður en fyrir áratug. Þar bendir fátt til þess að nemandi með 9,0 árið 2014 standi sig betur en nemandi með 8,0 árið 2004.“ Ingi segir mikla einkunnaverðbólgu hafa átt sér stað á síðustu árum og að engum sé greiði gerður með að veita nemanda hærri einkunn en hann á skilið. „Ég trúi því ekki að þessi verðbólga eigi aðeins við okkur í Verzlunarskólanum og þætti mér gaman að sjá hvernig þessu er háttað í öðrum skólum,“ segir Ingi.Sjá einnig: Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunnIngi Ólafsson skólameistari.Vísir/ValliAlls bárust 4.045 umsóknir um skólavist í framhaldsskólum landsins næsta vetur. 83 prósent nýnema komust inn í þann framhaldsskóla sem þeir völdu sem fyrsta val og 15 prósent nýnema komust inn í þann skóla sem þau völdu sem annað val. Tæplega eitt hundrað nýnemar fengu inni í skóla sem þeir völdu ekki sem fyrsta eða annað val. Því var þeim úthlutað öðrum skóla. Í flestum tilvikum tókst að innrita nemendur í skóla í þeirra nærumhverfi. Sá hópur sem komst ekki inn í þá skóla sem hann valdi er mun stærri en í fyrra og hefur hann stækkað um 67 prósent.Sjá einnig: Stór hluti þeirra sem sóttu um í Verzló mun ekki fá inngöngu Meðaleinkunnir þeirra sem innrituðust í fjóra vinsælustu skólana í ár eru mjög háar. 9,28 er meðaleinkunn nýnema í Verzlunarskólanum. Nýnemar MR með 9,23, 8,81 er meðaleinkunn nýnema í MH og nánast sama í Kvennaskólanum. Ingi telur eðlilegast að menn horfi aftur til þeirra tíma þegar sanngjarnt viðmið var haft að leiðarljósi við mat nemenda inn í framhaldsskóla landsins og telur vænlegt að horfa til upptöku samræmdra prófa á nýjan leik. „Svarið við því hvort ég vilji samræmdu prófin aftur er já. Að því gefnu að við eigum að taka inn nemendur byggða á einkunn. Sú staða sem upp er komin núna er eiginlega bull og vitleysa,“ segir Ingi. „Frá því þetta var opnað fyrir nemendum hefur pósthólf mitt fyllst af reiðum foreldrum vegna þess að börn með góðar einkunnir komast ekki inn hjá okkur. Við þurfum að skoða þá stöðu sem upp er komin,“ segir Ingi.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira