Takk konur Páll Matthíasson skrifar 17. júní 2015 07:00 Um þessar mundir fögnum við því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Á svipuðum tíma og konur háðu baráttu fyrir því að fá sömu grundvallarmannréttindi og karlmenn, börðust þær einnig fyrir því að allir Íslendingar hefðu aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Á kvennafundi sem haldinn var á Austurvelli árið 1915 til að fagna kosningaréttinum var skýrt frá því að næsta baráttumál kvenna yrði bygging Landspítala. Þá höfðu karlar á Alþingi haft málið til umræðu í um 60 ár og velt fyrir sér hvort þörf væri á byggingu spítala án þess að nokkuð hefði þokast áfram. Konur svöruðu hvatningarorðunum á Austurvelli, tóku málið í sínar hendur, hófu fjáröflun og lögðu grunninn að fyrsta þjóðarsjúkrahúsi Íslendinga sem reis aðeins 15 árum síðar. Konur héldu stuðningi sínum áfram eftir bygginguna og stóðu fyrir stofnun kynsjúkdómadeildar og fæðingardeildar spítalans og stýrðu Minningargjafasjóði Landspítala sem enn gegnir mikilvægu hlutverki í tækjakaupum á spítalanum. Hvítabandskonur reistu einnig sjúkrahús við Skólavörðustíg í kringum 1930 og starfræktu það í um áratug. Þær afhentu svo Reykjavíkurborg það að gjöf en þar er í dag rekin göngudeild geðsviðs fyrir fólk með átröskun og persónuleikaraskanir. Konur hafa alla tíð síðan látið sig heilbrigðismál varða og styrkt starfsemi spítalans með margvíslegum hætti.Þrotlaus vinna og eljusemi Saga Barnaspítalans einkennist einnig af þrotlausri vinnu og eljusemi kvenna. Upp úr aldamótunum 1900 voru það systur úr reglu St. Jóseps sem opnuðu sérstakar barnastofur. Um hálfri öld síðar hófst farsælt samstarf Kvenfélagsins Hringsins og Landspítala sem leiddi til opnunar fyrstu barnadeildar spítalans, 19. júní 1957. Hringskonur lögðu fram mikla fjármuni í stofnkostnað og gerðu deildinni síðar kleift að flytja í stærra húsnæði árið 1965. Frá þeim tíma hefur barnadeildin verið kennd við Hringinn sem Barnaspítali Hringsins og ekki að ósekju þar sem framlög Hringskvenna hafa gert okkur kleift að bjóða börnum þessa lands upp á úrvals heilbrigðisþjónustu. Hringurinn sá líka til þess að opnuð var Geðdeild Barnaspítala Hringsins, sem í dag heitir Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og studdi dyggilega við opnun vökudeildar. Þá er einnig ljóst að án framlags Hringskvenna hefði nýbygging Barnaspítalans ekki orðið að veruleika. Markmið Hringsins er að á spítalanum fái börn bestu heilbrigðisþjónustu og aðbúnað sem völ er á. Að þessu göfuga markmiði vinna Hringskonur hvern einasta dag, m.a. með rekstri veitingasölu í anddyri Barnaspítalans. Frá árinu 2012 nema framlög Hringskvenna til Barnaspítalans á fjórða hundrað milljóna króna. Thorvaldsensfélagið hefur einnig styrkt heilbrigðisþjónustu við börn dyggilega og starfrækir m.a. í dag sérstakan sjóð við Barnaspítala Hringsins til styrktar sykursjúkum börnum og unglingum. Þessi upptalning á kvenfélögum sem stutt hafa við spítalann er engan veginn tæmandi en hún sýnir að konur hafa með einstökum samtakamætti verið mesti áhrifavaldur á framþróun í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Tugir þúsunda fjölskyldna í landinu hafa notið góðs af dugnaði þeirra og verður rausnarskapur þeirra aldrei fullþakkaður. Um leið og ég óska konum til hamingju með kosningaafmælið vil ég líka þakka þeim þeirra ómetanlega framlag. Takk konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fögnum við því að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Á svipuðum tíma og konur háðu baráttu fyrir því að fá sömu grundvallarmannréttindi og karlmenn, börðust þær einnig fyrir því að allir Íslendingar hefðu aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Á kvennafundi sem haldinn var á Austurvelli árið 1915 til að fagna kosningaréttinum var skýrt frá því að næsta baráttumál kvenna yrði bygging Landspítala. Þá höfðu karlar á Alþingi haft málið til umræðu í um 60 ár og velt fyrir sér hvort þörf væri á byggingu spítala án þess að nokkuð hefði þokast áfram. Konur svöruðu hvatningarorðunum á Austurvelli, tóku málið í sínar hendur, hófu fjáröflun og lögðu grunninn að fyrsta þjóðarsjúkrahúsi Íslendinga sem reis aðeins 15 árum síðar. Konur héldu stuðningi sínum áfram eftir bygginguna og stóðu fyrir stofnun kynsjúkdómadeildar og fæðingardeildar spítalans og stýrðu Minningargjafasjóði Landspítala sem enn gegnir mikilvægu hlutverki í tækjakaupum á spítalanum. Hvítabandskonur reistu einnig sjúkrahús við Skólavörðustíg í kringum 1930 og starfræktu það í um áratug. Þær afhentu svo Reykjavíkurborg það að gjöf en þar er í dag rekin göngudeild geðsviðs fyrir fólk með átröskun og persónuleikaraskanir. Konur hafa alla tíð síðan látið sig heilbrigðismál varða og styrkt starfsemi spítalans með margvíslegum hætti.Þrotlaus vinna og eljusemi Saga Barnaspítalans einkennist einnig af þrotlausri vinnu og eljusemi kvenna. Upp úr aldamótunum 1900 voru það systur úr reglu St. Jóseps sem opnuðu sérstakar barnastofur. Um hálfri öld síðar hófst farsælt samstarf Kvenfélagsins Hringsins og Landspítala sem leiddi til opnunar fyrstu barnadeildar spítalans, 19. júní 1957. Hringskonur lögðu fram mikla fjármuni í stofnkostnað og gerðu deildinni síðar kleift að flytja í stærra húsnæði árið 1965. Frá þeim tíma hefur barnadeildin verið kennd við Hringinn sem Barnaspítali Hringsins og ekki að ósekju þar sem framlög Hringskvenna hafa gert okkur kleift að bjóða börnum þessa lands upp á úrvals heilbrigðisþjónustu. Hringurinn sá líka til þess að opnuð var Geðdeild Barnaspítala Hringsins, sem í dag heitir Barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og studdi dyggilega við opnun vökudeildar. Þá er einnig ljóst að án framlags Hringskvenna hefði nýbygging Barnaspítalans ekki orðið að veruleika. Markmið Hringsins er að á spítalanum fái börn bestu heilbrigðisþjónustu og aðbúnað sem völ er á. Að þessu göfuga markmiði vinna Hringskonur hvern einasta dag, m.a. með rekstri veitingasölu í anddyri Barnaspítalans. Frá árinu 2012 nema framlög Hringskvenna til Barnaspítalans á fjórða hundrað milljóna króna. Thorvaldsensfélagið hefur einnig styrkt heilbrigðisþjónustu við börn dyggilega og starfrækir m.a. í dag sérstakan sjóð við Barnaspítala Hringsins til styrktar sykursjúkum börnum og unglingum. Þessi upptalning á kvenfélögum sem stutt hafa við spítalann er engan veginn tæmandi en hún sýnir að konur hafa með einstökum samtakamætti verið mesti áhrifavaldur á framþróun í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Tugir þúsunda fjölskyldna í landinu hafa notið góðs af dugnaði þeirra og verður rausnarskapur þeirra aldrei fullþakkaður. Um leið og ég óska konum til hamingju með kosningaafmælið vil ég líka þakka þeim þeirra ómetanlega framlag. Takk konur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun