Hefur stefnt bardagamanni og Mjölni eftir steggjun Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. apríl 2015 22:02 Árna hefur verið stefnt vegna fótbrotsins. Vísir/Valli Lárus Óskarsson fasteignasali hefur stefnt Árna Ísakssyni bardagamanni og Mjölni eftir að hann fótbrotnaði í steggjun sem fram fór hjá Mjölni. Hann fótbrotnaði þegar hann mætti Árna í bardagahringnum. Lárus segir að fresta hafi þurft brúðkaupin vegna atviksins og að það hafi haft mikil áhrif á líf hans.Stundin fjallaði um málið í dag en í samtali við Vísi segir Lárus málið sé höfðað til viðurkenningar á miskabótaábyrgð Árna og Mjölnis. „Þetta mál sem er höfðað er viðurkenningarmál, það er að segja að það sé viðurkennt að þeir séu skaðabótaskyldir út af þessu tjóni,“ segir hann.Setti daglegt líf úr skorðum „Þetta varð valdur af því að ég þurfi að fresta brúðkaupinu mínu. Þetta hafði líka mikil áhrif á vinnuna mína og daglegt líf, eðlilega þegar búið er að setja í mann skrúfur og nagla til að tjasla saman á manni fætinum,“ segir hann. „Þetta er eitthvað sem maður þarf að lifa með dag frá degi.“ Lárus segir að atvikið hafa haft mikil áhrif. „Það er fullt af líkamlegum hreyfingum sem maður á ekki möguleika á að gera og hamlar manni í daglegu lífi,“ segir hann. Enn er ekki komið í ljós hvort Lárus hafi hlotið varanlega skaða. „Það á eftir að koma í ljós hvernig þetta grær og hvort ég geti losnað við þessar skrúfur. Ég er bara með mjög mikið af skrúfum og dóti til að halda þessu öllu saman.“Fótbrotnaði á fyrstu tveimur mínútunum Atvikið átti sér stað fljótlega eftir að komið var í Mjölnishúsið. Árni tók á móti hópnum og fór svo með Lárus inn í hringinn. „Frá því að ég stend fyrir utan þetta búr og þangað til ég ligg fótbrotinn eru ekki nema tvær mínútur. Þetta gerist ansi hratt,“ segir hann. Eftir að Lárus var kominn í gólfið hélt steggjunin áfram. „Hann spyr þá hvort þeir vilji ekki eiga á myndbandi þegar hann er að gera eitthvert hengingartak á mér. Ég ligg þarna áfram, búinn að liggja allan tímann, og hann fer á bak við mig og setur eitthvað hengingartak á mig,“ segir Lárus.Eins og hluti af þeirra starfsemi „Þegar strákarnir voru að falast eftir þessu þá sagði formaðurinn þarna að þetta væri mjög algengt, að það væri beðið um þetta. Að þeir gerðu þetta oft,“ segir Lárus sem ekki bara hefur stefnt Árna heldur bardagaklúbbnum Mjölni líka. „Það var ekki annað að sjá en að þetta væri hluti af þeirra starfsemi,“ segir hann. Lárus segir að þetta hafi verið í fyrsta og síðasta sinn sem hann stígur inn í bardagahring. Ekki náðist í Árna við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Lárus Óskarsson fasteignasali hefur stefnt Árna Ísakssyni bardagamanni og Mjölni eftir að hann fótbrotnaði í steggjun sem fram fór hjá Mjölni. Hann fótbrotnaði þegar hann mætti Árna í bardagahringnum. Lárus segir að fresta hafi þurft brúðkaupin vegna atviksins og að það hafi haft mikil áhrif á líf hans.Stundin fjallaði um málið í dag en í samtali við Vísi segir Lárus málið sé höfðað til viðurkenningar á miskabótaábyrgð Árna og Mjölnis. „Þetta mál sem er höfðað er viðurkenningarmál, það er að segja að það sé viðurkennt að þeir séu skaðabótaskyldir út af þessu tjóni,“ segir hann.Setti daglegt líf úr skorðum „Þetta varð valdur af því að ég þurfi að fresta brúðkaupinu mínu. Þetta hafði líka mikil áhrif á vinnuna mína og daglegt líf, eðlilega þegar búið er að setja í mann skrúfur og nagla til að tjasla saman á manni fætinum,“ segir hann. „Þetta er eitthvað sem maður þarf að lifa með dag frá degi.“ Lárus segir að atvikið hafa haft mikil áhrif. „Það er fullt af líkamlegum hreyfingum sem maður á ekki möguleika á að gera og hamlar manni í daglegu lífi,“ segir hann. Enn er ekki komið í ljós hvort Lárus hafi hlotið varanlega skaða. „Það á eftir að koma í ljós hvernig þetta grær og hvort ég geti losnað við þessar skrúfur. Ég er bara með mjög mikið af skrúfum og dóti til að halda þessu öllu saman.“Fótbrotnaði á fyrstu tveimur mínútunum Atvikið átti sér stað fljótlega eftir að komið var í Mjölnishúsið. Árni tók á móti hópnum og fór svo með Lárus inn í hringinn. „Frá því að ég stend fyrir utan þetta búr og þangað til ég ligg fótbrotinn eru ekki nema tvær mínútur. Þetta gerist ansi hratt,“ segir hann. Eftir að Lárus var kominn í gólfið hélt steggjunin áfram. „Hann spyr þá hvort þeir vilji ekki eiga á myndbandi þegar hann er að gera eitthvert hengingartak á mér. Ég ligg þarna áfram, búinn að liggja allan tímann, og hann fer á bak við mig og setur eitthvað hengingartak á mig,“ segir Lárus.Eins og hluti af þeirra starfsemi „Þegar strákarnir voru að falast eftir þessu þá sagði formaðurinn þarna að þetta væri mjög algengt, að það væri beðið um þetta. Að þeir gerðu þetta oft,“ segir Lárus sem ekki bara hefur stefnt Árna heldur bardagaklúbbnum Mjölni líka. „Það var ekki annað að sjá en að þetta væri hluti af þeirra starfsemi,“ segir hann. Lárus segir að þetta hafi verið í fyrsta og síðasta sinn sem hann stígur inn í bardagahring. Ekki náðist í Árna við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira