Húsameistari ríkisins: „Hér verða ekki teiknuð hús“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. október 2015 15:08 Stefán Thors verður Húsameistari ríkisins og mun sinna verkefnum sem áður voru unnin innan forsætisráðuneytisins. Vísir/Stefán Stefán Thors, nýsettur Húsameistari ríkisins, segir þessa nýju ráðuneytisstofnun taka við starfsemi sem hafði verið fyrir í forsætisráðuneytinu. Mun stofnunin fara með skipulags og byggingarmál á stjórnarráðsreitnum. „Þar sem ráðuneytin eru, Bessastöðum, Tjarnargötu og Þingvallabærinn og öryggismál á svæðinu líka. Þetta er svona stóri þátturinn, svo er ýmislegt annað sem blandast inn í þetta. Þetta er í sjálfu sér allt starfsemi sem er fyrir í ráðuneytinu þannig að það er ekki verið að ráða nýtt fólk heldur, þetta er fyrst og fremst tilfærslur á verkefnum. Hugsanlega koma verkefni annars staðar frá sem er sinnt annars staðar í dag, það er nú galdurinn á bak við þetta,“ segir Stefán Thors í fréttum Bylgjunnar í dag. Embætti Húsameistara ríkisins var lagt niður fyrir tæpum átján árum en sá sem er hvað þekktastur fyrir að hafa að hafa gengt því embætti er Guðjón Samúelsson. Hann gegndi starfinu í þrjátíu ár og hannaði margar af helstu opinberu byggingum landsins á þeim tíma, frá 1920 til 1950.Ekki nein hönnun Stefán segir að hann muni ekki teikna hús eins og forveri sinn. „Nei, þó svo að ég geti verið Guðjón á bak við tjöldin þá er það alveg öruggt mál að hér verða ekki teiknuð hús. Þetta er fyrst og fremst utan um hald og skipulag og rekstur á þessum málum. Hér verður ekki nein hönnun í gangi.“ Hann sagði þessa ráðuneytisstofnun ekki skarast á við Skipulagsstofnun eins og hún er starfrækt í dag. „Þetta skarast í rauninni ekki við neitt. Þetta tengist ýmsum öðrum stofnunum og skrifstofu stjórnarráðsins. Öðru leyti er þetta fyrst og fremst tilfærsla, engin viðbót.“Ekki meir Forsætisráðuneytið tilkynnti þessa breytingu á skipulagi forsætisráðuneytisins í gær og undruðust margir á því að verið væri að skipa nýja Húsameistara ríkisins, en Stefán Thors segir þessa stöðu í dag eiga ekkert skylt með þeirri sem var við líði á síðustu öld. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var einn þeirra sem tjáði sig um þetta breytta skipulag forsætisráðuneytisins í gær með því að vitna í ljóð Steins Steinarr þar sem Húsameistari ríkisins kemur við sögu.Af engu sérstöku tilefni: Húsameistari ríkisins tók handfylli sína af leir, og Hallgrímur sálugi Pétursson kom til hans og sagði: Húsameistari ríkisins! Ekki meir, ekki meir! - Steinn SteinarrPosted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, October 20, 2015Stefán var spurðu í fréttum Bylgjunnar hvort hann ætli sér að hafa þetta ljóð uppi á vegg á skrifstofunni. Hann svaraði því léttur í bragði að það væri mögulegt, en þá kannski með örlítið annarri útfærslu. „Eða þá frekar heldur meir meir, frekar en ekki meir.“ Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
Stefán Thors, nýsettur Húsameistari ríkisins, segir þessa nýju ráðuneytisstofnun taka við starfsemi sem hafði verið fyrir í forsætisráðuneytinu. Mun stofnunin fara með skipulags og byggingarmál á stjórnarráðsreitnum. „Þar sem ráðuneytin eru, Bessastöðum, Tjarnargötu og Þingvallabærinn og öryggismál á svæðinu líka. Þetta er svona stóri þátturinn, svo er ýmislegt annað sem blandast inn í þetta. Þetta er í sjálfu sér allt starfsemi sem er fyrir í ráðuneytinu þannig að það er ekki verið að ráða nýtt fólk heldur, þetta er fyrst og fremst tilfærslur á verkefnum. Hugsanlega koma verkefni annars staðar frá sem er sinnt annars staðar í dag, það er nú galdurinn á bak við þetta,“ segir Stefán Thors í fréttum Bylgjunnar í dag. Embætti Húsameistara ríkisins var lagt niður fyrir tæpum átján árum en sá sem er hvað þekktastur fyrir að hafa að hafa gengt því embætti er Guðjón Samúelsson. Hann gegndi starfinu í þrjátíu ár og hannaði margar af helstu opinberu byggingum landsins á þeim tíma, frá 1920 til 1950.Ekki nein hönnun Stefán segir að hann muni ekki teikna hús eins og forveri sinn. „Nei, þó svo að ég geti verið Guðjón á bak við tjöldin þá er það alveg öruggt mál að hér verða ekki teiknuð hús. Þetta er fyrst og fremst utan um hald og skipulag og rekstur á þessum málum. Hér verður ekki nein hönnun í gangi.“ Hann sagði þessa ráðuneytisstofnun ekki skarast á við Skipulagsstofnun eins og hún er starfrækt í dag. „Þetta skarast í rauninni ekki við neitt. Þetta tengist ýmsum öðrum stofnunum og skrifstofu stjórnarráðsins. Öðru leyti er þetta fyrst og fremst tilfærsla, engin viðbót.“Ekki meir Forsætisráðuneytið tilkynnti þessa breytingu á skipulagi forsætisráðuneytisins í gær og undruðust margir á því að verið væri að skipa nýja Húsameistara ríkisins, en Stefán Thors segir þessa stöðu í dag eiga ekkert skylt með þeirri sem var við líði á síðustu öld. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var einn þeirra sem tjáði sig um þetta breytta skipulag forsætisráðuneytisins í gær með því að vitna í ljóð Steins Steinarr þar sem Húsameistari ríkisins kemur við sögu.Af engu sérstöku tilefni: Húsameistari ríkisins tók handfylli sína af leir, og Hallgrímur sálugi Pétursson kom til hans og sagði: Húsameistari ríkisins! Ekki meir, ekki meir! - Steinn SteinarrPosted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, October 20, 2015Stefán var spurðu í fréttum Bylgjunnar hvort hann ætli sér að hafa þetta ljóð uppi á vegg á skrifstofunni. Hann svaraði því léttur í bragði að það væri mögulegt, en þá kannski með örlítið annarri útfærslu. „Eða þá frekar heldur meir meir, frekar en ekki meir.“
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira