Háir verndartollar þótt vörurnar séu ekki framleiddar hér Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. október 2015 19:32 Stór hluti verndartolla leggst á vörur sem ýmist eru ekki framleiddar hér á landi eru ekki framleiddar í fullnægjandi magni eða teljast ekki til hefðbundinnar búvöruframleiðslu. Verndin missir því marks og skaðar eingöngu neytendur og samkeppni, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Félags atvinnurekenda. Í skýrslunni kemur fram að ríkið viðhaldi tollvernd á matvæli sem eru ekki framleidd hér þannig að verndarandlagið er í raun ekki til. Dæmi eru sætar kartöflur sem eru ekki ræktaðar hér heldur innfluttar frá Bandaríkjunum. Á þær leggst 30 prósent tollur en enginn virðist geta svarað hvers vegna. „Sama gildir um franskar kartöflur og kartöflusnakk. Þetta ber 60-70 prósenta toll sem er svakalegt og verndar í raun enga innlenda starfsemi nema tvo litla vinnustaði sem anna engan veginn innanlandseftirspurn og framleiða sitt aðallega úr innfluttu hráefni,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félag atvinnurekenda leggur til að tollar á innfluttum búvörum verði lækkaðir um helming. Tollvernd fyrir svína- og alifuglakjöt verði afnumin að fullu, svo og tollar á vörum sem ekki keppa við innlenda búvöruframleiðslu.Ólafur Þ. StephensenInnbygð þversögn í tollvernd Ólafur bendir á þversögnina sem felst í því að tolla matvæli sem íslenskur landbúnaður annað hvort framleiðir ekki eða svarar ekki eftirspurn eftir. „Íslenskur landbúnaður tryggir ekki fæðuöryggi. Hann getur ekki annað eftirspurn eftir nautakjöti, svínakjöti, alifuglakjöti, alls konar ostum og alls konar grænmeti og ávöxtum. Engu að síður eru þessar vörur tollaðar í topp.“ Samningarnir sem ríkið gerði við ESB og munu taka gildi í byrjun árs 2017 munu lækka tolla á sumar matvörur. Unnar hafa verið margar skýrslur í gegnum árin um mikilvægi afnáms tollverndar til að tryggja hagsmuni neytenda en svo virðist sem skýrsluhöfundar hafi talað fyrir daufum eyrum. „Ég held að það myndi hjálpa ef pólitíkusarnir læsu skýrslur sem gjarnan hafa verið settar fram að þeirra beiðni. Um hvernig hægt sé að lækka matarverð og auka samkeppni á dagvörumarkaði. Skýrslurnar eru orðnar all margar en það er alltaf talað fyrir daufum eyrum.“ Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Stór hluti verndartolla leggst á vörur sem ýmist eru ekki framleiddar hér á landi eru ekki framleiddar í fullnægjandi magni eða teljast ekki til hefðbundinnar búvöruframleiðslu. Verndin missir því marks og skaðar eingöngu neytendur og samkeppni, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Félags atvinnurekenda. Í skýrslunni kemur fram að ríkið viðhaldi tollvernd á matvæli sem eru ekki framleidd hér þannig að verndarandlagið er í raun ekki til. Dæmi eru sætar kartöflur sem eru ekki ræktaðar hér heldur innfluttar frá Bandaríkjunum. Á þær leggst 30 prósent tollur en enginn virðist geta svarað hvers vegna. „Sama gildir um franskar kartöflur og kartöflusnakk. Þetta ber 60-70 prósenta toll sem er svakalegt og verndar í raun enga innlenda starfsemi nema tvo litla vinnustaði sem anna engan veginn innanlandseftirspurn og framleiða sitt aðallega úr innfluttu hráefni,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félag atvinnurekenda leggur til að tollar á innfluttum búvörum verði lækkaðir um helming. Tollvernd fyrir svína- og alifuglakjöt verði afnumin að fullu, svo og tollar á vörum sem ekki keppa við innlenda búvöruframleiðslu.Ólafur Þ. StephensenInnbygð þversögn í tollvernd Ólafur bendir á þversögnina sem felst í því að tolla matvæli sem íslenskur landbúnaður annað hvort framleiðir ekki eða svarar ekki eftirspurn eftir. „Íslenskur landbúnaður tryggir ekki fæðuöryggi. Hann getur ekki annað eftirspurn eftir nautakjöti, svínakjöti, alifuglakjöti, alls konar ostum og alls konar grænmeti og ávöxtum. Engu að síður eru þessar vörur tollaðar í topp.“ Samningarnir sem ríkið gerði við ESB og munu taka gildi í byrjun árs 2017 munu lækka tolla á sumar matvörur. Unnar hafa verið margar skýrslur í gegnum árin um mikilvægi afnáms tollverndar til að tryggja hagsmuni neytenda en svo virðist sem skýrsluhöfundar hafi talað fyrir daufum eyrum. „Ég held að það myndi hjálpa ef pólitíkusarnir læsu skýrslur sem gjarnan hafa verið settar fram að þeirra beiðni. Um hvernig hægt sé að lækka matarverð og auka samkeppni á dagvörumarkaði. Skýrslurnar eru orðnar all margar en það er alltaf talað fyrir daufum eyrum.“
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira