Háir verndartollar þótt vörurnar séu ekki framleiddar hér Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. október 2015 19:32 Stór hluti verndartolla leggst á vörur sem ýmist eru ekki framleiddar hér á landi eru ekki framleiddar í fullnægjandi magni eða teljast ekki til hefðbundinnar búvöruframleiðslu. Verndin missir því marks og skaðar eingöngu neytendur og samkeppni, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Félags atvinnurekenda. Í skýrslunni kemur fram að ríkið viðhaldi tollvernd á matvæli sem eru ekki framleidd hér þannig að verndarandlagið er í raun ekki til. Dæmi eru sætar kartöflur sem eru ekki ræktaðar hér heldur innfluttar frá Bandaríkjunum. Á þær leggst 30 prósent tollur en enginn virðist geta svarað hvers vegna. „Sama gildir um franskar kartöflur og kartöflusnakk. Þetta ber 60-70 prósenta toll sem er svakalegt og verndar í raun enga innlenda starfsemi nema tvo litla vinnustaði sem anna engan veginn innanlandseftirspurn og framleiða sitt aðallega úr innfluttu hráefni,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félag atvinnurekenda leggur til að tollar á innfluttum búvörum verði lækkaðir um helming. Tollvernd fyrir svína- og alifuglakjöt verði afnumin að fullu, svo og tollar á vörum sem ekki keppa við innlenda búvöruframleiðslu.Ólafur Þ. StephensenInnbygð þversögn í tollvernd Ólafur bendir á þversögnina sem felst í því að tolla matvæli sem íslenskur landbúnaður annað hvort framleiðir ekki eða svarar ekki eftirspurn eftir. „Íslenskur landbúnaður tryggir ekki fæðuöryggi. Hann getur ekki annað eftirspurn eftir nautakjöti, svínakjöti, alifuglakjöti, alls konar ostum og alls konar grænmeti og ávöxtum. Engu að síður eru þessar vörur tollaðar í topp.“ Samningarnir sem ríkið gerði við ESB og munu taka gildi í byrjun árs 2017 munu lækka tolla á sumar matvörur. Unnar hafa verið margar skýrslur í gegnum árin um mikilvægi afnáms tollverndar til að tryggja hagsmuni neytenda en svo virðist sem skýrsluhöfundar hafi talað fyrir daufum eyrum. „Ég held að það myndi hjálpa ef pólitíkusarnir læsu skýrslur sem gjarnan hafa verið settar fram að þeirra beiðni. Um hvernig hægt sé að lækka matarverð og auka samkeppni á dagvörumarkaði. Skýrslurnar eru orðnar all margar en það er alltaf talað fyrir daufum eyrum.“ Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Stór hluti verndartolla leggst á vörur sem ýmist eru ekki framleiddar hér á landi eru ekki framleiddar í fullnægjandi magni eða teljast ekki til hefðbundinnar búvöruframleiðslu. Verndin missir því marks og skaðar eingöngu neytendur og samkeppni, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Félags atvinnurekenda. Í skýrslunni kemur fram að ríkið viðhaldi tollvernd á matvæli sem eru ekki framleidd hér þannig að verndarandlagið er í raun ekki til. Dæmi eru sætar kartöflur sem eru ekki ræktaðar hér heldur innfluttar frá Bandaríkjunum. Á þær leggst 30 prósent tollur en enginn virðist geta svarað hvers vegna. „Sama gildir um franskar kartöflur og kartöflusnakk. Þetta ber 60-70 prósenta toll sem er svakalegt og verndar í raun enga innlenda starfsemi nema tvo litla vinnustaði sem anna engan veginn innanlandseftirspurn og framleiða sitt aðallega úr innfluttu hráefni,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félag atvinnurekenda leggur til að tollar á innfluttum búvörum verði lækkaðir um helming. Tollvernd fyrir svína- og alifuglakjöt verði afnumin að fullu, svo og tollar á vörum sem ekki keppa við innlenda búvöruframleiðslu.Ólafur Þ. StephensenInnbygð þversögn í tollvernd Ólafur bendir á þversögnina sem felst í því að tolla matvæli sem íslenskur landbúnaður annað hvort framleiðir ekki eða svarar ekki eftirspurn eftir. „Íslenskur landbúnaður tryggir ekki fæðuöryggi. Hann getur ekki annað eftirspurn eftir nautakjöti, svínakjöti, alifuglakjöti, alls konar ostum og alls konar grænmeti og ávöxtum. Engu að síður eru þessar vörur tollaðar í topp.“ Samningarnir sem ríkið gerði við ESB og munu taka gildi í byrjun árs 2017 munu lækka tolla á sumar matvörur. Unnar hafa verið margar skýrslur í gegnum árin um mikilvægi afnáms tollverndar til að tryggja hagsmuni neytenda en svo virðist sem skýrsluhöfundar hafi talað fyrir daufum eyrum. „Ég held að það myndi hjálpa ef pólitíkusarnir læsu skýrslur sem gjarnan hafa verið settar fram að þeirra beiðni. Um hvernig hægt sé að lækka matarverð og auka samkeppni á dagvörumarkaði. Skýrslurnar eru orðnar all margar en það er alltaf talað fyrir daufum eyrum.“
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira