Hinn umdeildi leikstjórnandi Cleveland Browns, Johnny Manziel, má þola mikið áreiti hvert sem hann kemur.
Um helgina var hann að fylgjast með Byron Nelson Classic-golfmótinu og fékk ekki að vera i friði.
18 ára strákur byrjaði nefnilega að hella sér yfir Manziel á vellinum og urðu einhver átök er Manziel svaraði fyrir sig með því að kasta vatnsflösku í drenginn.
Lögreglan mætti á svæðið og ræddi við báða aðila en hvorugur lagði fram kæru.
Manziel er tiltölulega nýkominn úr langri áfengis- og vímuefnameðferð og var engin kaupstaðarlykt af honum að því er fregnir herma.
