Innlent

Aukin áhersla á börn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Siv Friðleifsdóttir er formaður Velferðarvaktarinnar.
Siv Friðleifsdóttir er formaður Velferðarvaktarinnar. Fréttablaðið/Ernir
Velferðarvaktin hefur lagt til við Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, að ráðist verði í tilraunaverkefni sem miðar að því að styrkja stöðu einstæðra foreldra sem eru notendur fjárhagsaðstoðar, með hagsmuni barna þeirra að leiðarljósi.

Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, gerði ráðherra grein fyrir tillögunni á fundi í velferðarráðuneytinu fyrir helgi.

Tilraunaverkefnið sem Velferðarvaktin leggur til að ráðist verði í byggist á niðurstöðu rannsóknar sem Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd gerði í samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna meðal annars að börn efnaminni foreldra taka síður þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, eru síður á leikskóla og hafa síður aðgang að félagslegu tengslaneti almennt samanborið við börn efnameiri foreldra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×