Innlent

Skuldir ofbeldismanna aukist um 100 milljónir

Snærós Sindradóttir skrifar
Skuldirnar hlaupa á mörg hundruð milljónum
Skuldirnar hlaupa á mörg hundruð milljónum VÍSIR/VALLI
Skuldir dæmdra ofbeldismanna hafa aukist um 98 milljónir síðan í júlí á síðasta ári. Heildarupphæð skuldanna er 538,5 milljónir króna.

Það eru 505 mál að baki skuldunum. Íslenska ríkið greiðir þolendum brotanna, hvort sem það eru líkamsárásir eða kynferðisbrot, bætur fyrir ofbeldið. Miskabæturnar fara svo í endurkröfu til ofbeldismannanna.

Tveir ofbeldismenn skulda mest allra á listanum eða nítján milljónir hvor um sig.

Í Fréttablaðinu á síðasta ári var greint frá því að illa gengi að innheimta skuldirnar. Um væri að ræða þau brot sem vörðuðu við langa fangelsisrefsingu. Á meðan fangelsisvist stæði yfir hefði fólkið engar tekjur, sem gerði niðurgreiðslu skulda erfiða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×