Samkvæmt heimildum fréttastofu voru gestir staðanna að fagna úrslitum landsleiksins og mæltust aðgerðir lögreglu ekki vel fyrir, en ekki kom til neinna vandræða, eftir því sem best er vitað.
Fótbolti.net greinir frá því að á öðrum staðnum hafi landsliðsmennirnir sjálfir verið að fagna en sendir heim af lögreglu.
Íslensku landsliðsmennirnir mættu í fögnuð á Ingólfstorgi í kvöld eftir að þeir höfðu tryggt sér sæti á lokakeppni EM en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í karlaflokki.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra óskaði á Facebook-síðu sinni landsmönnum til hamingju með „að upplifa einhvern stærsta dag íslenskrar-, ég meina evrópskrar-, íþróttasögu …til þessa!“
Segist hann nú sjá eftir því að hafa ekki verið búinn að tryggja forsætisráðherra vald til að gefa öllum frí með skömmum fyrirvara þegar tilefni er til. „Reyndar sagði ég landsliðsstrákunum eftir leikinn að allir veitinga- og skemmtistaðir yrðu opnir fyrir þá í nótt eins lengi og þeir vildu. Eftir á að hyggja hafði ég formlega séð líklega ekki vald til þess heldur ...en ég geri ekki ráð fyrir að neinn muni reyna að reka þá í háttinn.“
The Police is here and nobody cares. According to the law the clubs shut down at 1.00 am. So what? We go on! pic.twitter.com/2TE1aYPxOP
— Icelandic Football (@icelandfootball) September 7, 2015