Innlent

Gunnar Bragi fundaði með bandarískum aðstoðarráðherra

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson og Robert O. Work.
Gunnar Bragi Sveinsson og Robert O. Work. Mynd/utanríkisráðuneytið
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund með Robert O. Work aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna í morgun, en Work er staddur hér á landi í stuttri heimsókn. Hann heimsækir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli áður en hann heldur af landi brott.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að á fundinum hafi ráðherrarnir rætt tvíhliða öryggis- og varnarmálasamstarf Íslands og Bandaríkjanna sem gagnkvæmur áhugi er á að efla frekar.

„Þá ræddu ráðherrarnir málefni norðurslóða, en Bandaríkin gegna formennsku í Norðurskautsráðinu næstu tvö árin.

Gunnar Bragi reifaði yfirstandandi vinnu stjórnvalda við hugsanlega viðbragðs- og björgunarmiðstöð á Íslandi og sagði norðurslóðir vera kjarnamál í utanríkisstefnu Íslands.

Málefni Úkraínu og samskiptin við Rússland voru ennfremur til umræðu, sem og staða mála við botn Miðjarðarhafs og straumur flóttamanna til Evrópu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×