Hver er stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og hvernig hefur hún reynst? Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 15. október 2015 07:00 Forstjóri ÍSOR, Ólafur G. Flóvenz, ritaði nýlega grein í Fréttablaðið sem hann nefndi „Villandi fréttamennska Ríkisútvarpsins“. Þar skammaði hann RÚV fyrir að leyfa sér að tala við eðlisfræðing og fyrrverandi yfirmann stjórnsýslu Orkustofnunar um nýtingu jarðhita. Í fyrri greinum um nýtingu jarðhita á Reykjanesskaganum benti ég á að í rammaáætlun séu skilgreind 18 virkjunarsvæði á skaganum, þar af 10 á Hengilssvæðinu. Svæðin séu allt of mörg því þau skarist og hægt sé að nýta svæðið með sjálfbærum hætti með færri virkjunum. Raunar sé Hellisheiðarvirkjun of stór og þegar að soga til sín orkuna úr 5 virkjunarsvæðum, þ.e. Innstadal, Hellisheiðarvirkjun, Gráuhnjúkum, Bitruvirkjun og Hverahlíð og sjái ekki fyrir endann á því. Greinarnar voru skrifaðar af sjónarhóli eðlisfræðingsins. Nú hefur forstjóri ÍSOR bannað fjölmiðlum að hafa nokkuð eftir undirrituðum sem eðlisfræðingi og fyrrverandi starfsmanni Orkustofnunar og titlar mig innri endurskoðanda. Ég tek áskorun forstjórans og leita sem innri endurskoðandi svara við spurningunni: Hver er stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og hvernig hefur hún reynst?Stefna ÍSOR Um sjálfbæra nýtingu jarðhita segja sérfræðingar ÍSOR í fyrstu grein sinni m.a: „Sérfræðingar ÍSOR hafa um áratuga skeið haldið fram því sjónarmiði að heppilegast sé að virkja jarðhita í smáum skrefum og láta reyna á það hægt og rólega hver eru mörk sjálfbærrar vinnslu. Þessi sjónarmið koma m.a. fram í grein Valgarðs Stefánssonar og fleiri frá Orkuþingi árið 1991 sem ber heitið „Ný viðhorf til virkjunar jarðhita til raforkuframleiðslu“. Gunnlaugur tekur undir þessi sjónarmið í grein sinni. Sjálfbærnimörkin eru aldrei þekkt fyrirfram og það getur tekið mjög mörg ár að finna þau. Stundum hefur leið hægfara uppbyggingar verið farin eins og á Nesjavöllum og í Svartsengi, en hratt var farið í stóra áfanga á Reykjanesi og á Hellisheiði. Það getur samt verið að fjárhagsleg rök leiði til þess að heppilegra sé að byrja stórt og sætta sig síðan við að langtímaframleiðslan verði minni í staðinn.“ Hvað segir þetta um stefnu ÍSOR í nýtingu jarðhita? ÍSOR segir að það geti verið heppilegt hvort heldur sem er að virkja í smáum skrefum eða í einu stóru stökki. Sem innri endurskoðanda finnst mér þessi stefna mjög óljós. ÍSOR segir að vilji kúnninn gæta hagkvæmni, forðast áhættu og láta náttúruna njóta vafans og virkja varlega á sjálfbæran hátt þá sé það heppilegast. Vilji kúnninn hins vegar taka áhættu og virkja stórt þá sé það heppilegra enda hafi kúnninn ávallt rétt fyrir sér! Stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og meint yfirburðaþekking æðstu manna fyrirtækisins á forðafræði kom ekki í veg fyrir að Hitaveita Reykjavíkur ofmat virkjanlegt afl í Henglinum eða ofmat Hitaveitu Suðurnesja á virkjanlegu afli á Reykjanesi. Óljós stefna ÍSOR varðandi nýtingu jarðhita gæti hafa stuðlað að því að samið var um kaup á allt of mörgum vélum til raforkuframleiðslu með jarðhita bæði á Hengilssvæðinu og Reykjanesi og samið var við Norðurál um sölu á mun meiri raforku og afli til álframleiðslu en hægt var að standa við á hagkvæman hátt. Þetta hefur valdið orkufyrirtækjunum og sveitarfélögunum sem þau áttu milljarða tjóni. Orkufyrirtækin urðu nær gjaldþrota. Nú standa hálfbyggð mannvirki Norðuráls við Helguvík sem minnismerki um ofmat á afli jarðhitasvæðanna á Reykjanesi og í Henglinum.P.S. Höfundur hefur lengi haft áhuga á hagkvæmri nýtingu innlendrar orku til hagsældar fyrir þjóðina. Hann telur hana mjög mikilvæga efnahagslega og geta tryggt orkuöryggi Íslands til margra alda. Hann er fylgjandi því að efla raforkukerfi landsins á hagkvæman hátt og auka nýtingu jarðvarma. Hann telur hins vegar að með skilgreiningu 18 virkjanasvæða á Reykjanesskaga hafi rammaáætlun farið út af sporinu og birti því greinar þar um. Hann telur að skoðanafrelsi og prentfrelsi sé tryggt með lögum. Í grein sinni nefndi hann hvorki einstaklinga, fyrirtæki né stofnanir og skilur því ekki hvers vegna ÍSOR sá sig knúið til þess að ráðast á persónu höfundar, skoðanir hans og skamma RÚV fyrir að flytja fréttir af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Forstjóri ÍSOR, Ólafur G. Flóvenz, ritaði nýlega grein í Fréttablaðið sem hann nefndi „Villandi fréttamennska Ríkisútvarpsins“. Þar skammaði hann RÚV fyrir að leyfa sér að tala við eðlisfræðing og fyrrverandi yfirmann stjórnsýslu Orkustofnunar um nýtingu jarðhita. Í fyrri greinum um nýtingu jarðhita á Reykjanesskaganum benti ég á að í rammaáætlun séu skilgreind 18 virkjunarsvæði á skaganum, þar af 10 á Hengilssvæðinu. Svæðin séu allt of mörg því þau skarist og hægt sé að nýta svæðið með sjálfbærum hætti með færri virkjunum. Raunar sé Hellisheiðarvirkjun of stór og þegar að soga til sín orkuna úr 5 virkjunarsvæðum, þ.e. Innstadal, Hellisheiðarvirkjun, Gráuhnjúkum, Bitruvirkjun og Hverahlíð og sjái ekki fyrir endann á því. Greinarnar voru skrifaðar af sjónarhóli eðlisfræðingsins. Nú hefur forstjóri ÍSOR bannað fjölmiðlum að hafa nokkuð eftir undirrituðum sem eðlisfræðingi og fyrrverandi starfsmanni Orkustofnunar og titlar mig innri endurskoðanda. Ég tek áskorun forstjórans og leita sem innri endurskoðandi svara við spurningunni: Hver er stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og hvernig hefur hún reynst?Stefna ÍSOR Um sjálfbæra nýtingu jarðhita segja sérfræðingar ÍSOR í fyrstu grein sinni m.a: „Sérfræðingar ÍSOR hafa um áratuga skeið haldið fram því sjónarmiði að heppilegast sé að virkja jarðhita í smáum skrefum og láta reyna á það hægt og rólega hver eru mörk sjálfbærrar vinnslu. Þessi sjónarmið koma m.a. fram í grein Valgarðs Stefánssonar og fleiri frá Orkuþingi árið 1991 sem ber heitið „Ný viðhorf til virkjunar jarðhita til raforkuframleiðslu“. Gunnlaugur tekur undir þessi sjónarmið í grein sinni. Sjálfbærnimörkin eru aldrei þekkt fyrirfram og það getur tekið mjög mörg ár að finna þau. Stundum hefur leið hægfara uppbyggingar verið farin eins og á Nesjavöllum og í Svartsengi, en hratt var farið í stóra áfanga á Reykjanesi og á Hellisheiði. Það getur samt verið að fjárhagsleg rök leiði til þess að heppilegra sé að byrja stórt og sætta sig síðan við að langtímaframleiðslan verði minni í staðinn.“ Hvað segir þetta um stefnu ÍSOR í nýtingu jarðhita? ÍSOR segir að það geti verið heppilegt hvort heldur sem er að virkja í smáum skrefum eða í einu stóru stökki. Sem innri endurskoðanda finnst mér þessi stefna mjög óljós. ÍSOR segir að vilji kúnninn gæta hagkvæmni, forðast áhættu og láta náttúruna njóta vafans og virkja varlega á sjálfbæran hátt þá sé það heppilegast. Vilji kúnninn hins vegar taka áhættu og virkja stórt þá sé það heppilegra enda hafi kúnninn ávallt rétt fyrir sér! Stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og meint yfirburðaþekking æðstu manna fyrirtækisins á forðafræði kom ekki í veg fyrir að Hitaveita Reykjavíkur ofmat virkjanlegt afl í Henglinum eða ofmat Hitaveitu Suðurnesja á virkjanlegu afli á Reykjanesi. Óljós stefna ÍSOR varðandi nýtingu jarðhita gæti hafa stuðlað að því að samið var um kaup á allt of mörgum vélum til raforkuframleiðslu með jarðhita bæði á Hengilssvæðinu og Reykjanesi og samið var við Norðurál um sölu á mun meiri raforku og afli til álframleiðslu en hægt var að standa við á hagkvæman hátt. Þetta hefur valdið orkufyrirtækjunum og sveitarfélögunum sem þau áttu milljarða tjóni. Orkufyrirtækin urðu nær gjaldþrota. Nú standa hálfbyggð mannvirki Norðuráls við Helguvík sem minnismerki um ofmat á afli jarðhitasvæðanna á Reykjanesi og í Henglinum.P.S. Höfundur hefur lengi haft áhuga á hagkvæmri nýtingu innlendrar orku til hagsældar fyrir þjóðina. Hann telur hana mjög mikilvæga efnahagslega og geta tryggt orkuöryggi Íslands til margra alda. Hann er fylgjandi því að efla raforkukerfi landsins á hagkvæman hátt og auka nýtingu jarðvarma. Hann telur hins vegar að með skilgreiningu 18 virkjanasvæða á Reykjanesskaga hafi rammaáætlun farið út af sporinu og birti því greinar þar um. Hann telur að skoðanafrelsi og prentfrelsi sé tryggt með lögum. Í grein sinni nefndi hann hvorki einstaklinga, fyrirtæki né stofnanir og skilur því ekki hvers vegna ÍSOR sá sig knúið til þess að ráðast á persónu höfundar, skoðanir hans og skamma RÚV fyrir að flytja fréttir af þeim.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun