Hver er stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og hvernig hefur hún reynst? Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 15. október 2015 07:00 Forstjóri ÍSOR, Ólafur G. Flóvenz, ritaði nýlega grein í Fréttablaðið sem hann nefndi „Villandi fréttamennska Ríkisútvarpsins“. Þar skammaði hann RÚV fyrir að leyfa sér að tala við eðlisfræðing og fyrrverandi yfirmann stjórnsýslu Orkustofnunar um nýtingu jarðhita. Í fyrri greinum um nýtingu jarðhita á Reykjanesskaganum benti ég á að í rammaáætlun séu skilgreind 18 virkjunarsvæði á skaganum, þar af 10 á Hengilssvæðinu. Svæðin séu allt of mörg því þau skarist og hægt sé að nýta svæðið með sjálfbærum hætti með færri virkjunum. Raunar sé Hellisheiðarvirkjun of stór og þegar að soga til sín orkuna úr 5 virkjunarsvæðum, þ.e. Innstadal, Hellisheiðarvirkjun, Gráuhnjúkum, Bitruvirkjun og Hverahlíð og sjái ekki fyrir endann á því. Greinarnar voru skrifaðar af sjónarhóli eðlisfræðingsins. Nú hefur forstjóri ÍSOR bannað fjölmiðlum að hafa nokkuð eftir undirrituðum sem eðlisfræðingi og fyrrverandi starfsmanni Orkustofnunar og titlar mig innri endurskoðanda. Ég tek áskorun forstjórans og leita sem innri endurskoðandi svara við spurningunni: Hver er stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og hvernig hefur hún reynst?Stefna ÍSOR Um sjálfbæra nýtingu jarðhita segja sérfræðingar ÍSOR í fyrstu grein sinni m.a: „Sérfræðingar ÍSOR hafa um áratuga skeið haldið fram því sjónarmiði að heppilegast sé að virkja jarðhita í smáum skrefum og láta reyna á það hægt og rólega hver eru mörk sjálfbærrar vinnslu. Þessi sjónarmið koma m.a. fram í grein Valgarðs Stefánssonar og fleiri frá Orkuþingi árið 1991 sem ber heitið „Ný viðhorf til virkjunar jarðhita til raforkuframleiðslu“. Gunnlaugur tekur undir þessi sjónarmið í grein sinni. Sjálfbærnimörkin eru aldrei þekkt fyrirfram og það getur tekið mjög mörg ár að finna þau. Stundum hefur leið hægfara uppbyggingar verið farin eins og á Nesjavöllum og í Svartsengi, en hratt var farið í stóra áfanga á Reykjanesi og á Hellisheiði. Það getur samt verið að fjárhagsleg rök leiði til þess að heppilegra sé að byrja stórt og sætta sig síðan við að langtímaframleiðslan verði minni í staðinn.“ Hvað segir þetta um stefnu ÍSOR í nýtingu jarðhita? ÍSOR segir að það geti verið heppilegt hvort heldur sem er að virkja í smáum skrefum eða í einu stóru stökki. Sem innri endurskoðanda finnst mér þessi stefna mjög óljós. ÍSOR segir að vilji kúnninn gæta hagkvæmni, forðast áhættu og láta náttúruna njóta vafans og virkja varlega á sjálfbæran hátt þá sé það heppilegast. Vilji kúnninn hins vegar taka áhættu og virkja stórt þá sé það heppilegra enda hafi kúnninn ávallt rétt fyrir sér! Stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og meint yfirburðaþekking æðstu manna fyrirtækisins á forðafræði kom ekki í veg fyrir að Hitaveita Reykjavíkur ofmat virkjanlegt afl í Henglinum eða ofmat Hitaveitu Suðurnesja á virkjanlegu afli á Reykjanesi. Óljós stefna ÍSOR varðandi nýtingu jarðhita gæti hafa stuðlað að því að samið var um kaup á allt of mörgum vélum til raforkuframleiðslu með jarðhita bæði á Hengilssvæðinu og Reykjanesi og samið var við Norðurál um sölu á mun meiri raforku og afli til álframleiðslu en hægt var að standa við á hagkvæman hátt. Þetta hefur valdið orkufyrirtækjunum og sveitarfélögunum sem þau áttu milljarða tjóni. Orkufyrirtækin urðu nær gjaldþrota. Nú standa hálfbyggð mannvirki Norðuráls við Helguvík sem minnismerki um ofmat á afli jarðhitasvæðanna á Reykjanesi og í Henglinum.P.S. Höfundur hefur lengi haft áhuga á hagkvæmri nýtingu innlendrar orku til hagsældar fyrir þjóðina. Hann telur hana mjög mikilvæga efnahagslega og geta tryggt orkuöryggi Íslands til margra alda. Hann er fylgjandi því að efla raforkukerfi landsins á hagkvæman hátt og auka nýtingu jarðvarma. Hann telur hins vegar að með skilgreiningu 18 virkjanasvæða á Reykjanesskaga hafi rammaáætlun farið út af sporinu og birti því greinar þar um. Hann telur að skoðanafrelsi og prentfrelsi sé tryggt með lögum. Í grein sinni nefndi hann hvorki einstaklinga, fyrirtæki né stofnanir og skilur því ekki hvers vegna ÍSOR sá sig knúið til þess að ráðast á persónu höfundar, skoðanir hans og skamma RÚV fyrir að flytja fréttir af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Forstjóri ÍSOR, Ólafur G. Flóvenz, ritaði nýlega grein í Fréttablaðið sem hann nefndi „Villandi fréttamennska Ríkisútvarpsins“. Þar skammaði hann RÚV fyrir að leyfa sér að tala við eðlisfræðing og fyrrverandi yfirmann stjórnsýslu Orkustofnunar um nýtingu jarðhita. Í fyrri greinum um nýtingu jarðhita á Reykjanesskaganum benti ég á að í rammaáætlun séu skilgreind 18 virkjunarsvæði á skaganum, þar af 10 á Hengilssvæðinu. Svæðin séu allt of mörg því þau skarist og hægt sé að nýta svæðið með sjálfbærum hætti með færri virkjunum. Raunar sé Hellisheiðarvirkjun of stór og þegar að soga til sín orkuna úr 5 virkjunarsvæðum, þ.e. Innstadal, Hellisheiðarvirkjun, Gráuhnjúkum, Bitruvirkjun og Hverahlíð og sjái ekki fyrir endann á því. Greinarnar voru skrifaðar af sjónarhóli eðlisfræðingsins. Nú hefur forstjóri ÍSOR bannað fjölmiðlum að hafa nokkuð eftir undirrituðum sem eðlisfræðingi og fyrrverandi starfsmanni Orkustofnunar og titlar mig innri endurskoðanda. Ég tek áskorun forstjórans og leita sem innri endurskoðandi svara við spurningunni: Hver er stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og hvernig hefur hún reynst?Stefna ÍSOR Um sjálfbæra nýtingu jarðhita segja sérfræðingar ÍSOR í fyrstu grein sinni m.a: „Sérfræðingar ÍSOR hafa um áratuga skeið haldið fram því sjónarmiði að heppilegast sé að virkja jarðhita í smáum skrefum og láta reyna á það hægt og rólega hver eru mörk sjálfbærrar vinnslu. Þessi sjónarmið koma m.a. fram í grein Valgarðs Stefánssonar og fleiri frá Orkuþingi árið 1991 sem ber heitið „Ný viðhorf til virkjunar jarðhita til raforkuframleiðslu“. Gunnlaugur tekur undir þessi sjónarmið í grein sinni. Sjálfbærnimörkin eru aldrei þekkt fyrirfram og það getur tekið mjög mörg ár að finna þau. Stundum hefur leið hægfara uppbyggingar verið farin eins og á Nesjavöllum og í Svartsengi, en hratt var farið í stóra áfanga á Reykjanesi og á Hellisheiði. Það getur samt verið að fjárhagsleg rök leiði til þess að heppilegra sé að byrja stórt og sætta sig síðan við að langtímaframleiðslan verði minni í staðinn.“ Hvað segir þetta um stefnu ÍSOR í nýtingu jarðhita? ÍSOR segir að það geti verið heppilegt hvort heldur sem er að virkja í smáum skrefum eða í einu stóru stökki. Sem innri endurskoðanda finnst mér þessi stefna mjög óljós. ÍSOR segir að vilji kúnninn gæta hagkvæmni, forðast áhættu og láta náttúruna njóta vafans og virkja varlega á sjálfbæran hátt þá sé það heppilegast. Vilji kúnninn hins vegar taka áhættu og virkja stórt þá sé það heppilegra enda hafi kúnninn ávallt rétt fyrir sér! Stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og meint yfirburðaþekking æðstu manna fyrirtækisins á forðafræði kom ekki í veg fyrir að Hitaveita Reykjavíkur ofmat virkjanlegt afl í Henglinum eða ofmat Hitaveitu Suðurnesja á virkjanlegu afli á Reykjanesi. Óljós stefna ÍSOR varðandi nýtingu jarðhita gæti hafa stuðlað að því að samið var um kaup á allt of mörgum vélum til raforkuframleiðslu með jarðhita bæði á Hengilssvæðinu og Reykjanesi og samið var við Norðurál um sölu á mun meiri raforku og afli til álframleiðslu en hægt var að standa við á hagkvæman hátt. Þetta hefur valdið orkufyrirtækjunum og sveitarfélögunum sem þau áttu milljarða tjóni. Orkufyrirtækin urðu nær gjaldþrota. Nú standa hálfbyggð mannvirki Norðuráls við Helguvík sem minnismerki um ofmat á afli jarðhitasvæðanna á Reykjanesi og í Henglinum.P.S. Höfundur hefur lengi haft áhuga á hagkvæmri nýtingu innlendrar orku til hagsældar fyrir þjóðina. Hann telur hana mjög mikilvæga efnahagslega og geta tryggt orkuöryggi Íslands til margra alda. Hann er fylgjandi því að efla raforkukerfi landsins á hagkvæman hátt og auka nýtingu jarðvarma. Hann telur hins vegar að með skilgreiningu 18 virkjanasvæða á Reykjanesskaga hafi rammaáætlun farið út af sporinu og birti því greinar þar um. Hann telur að skoðanafrelsi og prentfrelsi sé tryggt með lögum. Í grein sinni nefndi hann hvorki einstaklinga, fyrirtæki né stofnanir og skilur því ekki hvers vegna ÍSOR sá sig knúið til þess að ráðast á persónu höfundar, skoðanir hans og skamma RÚV fyrir að flytja fréttir af þeim.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun