Hver er stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og hvernig hefur hún reynst? Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 15. október 2015 07:00 Forstjóri ÍSOR, Ólafur G. Flóvenz, ritaði nýlega grein í Fréttablaðið sem hann nefndi „Villandi fréttamennska Ríkisútvarpsins“. Þar skammaði hann RÚV fyrir að leyfa sér að tala við eðlisfræðing og fyrrverandi yfirmann stjórnsýslu Orkustofnunar um nýtingu jarðhita. Í fyrri greinum um nýtingu jarðhita á Reykjanesskaganum benti ég á að í rammaáætlun séu skilgreind 18 virkjunarsvæði á skaganum, þar af 10 á Hengilssvæðinu. Svæðin séu allt of mörg því þau skarist og hægt sé að nýta svæðið með sjálfbærum hætti með færri virkjunum. Raunar sé Hellisheiðarvirkjun of stór og þegar að soga til sín orkuna úr 5 virkjunarsvæðum, þ.e. Innstadal, Hellisheiðarvirkjun, Gráuhnjúkum, Bitruvirkjun og Hverahlíð og sjái ekki fyrir endann á því. Greinarnar voru skrifaðar af sjónarhóli eðlisfræðingsins. Nú hefur forstjóri ÍSOR bannað fjölmiðlum að hafa nokkuð eftir undirrituðum sem eðlisfræðingi og fyrrverandi starfsmanni Orkustofnunar og titlar mig innri endurskoðanda. Ég tek áskorun forstjórans og leita sem innri endurskoðandi svara við spurningunni: Hver er stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og hvernig hefur hún reynst?Stefna ÍSOR Um sjálfbæra nýtingu jarðhita segja sérfræðingar ÍSOR í fyrstu grein sinni m.a: „Sérfræðingar ÍSOR hafa um áratuga skeið haldið fram því sjónarmiði að heppilegast sé að virkja jarðhita í smáum skrefum og láta reyna á það hægt og rólega hver eru mörk sjálfbærrar vinnslu. Þessi sjónarmið koma m.a. fram í grein Valgarðs Stefánssonar og fleiri frá Orkuþingi árið 1991 sem ber heitið „Ný viðhorf til virkjunar jarðhita til raforkuframleiðslu“. Gunnlaugur tekur undir þessi sjónarmið í grein sinni. Sjálfbærnimörkin eru aldrei þekkt fyrirfram og það getur tekið mjög mörg ár að finna þau. Stundum hefur leið hægfara uppbyggingar verið farin eins og á Nesjavöllum og í Svartsengi, en hratt var farið í stóra áfanga á Reykjanesi og á Hellisheiði. Það getur samt verið að fjárhagsleg rök leiði til þess að heppilegra sé að byrja stórt og sætta sig síðan við að langtímaframleiðslan verði minni í staðinn.“ Hvað segir þetta um stefnu ÍSOR í nýtingu jarðhita? ÍSOR segir að það geti verið heppilegt hvort heldur sem er að virkja í smáum skrefum eða í einu stóru stökki. Sem innri endurskoðanda finnst mér þessi stefna mjög óljós. ÍSOR segir að vilji kúnninn gæta hagkvæmni, forðast áhættu og láta náttúruna njóta vafans og virkja varlega á sjálfbæran hátt þá sé það heppilegast. Vilji kúnninn hins vegar taka áhættu og virkja stórt þá sé það heppilegra enda hafi kúnninn ávallt rétt fyrir sér! Stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og meint yfirburðaþekking æðstu manna fyrirtækisins á forðafræði kom ekki í veg fyrir að Hitaveita Reykjavíkur ofmat virkjanlegt afl í Henglinum eða ofmat Hitaveitu Suðurnesja á virkjanlegu afli á Reykjanesi. Óljós stefna ÍSOR varðandi nýtingu jarðhita gæti hafa stuðlað að því að samið var um kaup á allt of mörgum vélum til raforkuframleiðslu með jarðhita bæði á Hengilssvæðinu og Reykjanesi og samið var við Norðurál um sölu á mun meiri raforku og afli til álframleiðslu en hægt var að standa við á hagkvæman hátt. Þetta hefur valdið orkufyrirtækjunum og sveitarfélögunum sem þau áttu milljarða tjóni. Orkufyrirtækin urðu nær gjaldþrota. Nú standa hálfbyggð mannvirki Norðuráls við Helguvík sem minnismerki um ofmat á afli jarðhitasvæðanna á Reykjanesi og í Henglinum.P.S. Höfundur hefur lengi haft áhuga á hagkvæmri nýtingu innlendrar orku til hagsældar fyrir þjóðina. Hann telur hana mjög mikilvæga efnahagslega og geta tryggt orkuöryggi Íslands til margra alda. Hann er fylgjandi því að efla raforkukerfi landsins á hagkvæman hátt og auka nýtingu jarðvarma. Hann telur hins vegar að með skilgreiningu 18 virkjanasvæða á Reykjanesskaga hafi rammaáætlun farið út af sporinu og birti því greinar þar um. Hann telur að skoðanafrelsi og prentfrelsi sé tryggt með lögum. Í grein sinni nefndi hann hvorki einstaklinga, fyrirtæki né stofnanir og skilur því ekki hvers vegna ÍSOR sá sig knúið til þess að ráðast á persónu höfundar, skoðanir hans og skamma RÚV fyrir að flytja fréttir af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Forstjóri ÍSOR, Ólafur G. Flóvenz, ritaði nýlega grein í Fréttablaðið sem hann nefndi „Villandi fréttamennska Ríkisútvarpsins“. Þar skammaði hann RÚV fyrir að leyfa sér að tala við eðlisfræðing og fyrrverandi yfirmann stjórnsýslu Orkustofnunar um nýtingu jarðhita. Í fyrri greinum um nýtingu jarðhita á Reykjanesskaganum benti ég á að í rammaáætlun séu skilgreind 18 virkjunarsvæði á skaganum, þar af 10 á Hengilssvæðinu. Svæðin séu allt of mörg því þau skarist og hægt sé að nýta svæðið með sjálfbærum hætti með færri virkjunum. Raunar sé Hellisheiðarvirkjun of stór og þegar að soga til sín orkuna úr 5 virkjunarsvæðum, þ.e. Innstadal, Hellisheiðarvirkjun, Gráuhnjúkum, Bitruvirkjun og Hverahlíð og sjái ekki fyrir endann á því. Greinarnar voru skrifaðar af sjónarhóli eðlisfræðingsins. Nú hefur forstjóri ÍSOR bannað fjölmiðlum að hafa nokkuð eftir undirrituðum sem eðlisfræðingi og fyrrverandi starfsmanni Orkustofnunar og titlar mig innri endurskoðanda. Ég tek áskorun forstjórans og leita sem innri endurskoðandi svara við spurningunni: Hver er stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og hvernig hefur hún reynst?Stefna ÍSOR Um sjálfbæra nýtingu jarðhita segja sérfræðingar ÍSOR í fyrstu grein sinni m.a: „Sérfræðingar ÍSOR hafa um áratuga skeið haldið fram því sjónarmiði að heppilegast sé að virkja jarðhita í smáum skrefum og láta reyna á það hægt og rólega hver eru mörk sjálfbærrar vinnslu. Þessi sjónarmið koma m.a. fram í grein Valgarðs Stefánssonar og fleiri frá Orkuþingi árið 1991 sem ber heitið „Ný viðhorf til virkjunar jarðhita til raforkuframleiðslu“. Gunnlaugur tekur undir þessi sjónarmið í grein sinni. Sjálfbærnimörkin eru aldrei þekkt fyrirfram og það getur tekið mjög mörg ár að finna þau. Stundum hefur leið hægfara uppbyggingar verið farin eins og á Nesjavöllum og í Svartsengi, en hratt var farið í stóra áfanga á Reykjanesi og á Hellisheiði. Það getur samt verið að fjárhagsleg rök leiði til þess að heppilegra sé að byrja stórt og sætta sig síðan við að langtímaframleiðslan verði minni í staðinn.“ Hvað segir þetta um stefnu ÍSOR í nýtingu jarðhita? ÍSOR segir að það geti verið heppilegt hvort heldur sem er að virkja í smáum skrefum eða í einu stóru stökki. Sem innri endurskoðanda finnst mér þessi stefna mjög óljós. ÍSOR segir að vilji kúnninn gæta hagkvæmni, forðast áhættu og láta náttúruna njóta vafans og virkja varlega á sjálfbæran hátt þá sé það heppilegast. Vilji kúnninn hins vegar taka áhættu og virkja stórt þá sé það heppilegra enda hafi kúnninn ávallt rétt fyrir sér! Stefna ÍSOR í nýtingu jarðhita og meint yfirburðaþekking æðstu manna fyrirtækisins á forðafræði kom ekki í veg fyrir að Hitaveita Reykjavíkur ofmat virkjanlegt afl í Henglinum eða ofmat Hitaveitu Suðurnesja á virkjanlegu afli á Reykjanesi. Óljós stefna ÍSOR varðandi nýtingu jarðhita gæti hafa stuðlað að því að samið var um kaup á allt of mörgum vélum til raforkuframleiðslu með jarðhita bæði á Hengilssvæðinu og Reykjanesi og samið var við Norðurál um sölu á mun meiri raforku og afli til álframleiðslu en hægt var að standa við á hagkvæman hátt. Þetta hefur valdið orkufyrirtækjunum og sveitarfélögunum sem þau áttu milljarða tjóni. Orkufyrirtækin urðu nær gjaldþrota. Nú standa hálfbyggð mannvirki Norðuráls við Helguvík sem minnismerki um ofmat á afli jarðhitasvæðanna á Reykjanesi og í Henglinum.P.S. Höfundur hefur lengi haft áhuga á hagkvæmri nýtingu innlendrar orku til hagsældar fyrir þjóðina. Hann telur hana mjög mikilvæga efnahagslega og geta tryggt orkuöryggi Íslands til margra alda. Hann er fylgjandi því að efla raforkukerfi landsins á hagkvæman hátt og auka nýtingu jarðvarma. Hann telur hins vegar að með skilgreiningu 18 virkjanasvæða á Reykjanesskaga hafi rammaáætlun farið út af sporinu og birti því greinar þar um. Hann telur að skoðanafrelsi og prentfrelsi sé tryggt með lögum. Í grein sinni nefndi hann hvorki einstaklinga, fyrirtæki né stofnanir og skilur því ekki hvers vegna ÍSOR sá sig knúið til þess að ráðast á persónu höfundar, skoðanir hans og skamma RÚV fyrir að flytja fréttir af þeim.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun