Þó svo marijúana sé á bannlista í NFL-deildinni stöðvar það ekki stóran fjölda leikmanna í deildinni frá því að reykja efnið.
Samkvæmt könnunum nota hátt í 40 prósent leikmanna deildarinnar. Sumir af því þeir eru þjáðir en aðrir sér til yndisauka.
Leikmenn hafa farið fram á að reglum deildarinnar verði breytt þannig að leikmenn sem þurfa að reykja vegna verkja fái það. Hefur þeim tillögum verið tekið fálega.
Allir leikmenn deildarinnar gangast undir lyfjapróf á undirbúningstímabilinu þannig að með smá aga er auðvelt að komast hjá því að falla. Svo eru handahófskennd próf tekin meðan á tímabili stendur og eru þau allt of fá að margra mati.
Hversu margir reykja gras í NFL-deildinni?

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

„Við viljum meira“
Fótbolti

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



