Fótbolti

Lék á móti Messi í auglýsingu | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristín Eva Geirsdóttir, sem starfar hjá flugfélaginu Qatar Airways, tekur að sér hlutverk í nýju myndbandi frá fyrirtækinu þar sem stórstjörnur Barcelona koma fyrir.

Farið er yfir öryggisatriði í myndbandinu og bregður Lionel Messi fyrir í atriðinu hennar Kristínar Evu, líkt og mbl.is fjallaði fyrst um í dag.

Kristín Eva er þó ekki fyrsti Íslendingurinn sem leikur í auglýsingu með Messi því Þorsteinn Sindri Baldvinsson gerði það í frægri Pepsi-auglýsingu sem var gerð fyrir HM 2014 í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×