Innlent

Flugfreyja föst í ruslaopi í klukkustund

Birgir Olgeirsson skrifar
Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. vísir/anton brink.
Lenda þurfti farþegavél frá Turkish Airlines á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna flugfreyju sem hafði slasað sig um borð. Einnig hafði kvenfarþegi veikst í fluginu og voru þær báðar fluttar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Flugfreyjan hafði fest tvo fingur í ruslaopi inni á salerni vélarinnar og sat þar föst í um klukkustund.

Í vélinni var bráðaliði sem gat aðstoðað við að losa fingurna. Við skoðun á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja kom í ljós að fingur flugfreyjunnar voru óbrotnir og farþeginn fékk einnig leyfi hjá lækni til að halda áfram för sinni til áfangastaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×