Fjársvikarar fá dóm sjö árum seinna: Óku á tré í Árbænum og sviku út bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2015 11:55 Í öðru tilvikinu unnu mennirnir saman að því að svíkja fé út úr tryggingafélagi en í hinu var annar maðurinn einn á ferð. Sá sem var ákærður fyrir bæði brotin var sá er hlaut lengri dóm. Vísir/Stefán Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo karlmenn á þrítugsaldri fyrir tilraun til fjársvika. Annar þeirra fékk tíu mánaða dóm, þar af átta mánuði skilorðsbundna. Hinn hlaut fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómur var kveðinn upp í gær en málið var tekið fyrir í héraði í annað skiptið eftir að Hæstiréttur hafði vísað því aftur heim í hérað. Niðurstaða héraðsdóms var óbreytt frá fyrri dómi. Í öðru tilvikinu unnu mennirnir saman að því að svíkja fé út úr tryggingafélagi en í hinu var annar maðurinn einn á ferð. Sá sem var ákærður fyrir bæði brotin var sá er hlaut lengri dóm. Brotin áttu sér stað árið 2008. Í öðru þeirra, sem átti sér stað í janúar það ár, bar maðurinn því við að hann hefði misst stjórn á bifreið sinni í hálku svo bílinn hafi hafnað á tré við Rofabæ í Reykjavík. Blekkti maðurinn, sem á langan sakaferil að baki, Vátryggingafélag Íslands til að greiða sér 250 þúsund krónur í bætur þrátt fyrir að búið væri að gera við bifreiðina hjá Verði að kostnaðarlausu. Maðurinn hafi svo haldið áfram að krefja VÍS um viðbótarbætur vegna málunar og frekari viðgerðar á bíl sem þó var búið að gera við að fullu. Settu á svið árekstur Í hinu brotinu unnu mennirnir saman og hlutu dóm fyrir að útbúa og skila til Vátryggingafélags Íslands rangri tjónstilkynningu vegna tjóns á bifreið annars þeirra. Báru þeir því fyrir sig að öðrum bílnum hefði verið bakkað á hinn sem hefði valdið miklu tjóni á síðarnefnda bílnum. Af ljósmyndum og niðurstöðu bíltæknirannsóknar Gnostika taldi dómurinn útilokað að skýringar mannanna tveggja og framburður gæti átt við nokkur rök að styðjast. Hann væri tilviljunarkenndur, ómarkviss og mönnunum bæri ekki saman. Skemmdirnar á bílnum hafi ekki verið af völdum þessa bíls. Áætlaður kostnaður af viðgerð eða yfirtöku bifreiðarinnar var metinn á bilinu ein til tvær milljónir króna. Dómari ákvað að skilorðsbinda dóma mannanna meðal annars vegna þess hve mikill dráttur hefði orðið á málinu enda brotin sjö ára gömul. Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvo karlmenn á þrítugsaldri fyrir tilraun til fjársvika. Annar þeirra fékk tíu mánaða dóm, þar af átta mánuði skilorðsbundna. Hinn hlaut fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómur var kveðinn upp í gær en málið var tekið fyrir í héraði í annað skiptið eftir að Hæstiréttur hafði vísað því aftur heim í hérað. Niðurstaða héraðsdóms var óbreytt frá fyrri dómi. Í öðru tilvikinu unnu mennirnir saman að því að svíkja fé út úr tryggingafélagi en í hinu var annar maðurinn einn á ferð. Sá sem var ákærður fyrir bæði brotin var sá er hlaut lengri dóm. Brotin áttu sér stað árið 2008. Í öðru þeirra, sem átti sér stað í janúar það ár, bar maðurinn því við að hann hefði misst stjórn á bifreið sinni í hálku svo bílinn hafi hafnað á tré við Rofabæ í Reykjavík. Blekkti maðurinn, sem á langan sakaferil að baki, Vátryggingafélag Íslands til að greiða sér 250 þúsund krónur í bætur þrátt fyrir að búið væri að gera við bifreiðina hjá Verði að kostnaðarlausu. Maðurinn hafi svo haldið áfram að krefja VÍS um viðbótarbætur vegna málunar og frekari viðgerðar á bíl sem þó var búið að gera við að fullu. Settu á svið árekstur Í hinu brotinu unnu mennirnir saman og hlutu dóm fyrir að útbúa og skila til Vátryggingafélags Íslands rangri tjónstilkynningu vegna tjóns á bifreið annars þeirra. Báru þeir því fyrir sig að öðrum bílnum hefði verið bakkað á hinn sem hefði valdið miklu tjóni á síðarnefnda bílnum. Af ljósmyndum og niðurstöðu bíltæknirannsóknar Gnostika taldi dómurinn útilokað að skýringar mannanna tveggja og framburður gæti átt við nokkur rök að styðjast. Hann væri tilviljunarkenndur, ómarkviss og mönnunum bæri ekki saman. Skemmdirnar á bílnum hafi ekki verið af völdum þessa bíls. Áætlaður kostnaður af viðgerð eða yfirtöku bifreiðarinnar var metinn á bilinu ein til tvær milljónir króna. Dómari ákvað að skilorðsbinda dóma mannanna meðal annars vegna þess hve mikill dráttur hefði orðið á málinu enda brotin sjö ára gömul.
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira