Þarf 2,2 milljarða til að mæta manneklu Svavar Hávarðarsson skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Lögreglan hefur árum saman bent stjórnvöldum á nauðsyn þess að bregðast við manneklu um allt land. fréttablaðið/gva Það kostar 2,2 milljarða á ári að fjölga í liði lögreglu samkvæmt lágmarksmati ríkislögreglustjóra. Fjárheimildir Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru einum milljarði lægri en þær voru við stofnun embættisins í ársbyrjun 2007. Lækkunin er um 20 prósent, og á sama tíma hefur ársverkum fækkað um 17% – eða úr 437 í 363.Sinnum þessu ekkiEins og Fréttablaðið hefur fjallað um frá miðjum september kveður svo sterkt að manneklu innan lögreglunnar að einstakir lögreglumenn hafa stigið fram og lýst aðstæðum sem svo að útilokað sé að sinna öllum þeim verkefnum sem þurfa úrlausnar – daglegt annríki valdi því að útilokað sé að sinna nauðsynlegri frumkvæðisvinnu. Í því samhengi virðist lögreglustjórinn í Reykjavík vera að lýsa því yfir að stöðugt þurfi að taka ákvarðanir um hvaða verkefnum verður ekki sinnt sökum mannfæðar. Lengi hefur legið fyrir að fjölga þarf í lögregluliði landsins um á þriðja hundrað manns. Á sama tíma hefur hins vegar fækkað í liði lögreglu frá því árið 2007. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur staðfest við Fréttablaðið að lögreglumenn við störf á Íslandi þurfi að vera 860 að lágmarki en í febrúar 2014 voru þeir 653. Ellefu færri Fjölmargir starfsmenn lögregluembættanna um allt land hafa lýst því í viðtölum við Fréttablaðið að lengra verði ekki komist og krefjast þess að fleiri komi til starfa. Á yfirborðinu virðist sem stjórnvöld hafi brugðist við þessu kalli með 500 milljóna króna aukafjárveitingu í fyrra, en tölfræðin um fjölda starfandi lögreglumanna styður það reyndar ekki. Starfandi lögreglumenn í febrúar síðastliðnum voru 659. Vissulega hefur starfsmönnum einstakra embætta fjölgað á milli ára og fækkun starfsmanna sérstaks saksóknara villir nokkuð fyrir. Hins vegar vekur það athygli að starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru 299 í febrúar 2014, en voru 288 ári síðar. Tölfræðin sýnir svart á hvítu að almennum lögreglumönnum embættisins fækkaði um tvo á þessu ári og rannsóknarlögreglumönnum um sjö. Nú liggur fyrir tillaga stjórnvalda um 400 milljóna viðbótarfjárveitingu til lögreglunnar til eflingar hennar, en ekkert er gefið uppi um hvort það fjármagn verður nýtt að stofni til í fjölgun í liði sem sinnir almennri löggæslu – eins og allir sem Fréttablaðið talar við telja forgangsatriði. Þeirra á meðal eru lögreglustjórar embætta á landsbyggðinni og Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Þessi aukafjárveiting gefur möguleika á því að fjölga lögregluþjónum um 35 til 40 ef fjármagnið verður ekki nýtt til annars en mannaráðninga – ef fyrri aðgerðir til að styrkja löggæsluna eru hafðar til samanburðar.Hvert fara peningarnir?Starfsumhverfi lögreglunnar hefur í þrígang verið til umræðu á Alþingi á undanförnum dögum, sem væntanlega er tilkomið vegna voðaverkanna í París þótt það verði ekki fullyrt. Umræðan hefur nefnilega frekar snúist um stöðu lögreglunnar almennt, þó staða lögreglunnar í samhengi við hryðjuverkaógnina sé eðlilega áberandi í samfélagsumræðunni. Innanríkisráðherra sagði í þingræðu á fimmtudag um milljónirnar 400, að verði þær veittar til málaflokksins þá sé „…?þeim fjármunum ætlað að nýtast til tiltekinna verkefna lögreglunnar. Þeim er ekki ætlað að mæta launakostnaði heldur eiga þeir að fara til tiltekinna verkefna lögreglunnar til að hún geti betur sinnt þeim verkefnum sem henni ber að sinna.“ Orð ráðherra ber ekki að skilja svo að ekki verði menn ráðnir. Hins vegar verður að bíða eftir öryggis- og þjónustugreiningu á lögreglunni sem unnið er að hjá innanríkisráðuneytinu til að fá svarið 100%. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur leitt þverpólitíska nefnd um skiptingu viðbótarfjármagns til lögreglu frá 2014, skilur orð ráðherra sem svo að þessir fjármunir kæmu ekki við sögu vegna þeirra launahækkana sem samið var um í nýgerðum kjarasamningum. „Heldur til að leysa löggæsluverkefni, sem getur kallað á mannafla, búnað, þjálfun, akstur lögreglubifreiða, rannsóknarkostnað og fleira. Þessi verkefni eru breytileg eftir embættum, heimilisofbeldi, kynferðisbrot, öryggi ferðamanna, aukinn rannsóknarþungi vegna slysa, umferðareftirlit og margt fleira,“ segir Vilhjálmur. Ólöf sagði jafnframt í annarri þingræðu í vikunni um starfsumhverfi lögreglu að það væri langtímaverkefni að byggja lögregluna í landinu upp að nýju. Samkvæmt einfaldri reiknireglu sem þingmannanefndin um skiptingu viðbótarfjármagns gefur sér í tveimur greinargerðum um tillögur frá árunum 2014 og 2015, er það líka dýrt. Ef mæta á lágmarksþörf um fjölgun lögreglumanna á landsvísu samkvæmt mati ríkislögreglustjóra, þá kostar það árlega 2,2 milljarða króna og er þá launaliðurinn einn talinn. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Það kostar 2,2 milljarða á ári að fjölga í liði lögreglu samkvæmt lágmarksmati ríkislögreglustjóra. Fjárheimildir Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru einum milljarði lægri en þær voru við stofnun embættisins í ársbyrjun 2007. Lækkunin er um 20 prósent, og á sama tíma hefur ársverkum fækkað um 17% – eða úr 437 í 363.Sinnum þessu ekkiEins og Fréttablaðið hefur fjallað um frá miðjum september kveður svo sterkt að manneklu innan lögreglunnar að einstakir lögreglumenn hafa stigið fram og lýst aðstæðum sem svo að útilokað sé að sinna öllum þeim verkefnum sem þurfa úrlausnar – daglegt annríki valdi því að útilokað sé að sinna nauðsynlegri frumkvæðisvinnu. Í því samhengi virðist lögreglustjórinn í Reykjavík vera að lýsa því yfir að stöðugt þurfi að taka ákvarðanir um hvaða verkefnum verður ekki sinnt sökum mannfæðar. Lengi hefur legið fyrir að fjölga þarf í lögregluliði landsins um á þriðja hundrað manns. Á sama tíma hefur hins vegar fækkað í liði lögreglu frá því árið 2007. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur staðfest við Fréttablaðið að lögreglumenn við störf á Íslandi þurfi að vera 860 að lágmarki en í febrúar 2014 voru þeir 653. Ellefu færri Fjölmargir starfsmenn lögregluembættanna um allt land hafa lýst því í viðtölum við Fréttablaðið að lengra verði ekki komist og krefjast þess að fleiri komi til starfa. Á yfirborðinu virðist sem stjórnvöld hafi brugðist við þessu kalli með 500 milljóna króna aukafjárveitingu í fyrra, en tölfræðin um fjölda starfandi lögreglumanna styður það reyndar ekki. Starfandi lögreglumenn í febrúar síðastliðnum voru 659. Vissulega hefur starfsmönnum einstakra embætta fjölgað á milli ára og fækkun starfsmanna sérstaks saksóknara villir nokkuð fyrir. Hins vegar vekur það athygli að starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru 299 í febrúar 2014, en voru 288 ári síðar. Tölfræðin sýnir svart á hvítu að almennum lögreglumönnum embættisins fækkaði um tvo á þessu ári og rannsóknarlögreglumönnum um sjö. Nú liggur fyrir tillaga stjórnvalda um 400 milljóna viðbótarfjárveitingu til lögreglunnar til eflingar hennar, en ekkert er gefið uppi um hvort það fjármagn verður nýtt að stofni til í fjölgun í liði sem sinnir almennri löggæslu – eins og allir sem Fréttablaðið talar við telja forgangsatriði. Þeirra á meðal eru lögreglustjórar embætta á landsbyggðinni og Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Þessi aukafjárveiting gefur möguleika á því að fjölga lögregluþjónum um 35 til 40 ef fjármagnið verður ekki nýtt til annars en mannaráðninga – ef fyrri aðgerðir til að styrkja löggæsluna eru hafðar til samanburðar.Hvert fara peningarnir?Starfsumhverfi lögreglunnar hefur í þrígang verið til umræðu á Alþingi á undanförnum dögum, sem væntanlega er tilkomið vegna voðaverkanna í París þótt það verði ekki fullyrt. Umræðan hefur nefnilega frekar snúist um stöðu lögreglunnar almennt, þó staða lögreglunnar í samhengi við hryðjuverkaógnina sé eðlilega áberandi í samfélagsumræðunni. Innanríkisráðherra sagði í þingræðu á fimmtudag um milljónirnar 400, að verði þær veittar til málaflokksins þá sé „…?þeim fjármunum ætlað að nýtast til tiltekinna verkefna lögreglunnar. Þeim er ekki ætlað að mæta launakostnaði heldur eiga þeir að fara til tiltekinna verkefna lögreglunnar til að hún geti betur sinnt þeim verkefnum sem henni ber að sinna.“ Orð ráðherra ber ekki að skilja svo að ekki verði menn ráðnir. Hins vegar verður að bíða eftir öryggis- og þjónustugreiningu á lögreglunni sem unnið er að hjá innanríkisráðuneytinu til að fá svarið 100%. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur leitt þverpólitíska nefnd um skiptingu viðbótarfjármagns til lögreglu frá 2014, skilur orð ráðherra sem svo að þessir fjármunir kæmu ekki við sögu vegna þeirra launahækkana sem samið var um í nýgerðum kjarasamningum. „Heldur til að leysa löggæsluverkefni, sem getur kallað á mannafla, búnað, þjálfun, akstur lögreglubifreiða, rannsóknarkostnað og fleira. Þessi verkefni eru breytileg eftir embættum, heimilisofbeldi, kynferðisbrot, öryggi ferðamanna, aukinn rannsóknarþungi vegna slysa, umferðareftirlit og margt fleira,“ segir Vilhjálmur. Ólöf sagði jafnframt í annarri þingræðu í vikunni um starfsumhverfi lögreglu að það væri langtímaverkefni að byggja lögregluna í landinu upp að nýju. Samkvæmt einfaldri reiknireglu sem þingmannanefndin um skiptingu viðbótarfjármagns gefur sér í tveimur greinargerðum um tillögur frá árunum 2014 og 2015, er það líka dýrt. Ef mæta á lágmarksþörf um fjölgun lögreglumanna á landsvísu samkvæmt mati ríkislögreglustjóra, þá kostar það árlega 2,2 milljarða króna og er þá launaliðurinn einn talinn.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent