Tengsl siðblindu, sjálfsdýrkunar og þess að birta sjálfsmyndir á netinu Kristjana Guðbrandsdóttir. skrifar 28. mars 2015 09:00 "Fólk situr aleitt við tölvuna í húmaðri íbúð og teygir sig út í heiminn í gegnum tölvuskjáinn, án líkamlegrar nálægðar við hópinn sem það er að tala við. Vísir/Silja Ný rannsókn sýnir tengsl siðblindu, sjálfsdýrkunar og þess að birta sjálfsmyndir á netinu. Karlmenn sem pósta mörgum sjálfsmyndum af sér á netinu eru líklegri til að vera með einkenni siðblindu, persónuleikaröskun sem einkennist af andfélagslegri hegðun.Rannsóknin var birt í læknaritinu Personality and Individual Differences og tók til 800 karlmanna á aldrinum 18-40 ára. Hún staðfesti það sem flesta grunar sjálfsagt að karlmenn sem birta selfie af sér á netinu eru einnig líklegri til að vera sjálfhverfir. Sjálfhverfu og sjálfshlutgervingu mátti einnig greina í hegðun karla sem löguðu til selfie-myndir í myndvinnsluforritum áður en þær voru birtar á netinu. Óbilgirni og grófari samskipti„Breiðu spjótin tíðkast núna í opinberri umræðu, þá er ég að vísa til stóryrða og dómhörku sem mér finnst meira áberandi en áður.Vísir/ErnirDr. Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur segist ekki furða sig á niðurstöðum rannsókna og segir nálægðina nauðsynlega til þess að eiga í innihaldsríkum samskiptum. „Fólk situr aleitt við tölvuna í húmaðri íbúð og teygir sig út í heiminn í gegnum tölvuskjáinn, án líkamlegrar nálægðar við hópinn sem það er að tala við. Þá eru öll skilaboð sem okkur er í blóð borið að meðtaka, eins og augnatillit, sársaukasvipur og líkamstjáning viðmælandans fjarri. Við sjáum hvernig þetta birtist á netinu í meiri óbilgirni og grófari samskiptum heldur en við viðhöfum almennt þegar við erum í raunverulegri nálægð við annað fólk. Ábyggilega er þetta að hluta til vegna þess að líkamstjáningin, sem hefur svo mikla þýðingu, er ekki til staðar í tölvusamskiptum.“ Ólína segir óvægna umræðu vera einkenni á þessum skorti á nálægð. „Breiðu spjótin tíðkast núna í opinberri umræðu, þá er ég að vísa til stóryrða og dómhörku sem mér finnst meira áberandi en áður. Ástæðan er ekki síst sú að þú hefur ekki lifandi manneskju fyrir framan þig þegar þú ert að tjá þig á lyklaborðinu. Ég held að þetta skýri hve mikil harka og festa er komin í samskipti fólks á netinu. Þetta skýrir stóryrðin og sjálfsánægjuna. Um leið og fólk er farið að vera meira í eigin heimi fer það sjálft að skipta meira máli. Það verður sjálft sólin í eigin sólkerfi.“Lifað í gegnum samfélagsmiðlana Hún tekur dæmi um skort á nálægð í hversdagslegum aðstæðum. „Ég sá mjög áhugavert lítið myndband á netinu sem sýndi m.a. lítið barn að koma inn í eigin afmælisveislu. Barnið sá ekki í augun á nokkrum manni vegna þess að allir voru með síma og myndavélar fyrir andlitum sínum að taka myndir. Þá er algengt að fólk er statt einhvers staðar og það hvorki man eftir né hefur færi á að njóta augnabliksins af því að myndatökur hafa forgang – það þarf að ná sjálfu. Þannig erum við farin að lifa í gegnum samfélagsmiðlana.“„Allt okkar líf gengur út á að þjálfa úr okkur sjálfsdýrkunina og þroska með okkur samkenndina,“ segir Ólína.Vísir/ErnirMargir hafa lýst yfir áhyggjum af því að samkennd sé á undanhaldi þegar sjálfsdýrkun og siðblinda færist í aukana.„Mér finnst þetta tvennt haldast í hendur og er þess vegna sammála kenningum sem hafa komið fram um þetta. Ef manneskjan einangrar sig alltaf meir og meir og tölvan verður hennar eini gluggi, þá mun þróunin færa okkur frá öðru fólki og auka firringu í samskiptum. Við sjáum nú þegar hvernig samskipti innan okkar litla samfélags hafa breyst á fáum áratugum. Þegar ég var að alast upp átti fólk í alvöru samskiptum, það datt inn í kaffi og heimsóknir af því þá var ekki mikið um aðra afþreyingu. Maður var manns gaman. Þetta hefur breyst. Fólk kemur þreytt heim úr vinnu og sest við tölvuna og vill fá frið. Svo er rasað út á lyklaborðinu.“ Ólína nefnir að sjálfsdýrkun sé manninum í blóð borin og alls ekki nýtt fyrirbæri þótt hún færist í aukana á tímum samfélagsmiðlanna. Hún rifjar upp dæmi fyrir tíð samfélagsmiðla. „Mér er mjög minnisstætt fréttaskot af flugslysi sem varð í Potomac-ánni í Washington 1982. Fólk var að berjast fyrir lífi sínu í ánni. Þyrlurnar svifu yfir og það var verið að hífa upp eina og eina manneskju meðan aðrar börðust um í vatninu. Við árbakkann stóð fréttamaðurinn frammi fyrir sjónvarpsáhorfendum. Hann benti út í ána og sagði: „Hér í fárra metra fjarlægð er kona að berjast fyrir lífi sínu. Verður henni bjargað?“ Hann hefði ekki þurft annað en að henda trefli út í ána til að bjarga henni sjálfur. En honum var augljóslega meira virði að skjalfesta sjálfan sig á vettvangi,“ segir Ólína. Aðgát skal höfð í nærveru sálar „Við erum borin til sjálfsdýrkunar. Allt okkar líf gengur út á að þjálfa úr okkur sjálfsdýrkunina og þroska með okkur samkenndina. Svo eru það samfélagslegu skilyrðin sem ráða því hvort vel tekst til. Það er erfiðara að þroska hana í dag en fyrir hundrað árum þegar nálægðin var svo mikil að fólk gat varla snúið sér við án þess að rekast á aðra manneskju, til dæmis í gamla torfbænum.“ Frekari rannsókna er þörf á samfélaginu um áhrif breyttra tjáningaraðferða að mati Ólínu og hún telur að þróunin geti haft neikvæð áhrif á samfélagið til lengri tíma.Ég held að við þurfum alltaf að vera meðvituð um hvað það er sem raunverulega skiptir máli í lífinu og að aðgát sé höfð í nærveru sálar, eins og skáldið sagði. Það sem truflar sviðsmyndina í dag er að „nærvera sálar“ er ekki sú sem hún áður var. Ég myndi telja ástæðu til að hvetja til frekari samfélagsrannsókna um áhrif samfélagsmiðla og breyttra tjáningaraðferða á samskipti okkar. Samfélagsmiðlarnir hafa líka áhrif á menninguna og þjóðarsálina. Okkur hættir til að verða samdauna okkar eigin ósiðum og með tímanum hættum við að taka eftir þeim. Þannig getur sambandsleysi og samkenndarskortur sem leiðir til grófari samskipta haft neikvæð menningarleg og samfélagsleg áhrif til lengri tíma.“ Fox og rannsóknarteymi hennar við Ohio-háskóla vinnur nú að sams konar rannsókn þar sem konur eru rannsóknarefnið og bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að niðurstöðurnar geti líka átt við konur. Konur sem setja mikið af sjálfsmyndum af sér á netið sýni líka einkenni sjálfhverfu og siðblindu. Þá virðist Jesse að sjálfshlutgerving sé enn meiri hjá konum en körlum og var það viðbúið að hennar mati. Fox sagðist trúa því að margir festust í vítahring. Fólk sem hlutgerir sjálft sig, setji fleiri sjálfsmyndir á netið, sem leiði til meiri endurgjafar frá vinum á netinu, sem hvetur þá enn frekar til að setja fleiri myndir af sér á netið.Áhrifin líka jákvæð Steinunn Gestsdóttir, lektor í þroskasálfræði, segir samfélagsmiðla komna til að vera. Þeir hafi breytt tilveru barna og fullorðinna og hún ráðleggur fólki að einbeita sér að jákvæðum áhrifum notkunar samfélagsmiðla. „Fyrstu viðbrögð almennings þegar í ljós koma neikvæðar afleiðingar notkunar samfélagsmiðla eru fordæming. En það er ýmislegt mjög jákvætt sem leiðir af notkun þeirra, þau geta átt alvöru vinskap á netinu. Þetta er orðinn stór hlutur af því hvernig við eigum samskipti í dag, við þurfum einfaldlega að taka það til greina sem mikilvægan hluta af lífi barna og unglinga og einsetja okkur að læra á það fyrir okkur sjálf, og börnin okkar hvernig notkunin getur haft jákvæð áhrif.“ Samkennd lifir góðu lífi á netinu Tracy Alloway, sálfræðingur við háskólann í Norður-Flórída, rannsakaði Facebook-notkun fullorðinna á aldrinum 18-50 ára og komst að því að þeir sem settu mikið af myndum af sér á síðu sína, höfðu meiri einkenni sjálfsupphafningar. Hins vegar komst Alloway að því að aðrir möguleikar síðunnar, svo sem spjallið, ýtti undir samkennd. Nýlega hreyfði lítil saga af samkennd við fólki. Skjáskot af tilraunum notenda vefsins 4Chan til þess að gera lítið úr manni að dansa fóru eins og eldur í sinu um netheima. Í skjáskotinu sáust tvær myndir af dansandi manni. Við þær var skrifað: „Við sáum þetta eintak reyna að dansa um daginn. Hann hætti þegar hann sá okkur hlæja að honum.“ Netsamfélagið brást illa við og fordæmdi kaldlyndið. Kona að nafni Cassandra Fairbanks hóf sérstakt átak á Twitter, þar sem hún bað fólk um að hjálpa sér að finna manninn, svo hún gæti dansað við hann. Umræðan um manninn var merkt #FindDancingMan. Eftir mikla leit á Twitter fannst dansandi maðurinn sem ætlar að mæta í stóra dansveislu sem haldin verður honum til heiðurs. Þessi saga er ekki einsdæmi, samtakamáttur samfélagsmiðlanna er mikill þótt rannsóknir vísindamanna minni á mögulegar neikvæðar afleiðingar notkunar þeirra. Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Ný rannsókn sýnir tengsl siðblindu, sjálfsdýrkunar og þess að birta sjálfsmyndir á netinu. Karlmenn sem pósta mörgum sjálfsmyndum af sér á netinu eru líklegri til að vera með einkenni siðblindu, persónuleikaröskun sem einkennist af andfélagslegri hegðun.Rannsóknin var birt í læknaritinu Personality and Individual Differences og tók til 800 karlmanna á aldrinum 18-40 ára. Hún staðfesti það sem flesta grunar sjálfsagt að karlmenn sem birta selfie af sér á netinu eru einnig líklegri til að vera sjálfhverfir. Sjálfhverfu og sjálfshlutgervingu mátti einnig greina í hegðun karla sem löguðu til selfie-myndir í myndvinnsluforritum áður en þær voru birtar á netinu. Óbilgirni og grófari samskipti„Breiðu spjótin tíðkast núna í opinberri umræðu, þá er ég að vísa til stóryrða og dómhörku sem mér finnst meira áberandi en áður.Vísir/ErnirDr. Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur segist ekki furða sig á niðurstöðum rannsókna og segir nálægðina nauðsynlega til þess að eiga í innihaldsríkum samskiptum. „Fólk situr aleitt við tölvuna í húmaðri íbúð og teygir sig út í heiminn í gegnum tölvuskjáinn, án líkamlegrar nálægðar við hópinn sem það er að tala við. Þá eru öll skilaboð sem okkur er í blóð borið að meðtaka, eins og augnatillit, sársaukasvipur og líkamstjáning viðmælandans fjarri. Við sjáum hvernig þetta birtist á netinu í meiri óbilgirni og grófari samskiptum heldur en við viðhöfum almennt þegar við erum í raunverulegri nálægð við annað fólk. Ábyggilega er þetta að hluta til vegna þess að líkamstjáningin, sem hefur svo mikla þýðingu, er ekki til staðar í tölvusamskiptum.“ Ólína segir óvægna umræðu vera einkenni á þessum skorti á nálægð. „Breiðu spjótin tíðkast núna í opinberri umræðu, þá er ég að vísa til stóryrða og dómhörku sem mér finnst meira áberandi en áður. Ástæðan er ekki síst sú að þú hefur ekki lifandi manneskju fyrir framan þig þegar þú ert að tjá þig á lyklaborðinu. Ég held að þetta skýri hve mikil harka og festa er komin í samskipti fólks á netinu. Þetta skýrir stóryrðin og sjálfsánægjuna. Um leið og fólk er farið að vera meira í eigin heimi fer það sjálft að skipta meira máli. Það verður sjálft sólin í eigin sólkerfi.“Lifað í gegnum samfélagsmiðlana Hún tekur dæmi um skort á nálægð í hversdagslegum aðstæðum. „Ég sá mjög áhugavert lítið myndband á netinu sem sýndi m.a. lítið barn að koma inn í eigin afmælisveislu. Barnið sá ekki í augun á nokkrum manni vegna þess að allir voru með síma og myndavélar fyrir andlitum sínum að taka myndir. Þá er algengt að fólk er statt einhvers staðar og það hvorki man eftir né hefur færi á að njóta augnabliksins af því að myndatökur hafa forgang – það þarf að ná sjálfu. Þannig erum við farin að lifa í gegnum samfélagsmiðlana.“„Allt okkar líf gengur út á að þjálfa úr okkur sjálfsdýrkunina og þroska með okkur samkenndina,“ segir Ólína.Vísir/ErnirMargir hafa lýst yfir áhyggjum af því að samkennd sé á undanhaldi þegar sjálfsdýrkun og siðblinda færist í aukana.„Mér finnst þetta tvennt haldast í hendur og er þess vegna sammála kenningum sem hafa komið fram um þetta. Ef manneskjan einangrar sig alltaf meir og meir og tölvan verður hennar eini gluggi, þá mun þróunin færa okkur frá öðru fólki og auka firringu í samskiptum. Við sjáum nú þegar hvernig samskipti innan okkar litla samfélags hafa breyst á fáum áratugum. Þegar ég var að alast upp átti fólk í alvöru samskiptum, það datt inn í kaffi og heimsóknir af því þá var ekki mikið um aðra afþreyingu. Maður var manns gaman. Þetta hefur breyst. Fólk kemur þreytt heim úr vinnu og sest við tölvuna og vill fá frið. Svo er rasað út á lyklaborðinu.“ Ólína nefnir að sjálfsdýrkun sé manninum í blóð borin og alls ekki nýtt fyrirbæri þótt hún færist í aukana á tímum samfélagsmiðlanna. Hún rifjar upp dæmi fyrir tíð samfélagsmiðla. „Mér er mjög minnisstætt fréttaskot af flugslysi sem varð í Potomac-ánni í Washington 1982. Fólk var að berjast fyrir lífi sínu í ánni. Þyrlurnar svifu yfir og það var verið að hífa upp eina og eina manneskju meðan aðrar börðust um í vatninu. Við árbakkann stóð fréttamaðurinn frammi fyrir sjónvarpsáhorfendum. Hann benti út í ána og sagði: „Hér í fárra metra fjarlægð er kona að berjast fyrir lífi sínu. Verður henni bjargað?“ Hann hefði ekki þurft annað en að henda trefli út í ána til að bjarga henni sjálfur. En honum var augljóslega meira virði að skjalfesta sjálfan sig á vettvangi,“ segir Ólína. Aðgát skal höfð í nærveru sálar „Við erum borin til sjálfsdýrkunar. Allt okkar líf gengur út á að þjálfa úr okkur sjálfsdýrkunina og þroska með okkur samkenndina. Svo eru það samfélagslegu skilyrðin sem ráða því hvort vel tekst til. Það er erfiðara að þroska hana í dag en fyrir hundrað árum þegar nálægðin var svo mikil að fólk gat varla snúið sér við án þess að rekast á aðra manneskju, til dæmis í gamla torfbænum.“ Frekari rannsókna er þörf á samfélaginu um áhrif breyttra tjáningaraðferða að mati Ólínu og hún telur að þróunin geti haft neikvæð áhrif á samfélagið til lengri tíma.Ég held að við þurfum alltaf að vera meðvituð um hvað það er sem raunverulega skiptir máli í lífinu og að aðgát sé höfð í nærveru sálar, eins og skáldið sagði. Það sem truflar sviðsmyndina í dag er að „nærvera sálar“ er ekki sú sem hún áður var. Ég myndi telja ástæðu til að hvetja til frekari samfélagsrannsókna um áhrif samfélagsmiðla og breyttra tjáningaraðferða á samskipti okkar. Samfélagsmiðlarnir hafa líka áhrif á menninguna og þjóðarsálina. Okkur hættir til að verða samdauna okkar eigin ósiðum og með tímanum hættum við að taka eftir þeim. Þannig getur sambandsleysi og samkenndarskortur sem leiðir til grófari samskipta haft neikvæð menningarleg og samfélagsleg áhrif til lengri tíma.“ Fox og rannsóknarteymi hennar við Ohio-háskóla vinnur nú að sams konar rannsókn þar sem konur eru rannsóknarefnið og bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að niðurstöðurnar geti líka átt við konur. Konur sem setja mikið af sjálfsmyndum af sér á netið sýni líka einkenni sjálfhverfu og siðblindu. Þá virðist Jesse að sjálfshlutgerving sé enn meiri hjá konum en körlum og var það viðbúið að hennar mati. Fox sagðist trúa því að margir festust í vítahring. Fólk sem hlutgerir sjálft sig, setji fleiri sjálfsmyndir á netið, sem leiði til meiri endurgjafar frá vinum á netinu, sem hvetur þá enn frekar til að setja fleiri myndir af sér á netið.Áhrifin líka jákvæð Steinunn Gestsdóttir, lektor í þroskasálfræði, segir samfélagsmiðla komna til að vera. Þeir hafi breytt tilveru barna og fullorðinna og hún ráðleggur fólki að einbeita sér að jákvæðum áhrifum notkunar samfélagsmiðla. „Fyrstu viðbrögð almennings þegar í ljós koma neikvæðar afleiðingar notkunar samfélagsmiðla eru fordæming. En það er ýmislegt mjög jákvætt sem leiðir af notkun þeirra, þau geta átt alvöru vinskap á netinu. Þetta er orðinn stór hlutur af því hvernig við eigum samskipti í dag, við þurfum einfaldlega að taka það til greina sem mikilvægan hluta af lífi barna og unglinga og einsetja okkur að læra á það fyrir okkur sjálf, og börnin okkar hvernig notkunin getur haft jákvæð áhrif.“ Samkennd lifir góðu lífi á netinu Tracy Alloway, sálfræðingur við háskólann í Norður-Flórída, rannsakaði Facebook-notkun fullorðinna á aldrinum 18-50 ára og komst að því að þeir sem settu mikið af myndum af sér á síðu sína, höfðu meiri einkenni sjálfsupphafningar. Hins vegar komst Alloway að því að aðrir möguleikar síðunnar, svo sem spjallið, ýtti undir samkennd. Nýlega hreyfði lítil saga af samkennd við fólki. Skjáskot af tilraunum notenda vefsins 4Chan til þess að gera lítið úr manni að dansa fóru eins og eldur í sinu um netheima. Í skjáskotinu sáust tvær myndir af dansandi manni. Við þær var skrifað: „Við sáum þetta eintak reyna að dansa um daginn. Hann hætti þegar hann sá okkur hlæja að honum.“ Netsamfélagið brást illa við og fordæmdi kaldlyndið. Kona að nafni Cassandra Fairbanks hóf sérstakt átak á Twitter, þar sem hún bað fólk um að hjálpa sér að finna manninn, svo hún gæti dansað við hann. Umræðan um manninn var merkt #FindDancingMan. Eftir mikla leit á Twitter fannst dansandi maðurinn sem ætlar að mæta í stóra dansveislu sem haldin verður honum til heiðurs. Þessi saga er ekki einsdæmi, samtakamáttur samfélagsmiðlanna er mikill þótt rannsóknir vísindamanna minni á mögulegar neikvæðar afleiðingar notkunar þeirra.
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira