Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 2. mars 2015 20:45 Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi, og átti lægstu boð bæði í stöðvarhús og gufulagnir Þeistareykjavirkjunar. Athygli vekur að einungis tvö tilboð bárust í smíði stöðvarhússins, bæði voru frá fyrirtækjum í erlendri eigu. Eftir undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykjum í fyrrasumar stefnir Landsvirkjun að því að setja allt þar á fullt í vor og er búin að opna tilboð í helstu verkþætti, þar á meðal í stöðvarhúsið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á nærri 3,9 milljarða króna en aðeins bárust tvö tilboð, það hærra frá ÍAV upp á 4,8 milljarða króna, eða 124 prósent af kostnaðaráætlun. Lægra tilboðið kom frá LNS Saga ehf, upp á 3.973 milljónir króna, eða 103% af kostnaðaráætlun. Báðir bjóðendur eru alfarið í eigu erlendra verktaka, ÍAV í eigu Marti Holding í Sviss og LNS Saga í eigu Leonhard Nilsen & Sønner í Noregi. Í gufulagnir fékk Landsvirkjun þrjú boð sem öll voru talsvert yfir 2,3 milljarða kostnaðaráætlun, frá Héðni, ÍAV og LNS Saga, sem einnig þarna átti lægsta boð, upp á nærri 2,7 milljarða króna.Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun.LNS Saga er á íslenskri kennitölu, stofnað haustið 2012, og með skrifstofur að Hlíðasmára 4 í Kópavogi. Teitur Ingi Valmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri LNS Saga ehf., segir félagið dótturfyrirtæki LNS í Noregi, sem stundi verktakastarfsemi um allan heim. Íslenska dótturfyrirtækið er þegar komið með tvö stór verk hérlendis, við Hellisheiðarvirkjun og smíði vörugeymslu, og nú bendir flest til að það verði stærsti verktakinn á Þeistareykjum. „Við erum spenntir. Ef af verður, þá er allt tilbúið,“ segir Teitur Ingi. „Við erum með vanan mannskap sem er búinn að vera í mörgum virkjunum og komið víða við. Þannig að það eru allir tilbúnir hér.“ Allir lykilstarfsmenn LNS Saga eru Íslendingar sem koma frá öðrum íslenskum verktakafyrirtækjum. Teitur Ingi segir marga hafa starfað lengi erlendis og einnig innanlands. „Við erum með milli 30 og 40 tæknimenntaða starfsmenn sem hafa komið við bara í öllum stærri framkvæmdum Íslendinga síðustu áratugina,“ segir Teitur Ingi Valmundsson. Tengdar fréttir Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30 Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38 Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi, og átti lægstu boð bæði í stöðvarhús og gufulagnir Þeistareykjavirkjunar. Athygli vekur að einungis tvö tilboð bárust í smíði stöðvarhússins, bæði voru frá fyrirtækjum í erlendri eigu. Eftir undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykjum í fyrrasumar stefnir Landsvirkjun að því að setja allt þar á fullt í vor og er búin að opna tilboð í helstu verkþætti, þar á meðal í stöðvarhúsið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á nærri 3,9 milljarða króna en aðeins bárust tvö tilboð, það hærra frá ÍAV upp á 4,8 milljarða króna, eða 124 prósent af kostnaðaráætlun. Lægra tilboðið kom frá LNS Saga ehf, upp á 3.973 milljónir króna, eða 103% af kostnaðaráætlun. Báðir bjóðendur eru alfarið í eigu erlendra verktaka, ÍAV í eigu Marti Holding í Sviss og LNS Saga í eigu Leonhard Nilsen & Sønner í Noregi. Í gufulagnir fékk Landsvirkjun þrjú boð sem öll voru talsvert yfir 2,3 milljarða kostnaðaráætlun, frá Héðni, ÍAV og LNS Saga, sem einnig þarna átti lægsta boð, upp á nærri 2,7 milljarða króna.Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun.LNS Saga er á íslenskri kennitölu, stofnað haustið 2012, og með skrifstofur að Hlíðasmára 4 í Kópavogi. Teitur Ingi Valmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri LNS Saga ehf., segir félagið dótturfyrirtæki LNS í Noregi, sem stundi verktakastarfsemi um allan heim. Íslenska dótturfyrirtækið er þegar komið með tvö stór verk hérlendis, við Hellisheiðarvirkjun og smíði vörugeymslu, og nú bendir flest til að það verði stærsti verktakinn á Þeistareykjum. „Við erum spenntir. Ef af verður, þá er allt tilbúið,“ segir Teitur Ingi. „Við erum með vanan mannskap sem er búinn að vera í mörgum virkjunum og komið víða við. Þannig að það eru allir tilbúnir hér.“ Allir lykilstarfsmenn LNS Saga eru Íslendingar sem koma frá öðrum íslenskum verktakafyrirtækjum. Teitur Ingi segir marga hafa starfað lengi erlendis og einnig innanlands. „Við erum með milli 30 og 40 tæknimenntaða starfsmenn sem hafa komið við bara í öllum stærri framkvæmdum Íslendinga síðustu áratugina,“ segir Teitur Ingi Valmundsson.
Tengdar fréttir Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30 Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38 Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30
Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38
Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15