Framtíðarsýn Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir skrifar 5. júní 2015 08:00 Eftir harðan og kaldan vetur hefur vorið látið á sér kræla með köldum en björtum sólardögum sem gefa okkur von um hlýtt og gott sumar. Hlýjan og vonin virðist þó víðs fjarri á meðal fólksins sem býr hér á landi, heldur er farið að bera á vonleysi og kulda í samskiptum almennings og stjórnvalda. Kannski hefur þetta alltaf verið svona, ég veit það ekki. En ég hef sjaldan upplifað samlanda mína jafn vonsvikna; hvaða stétt eða stöðu sem þeir tilheyra. Það er erfitt að vera vonsvikinn, því það þýðir að þá hefur viðkomandi verið svikinn um von. Ég hef velt því mikið fyrir mér hvernig í veröldinni við eigum að geta breytt þessu og snúið frá hugmyndafræði sem byggir á hagsmunagæslu, að safna sér sem mestum auði og að valta yfir fólk til að komast þangað sem hver ætlar sér – sama hvað það kostar. Og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að það er sameiginleg framtíðarsýn sem við þörfnumst. Og já, ég veit að það er sannarlega hægara um að tala en í að komast. En við – og þá alls ekki síst leiðtogar þessa lands – megum ekki haga okkur eins og við séum ein í heiminum. Að annað fólk komi okkur ekki við eða sé hreinlega fyrir okkar eigin markmiðum. Því við búum í samfélagi sem er samansett af fólki með alls konar viðhorf, drauma og aðstæður; fólki sem er jafnmikilvægt og ég og þú. Samfélagið okkar mun ekki ná árangri og þegnar þess munu ekki upplifa von fyrr en við setjum niður fyrir okkur hver markmið okkar sem samfélag eru. Rétt eins og leiðtogi fyrirtækis sem missir aldrei sjónar á markmiðum rekstrarins nær árangri – hvort sem markmiðið er að auka hagnað, framleiðni eða styrkja ímynd fyrirtækisins. Ég vil búa í samfélagi sem hefur skýra framtíðarsýn – skýr markmið:Menntun er fyrir alla.Öflug heilbrigðisþjónusta er fyrir alla á öllum stigum.Velferð allra samfélagsþegna er jafnmikilvæg. Kæru ráðamenn og samlandar! Við getum svo miklu, miklu betur. Ýtum hagsmunagæslu til hliðar og rýnum í þarfir samfélagsins okkar á heildrænan hátt. Hér er nóg af öllu og við munum forgangsraða rétt ef við fylgjum réttlátri framtíðarsýn sem gefur fólki von um að hér sé rými fyrir okkur öll – sama hverjar þarfir okkar eru. Síðast en ekki síst þurfum við að eyða fé í að byggja upp fólk en ekki dauða hluti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir harðan og kaldan vetur hefur vorið látið á sér kræla með köldum en björtum sólardögum sem gefa okkur von um hlýtt og gott sumar. Hlýjan og vonin virðist þó víðs fjarri á meðal fólksins sem býr hér á landi, heldur er farið að bera á vonleysi og kulda í samskiptum almennings og stjórnvalda. Kannski hefur þetta alltaf verið svona, ég veit það ekki. En ég hef sjaldan upplifað samlanda mína jafn vonsvikna; hvaða stétt eða stöðu sem þeir tilheyra. Það er erfitt að vera vonsvikinn, því það þýðir að þá hefur viðkomandi verið svikinn um von. Ég hef velt því mikið fyrir mér hvernig í veröldinni við eigum að geta breytt þessu og snúið frá hugmyndafræði sem byggir á hagsmunagæslu, að safna sér sem mestum auði og að valta yfir fólk til að komast þangað sem hver ætlar sér – sama hvað það kostar. Og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að það er sameiginleg framtíðarsýn sem við þörfnumst. Og já, ég veit að það er sannarlega hægara um að tala en í að komast. En við – og þá alls ekki síst leiðtogar þessa lands – megum ekki haga okkur eins og við séum ein í heiminum. Að annað fólk komi okkur ekki við eða sé hreinlega fyrir okkar eigin markmiðum. Því við búum í samfélagi sem er samansett af fólki með alls konar viðhorf, drauma og aðstæður; fólki sem er jafnmikilvægt og ég og þú. Samfélagið okkar mun ekki ná árangri og þegnar þess munu ekki upplifa von fyrr en við setjum niður fyrir okkur hver markmið okkar sem samfélag eru. Rétt eins og leiðtogi fyrirtækis sem missir aldrei sjónar á markmiðum rekstrarins nær árangri – hvort sem markmiðið er að auka hagnað, framleiðni eða styrkja ímynd fyrirtækisins. Ég vil búa í samfélagi sem hefur skýra framtíðarsýn – skýr markmið:Menntun er fyrir alla.Öflug heilbrigðisþjónusta er fyrir alla á öllum stigum.Velferð allra samfélagsþegna er jafnmikilvæg. Kæru ráðamenn og samlandar! Við getum svo miklu, miklu betur. Ýtum hagsmunagæslu til hliðar og rýnum í þarfir samfélagsins okkar á heildrænan hátt. Hér er nóg af öllu og við munum forgangsraða rétt ef við fylgjum réttlátri framtíðarsýn sem gefur fólki von um að hér sé rými fyrir okkur öll – sama hverjar þarfir okkar eru. Síðast en ekki síst þurfum við að eyða fé í að byggja upp fólk en ekki dauða hluti.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar