Illvígar deilur útkljáðar í nótt | Slógust á blaðamannafundi Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. janúar 2015 10:00 Í kvöld fer fram risabardagi í UFC þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Það er óhætt að segja að lítill kærleikur sé þeirra á milli og er rígurinn á milli þeirra einn sá mesti í sögu UFC. Illindin eiga rætur sínar að rekja til þeirra fyrsta fundar. Jon Jones gekk upp að Daniel Cormier og sagðist viss um að hann gæti tekið Cormier niður. Cormier er framúrskarandi glímumaður og keppti í tvígang á Ólympíuleikunum í glímu og tók því þessum orðum Jones illa. Síðan þá hefur rígurinn stækkað og stækkað og hafa þeir um nokkurt skeið sent kaldar kveðjur sín á milli í fjölmiðlum. Það var svo í ágúst sem allt varð vitlaust þegar þeir slógust á blaðamannafundi. Áhuginn fyrir bardaganum var mikill fyrir en margfaldaðist eftir slagsmálin. Upphaflega átti bardaginn að fara fram í september en vegna meiðsla Jones var bardaganum frestað til 3. janúar. Í millitíðinni hafa kapparnir verið duglegir að hella olíu á eldinn og haldið áfram að ausa fúkyrðum hvor yfir annan. Þetta verður áttunda titilvörn Jon Jones en hann hefur verið léttþungavigtarmeistari UFC frá 2011. Daniel Cormier er ósigraður í 15 bardögum og það sama má segja um Jones (eina tap Jones er þegar hann var dæmdur úr leik gegn Matt Hamill vegna ólöglegra högga en flestir eru sammála að um dómaramistök hafi verið að ræða). Jones og Cormier munu loksins fá að útkljá sín mál í kvöld þegar þeir mætast í aðalbardaganum á UFC 182. Bein útsending frá bardagakvöldinu hefst kl 3 á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Jon Jones - Besti bardagamaður heims Jon Jones er ríkjandi meistarinn í léttþungavigt UFC í dag. Þessi 26 ára bardagamaður er einfaldlega besti MMA bardagamaður heims um þessar mundir. 26. apríl 2014 18:30 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira
Í kvöld fer fram risabardagi í UFC þegar þeir Jon Jones og Daniel Cormier mætast. Það er óhætt að segja að lítill kærleikur sé þeirra á milli og er rígurinn á milli þeirra einn sá mesti í sögu UFC. Illindin eiga rætur sínar að rekja til þeirra fyrsta fundar. Jon Jones gekk upp að Daniel Cormier og sagðist viss um að hann gæti tekið Cormier niður. Cormier er framúrskarandi glímumaður og keppti í tvígang á Ólympíuleikunum í glímu og tók því þessum orðum Jones illa. Síðan þá hefur rígurinn stækkað og stækkað og hafa þeir um nokkurt skeið sent kaldar kveðjur sín á milli í fjölmiðlum. Það var svo í ágúst sem allt varð vitlaust þegar þeir slógust á blaðamannafundi. Áhuginn fyrir bardaganum var mikill fyrir en margfaldaðist eftir slagsmálin. Upphaflega átti bardaginn að fara fram í september en vegna meiðsla Jones var bardaganum frestað til 3. janúar. Í millitíðinni hafa kapparnir verið duglegir að hella olíu á eldinn og haldið áfram að ausa fúkyrðum hvor yfir annan. Þetta verður áttunda titilvörn Jon Jones en hann hefur verið léttþungavigtarmeistari UFC frá 2011. Daniel Cormier er ósigraður í 15 bardögum og það sama má segja um Jones (eina tap Jones er þegar hann var dæmdur úr leik gegn Matt Hamill vegna ólöglegra högga en flestir eru sammála að um dómaramistök hafi verið að ræða). Jones og Cormier munu loksins fá að útkljá sín mál í kvöld þegar þeir mætast í aðalbardaganum á UFC 182. Bein útsending frá bardagakvöldinu hefst kl 3 á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Jon Jones - Besti bardagamaður heims Jon Jones er ríkjandi meistarinn í léttþungavigt UFC í dag. Þessi 26 ára bardagamaður er einfaldlega besti MMA bardagamaður heims um þessar mundir. 26. apríl 2014 18:30 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira
Jon Jones - Besti bardagamaður heims Jon Jones er ríkjandi meistarinn í léttþungavigt UFC í dag. Þessi 26 ára bardagamaður er einfaldlega besti MMA bardagamaður heims um þessar mundir. 26. apríl 2014 18:30