Innlent

Stöð 2 í Búdapest: Óttast vaxandi flóttamannastraum

Höskuldur Kári Schram skrifar
Tyrkneski blaðamaðurinn Umur Ali Birand fylgdi hópi flóttamanna frá Grikklandi til Ungverjalands og segir fátt benda til þess að dragi úr straumi flóttamanna til Norður-Evrópu á næstu mánuðum.
Tyrkneski blaðamaðurinn Umur Ali Birand fylgdi hópi flóttamanna frá Grikklandi til Ungverjalands og segir fátt benda til þess að dragi úr straumi flóttamanna til Norður-Evrópu á næstu mánuðum.
Flóttamenn sem koma til Ungverjalands koma flestir fótgangandi frá Grikklandi og tekur ferðalagið um eina til tvær vikur. Tyrkneski blaðamaðurinn Umur Ali Birand fylgdi einum flóttamannahópi í fjóra daga til kynna sér aðstæður.

"Hjá flóttamönnunum ríkir mikil óvissa. Þeim er kalt, veturinn nálgast og það er erfitt fyrir þetta fólk nálgast upplýsingar," segir Birand.

Hann segir að það verði erfitt fyrir ríki Evrópusambandsins að stöðva þennan flóttamannastraum og telur allt benda til þess að landamærum verði lokað á ný.

"Vandinn mun þá lenda af fullum þunga á Ungverjum. Hér mun það ráðast hvernig þetta mál endar," segir Birand.

Stöð 2 mun áfram fjalla um flóttamannavandann og ástandið í Búdapest, í kvöldfréttum sínum á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×