Leið þjófsins um Fjörð: Lævís eins og köttur eða heppinn? snærós sindradóttir skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Hér má sjá leið þjófsins um verslunarmiðstöðina Fjörð. fréttablaðið „Hann var eins og kisi,“ segir Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðar, um lipra, smávaxna og skjóta þjófinn sem fór ránshendi um verslunina Úr og gull á laugardag. Þjófurinn er enn ófundinn en margt bendir til þess að um vanan mann hafi verið að ræða. Ein húsleit hefur verið gerð en enginn hefur enn verið handtekinn. Nýjar vísbendingar benda til þess að ránið hafi ekki verið jafn þaulskipulagt og áður hefur verið talið. Þjófurinn er grunaður um að hafa spennt upp hurð á Snyrtistofunni Rósu áður en hann lét til skarar skríða við Úr og gull. Það er í hróplegu ósamræmi við aðra hluta ránsins, að hafa með sér smáfé úr afgreiðslukassa snyrtistofunnar.Þjófurinn gengur rakleiðis að glugga á vinstri hlið verslunarinnar Úr og gulls. Þar braut hann lítið gat með kúbeininu og smeygði sér inn.Sannað þykir að símtal, sem barst Öryggismiðstöðinni klukkan sex um morguninn og varð til þess að þjófavarnarkerfið var tekið af húsinu, hafi verið frá umhyggjusömum vegfaranda. Þjófurinn hafi verið heppinn að slökkt var á öryggiskerfinu. „Það eru alls konar vangaveltur. Ég held að þetta gæti alveg eins hafa verið þannig að eitt leiddi af öðru. Við vitum það ekki fyrr en við erum búin að finna gaurinn,“ segir Helgi Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður sem fer með málið. Það þykir ljóst af myndböndum úr eftirlitsmyndavélum verslunarinnar Úr og gull að þar var þjófurinn á heimavelli. Hann hafði greinilega vitneskju um hvar dýrustu vörur verslunarinnar væri að finna og snerti ekki við öðru. Þjófurinn gekk ákveðið til verks.Þjófurinn reynir að brjóta sér leið inn í miðstöðina um þessa hurð en án árangurs. Fyrir innan sést snyrtistofan sem hann er grunaður um að hafa brotist inn í líka.„Hann gengur á allt það dýrasta. Hann lætur Hugo Boss-úrin í friði og Kenneth Cole og Seiko,“ segir Ásgeir Ingvarsson, eigandi verslunarinnar. Hann segir þjófinn hafa haft á brott með sér hátt í tuttugu Raymond Weil-úr sem kostuðu á bilinu 300 til 800 þúsund krónur. Einnig tók þjófurinn dýra ítalska demantshringa sem sumir kostuðu hátt í eina milljón króna. Dýrir gullskartgripir hurfu jafnframt með þjófnum en silfur og ódýrari munir voru látnir í friði. Aðspurður hvort starfsfólk hafi orðið vart við grunsamlegar mannaferðir segir Ásgeir: „Það eru alltaf einhverjir grunsamlegir en ekkert sem hönd er á festandi.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa eftirlitsmyndbönd Fjarðar verið skoðuð nokkuð aftur í tímann í þeirri von að finna mann sem gæti passað við þjófinn. Það hefur ekki borið árangur. Þá hafi lögregla fengið upplýsingar um grunsamlega menn á ferli í verslunarmiðstöðinni án þess að nokkuð hafi komið upp úr kafinu. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
„Hann var eins og kisi,“ segir Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðar, um lipra, smávaxna og skjóta þjófinn sem fór ránshendi um verslunina Úr og gull á laugardag. Þjófurinn er enn ófundinn en margt bendir til þess að um vanan mann hafi verið að ræða. Ein húsleit hefur verið gerð en enginn hefur enn verið handtekinn. Nýjar vísbendingar benda til þess að ránið hafi ekki verið jafn þaulskipulagt og áður hefur verið talið. Þjófurinn er grunaður um að hafa spennt upp hurð á Snyrtistofunni Rósu áður en hann lét til skarar skríða við Úr og gull. Það er í hróplegu ósamræmi við aðra hluta ránsins, að hafa með sér smáfé úr afgreiðslukassa snyrtistofunnar.Þjófurinn gengur rakleiðis að glugga á vinstri hlið verslunarinnar Úr og gulls. Þar braut hann lítið gat með kúbeininu og smeygði sér inn.Sannað þykir að símtal, sem barst Öryggismiðstöðinni klukkan sex um morguninn og varð til þess að þjófavarnarkerfið var tekið af húsinu, hafi verið frá umhyggjusömum vegfaranda. Þjófurinn hafi verið heppinn að slökkt var á öryggiskerfinu. „Það eru alls konar vangaveltur. Ég held að þetta gæti alveg eins hafa verið þannig að eitt leiddi af öðru. Við vitum það ekki fyrr en við erum búin að finna gaurinn,“ segir Helgi Gunnarsson rannsóknarlögreglumaður sem fer með málið. Það þykir ljóst af myndböndum úr eftirlitsmyndavélum verslunarinnar Úr og gull að þar var þjófurinn á heimavelli. Hann hafði greinilega vitneskju um hvar dýrustu vörur verslunarinnar væri að finna og snerti ekki við öðru. Þjófurinn gekk ákveðið til verks.Þjófurinn reynir að brjóta sér leið inn í miðstöðina um þessa hurð en án árangurs. Fyrir innan sést snyrtistofan sem hann er grunaður um að hafa brotist inn í líka.„Hann gengur á allt það dýrasta. Hann lætur Hugo Boss-úrin í friði og Kenneth Cole og Seiko,“ segir Ásgeir Ingvarsson, eigandi verslunarinnar. Hann segir þjófinn hafa haft á brott með sér hátt í tuttugu Raymond Weil-úr sem kostuðu á bilinu 300 til 800 þúsund krónur. Einnig tók þjófurinn dýra ítalska demantshringa sem sumir kostuðu hátt í eina milljón króna. Dýrir gullskartgripir hurfu jafnframt með þjófnum en silfur og ódýrari munir voru látnir í friði. Aðspurður hvort starfsfólk hafi orðið vart við grunsamlegar mannaferðir segir Ásgeir: „Það eru alltaf einhverjir grunsamlegir en ekkert sem hönd er á festandi.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa eftirlitsmyndbönd Fjarðar verið skoðuð nokkuð aftur í tímann í þeirri von að finna mann sem gæti passað við þjófinn. Það hefur ekki borið árangur. Þá hafi lögregla fengið upplýsingar um grunsamlega menn á ferli í verslunarmiðstöðinni án þess að nokkuð hafi komið upp úr kafinu.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira