Innlent

Fjögur prósent reykja daglega

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Fleiri unglingum finnst erfiðara að verða sér úti um tóbak en áður.
Fleiri unglingum finnst erfiðara að verða sér úti um tóbak en áður. VÍSIR/AFP
Tóbaksreykingar meðal unglinga á aldrinum 15 til 16 ára hafa dregist verulega saman frá árinu 1995. Þetta kemur fram í niðurstöðum evrópsku vímuefnarannsóknarinnar, ESPAD.

Árið 1995 reyktu 32 prósent unglinga vikulega en árið 2015 eru þau komin niður í sex prósent.

Þá reykti 21 prósent unglinga daglega árið 1995 en aðeins fjögur prósent í dag.

Frá árinu 1995 hefur jafnt og þétt dregið úr reykingum unglinga og aldrei hafa jafn fáir stundað reglulegar reykingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×