Ný reglugerð um gæði og öryggi sjúkraskráa hefur tekið gildi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2015 13:37 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. vísir/pjetur Tekið hefur gildi ný reglugerð um sjúkraskrár sem kveður á um færslu sjúkraskrárupplýsinga og örugga meðferð þeirra, svo sem varðveislu og aðgang að þeim. Reglugerðin markar tímamót, því þar með verður unnt að opna að fullu fyrir samtengingu sjúkraskráa milli heilbrigðisstofnana í samræmi við markmið um öryggi sjúklinga og meðferð þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Embætti landlæknis hefur yfirumsjón með rafrænni sjúkraskrá á landsvísu. Sjúkraskrár hafa verið samtengdar milli heilbrigðisstofnana um nokkurt skeið en með verulegum takmörkunum þar sem um tilraunaverkefni hefur verið að ræða og því aðeins fáir starfsmenn á hverri stofnun sem hafa getað nýtt sér kosti samtengingarinnar. „Við færumst sífellt nær því markmiði að upplýsingar um heilsufar og meðferð sjúklings fylgi honum hvar sem hann sækir sér þjónustu. Þetta bætir til muna gæði þjónustu við sjúklinginn og eykur öryggi meðferðarinnar. Með þessu eykst líka skilvirkni þar sem öruggur aðgangur heilbrigðisstarfsfólks að upplýsingum um sjúkrasögu sjúklings, niðurstöðum rannsókna o.fl. dregur úr tvíverknaði og sóun fjármuna sem af því leiðir“ segir Kristján Þór Júlíusson. Með nýju reglugerðinni er tekið á margvíslegum þáttum sem tryggja eiga örugga varðveislu, meðferð og miðlun sjúkraskrárupplýsinga. Meðal annars er kveðið á um að á hverri heilbrigðisstofnun eða starfsstofu heilbrigðisstarfsfólks skuli rekið öryggiskerfi sem tryggir vernd sjúkraskrárupplýsinga. Tilgreindur ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að öryggiskerfið sé virkt og að unnið sé eftir fyrirmælum landlæknis um öryggi og gæði sjúkraskráa. Í fyrirmælunum eru tilgreindar aðgangsreglur og aðgangsheimildir sem byggjast meðal annars á starfsgrein og stöðu. Fylgst skal með því reglulega að aðgangur sé í samræmi við reglur en í því felst meðal annars að einungis þeir heilbrigðisstarfsmenn skoði sjúkraskrárupplýsingar um sjúkling sem koma að meðferð viðkomandi. Kveðið er á um að reglubundið eftirlit sé haft með því að aðgangur að sjúkraskrá sé lögum samkvæmt og að settar séu verklagsreglur í því skyni. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sjá meira
Tekið hefur gildi ný reglugerð um sjúkraskrár sem kveður á um færslu sjúkraskrárupplýsinga og örugga meðferð þeirra, svo sem varðveislu og aðgang að þeim. Reglugerðin markar tímamót, því þar með verður unnt að opna að fullu fyrir samtengingu sjúkraskráa milli heilbrigðisstofnana í samræmi við markmið um öryggi sjúklinga og meðferð þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu. Embætti landlæknis hefur yfirumsjón með rafrænni sjúkraskrá á landsvísu. Sjúkraskrár hafa verið samtengdar milli heilbrigðisstofnana um nokkurt skeið en með verulegum takmörkunum þar sem um tilraunaverkefni hefur verið að ræða og því aðeins fáir starfsmenn á hverri stofnun sem hafa getað nýtt sér kosti samtengingarinnar. „Við færumst sífellt nær því markmiði að upplýsingar um heilsufar og meðferð sjúklings fylgi honum hvar sem hann sækir sér þjónustu. Þetta bætir til muna gæði þjónustu við sjúklinginn og eykur öryggi meðferðarinnar. Með þessu eykst líka skilvirkni þar sem öruggur aðgangur heilbrigðisstarfsfólks að upplýsingum um sjúkrasögu sjúklings, niðurstöðum rannsókna o.fl. dregur úr tvíverknaði og sóun fjármuna sem af því leiðir“ segir Kristján Þór Júlíusson. Með nýju reglugerðinni er tekið á margvíslegum þáttum sem tryggja eiga örugga varðveislu, meðferð og miðlun sjúkraskrárupplýsinga. Meðal annars er kveðið á um að á hverri heilbrigðisstofnun eða starfsstofu heilbrigðisstarfsfólks skuli rekið öryggiskerfi sem tryggir vernd sjúkraskrárupplýsinga. Tilgreindur ábyrgðaraðili ber ábyrgð á að öryggiskerfið sé virkt og að unnið sé eftir fyrirmælum landlæknis um öryggi og gæði sjúkraskráa. Í fyrirmælunum eru tilgreindar aðgangsreglur og aðgangsheimildir sem byggjast meðal annars á starfsgrein og stöðu. Fylgst skal með því reglulega að aðgangur sé í samræmi við reglur en í því felst meðal annars að einungis þeir heilbrigðisstarfsmenn skoði sjúkraskrárupplýsingar um sjúkling sem koma að meðferð viðkomandi. Kveðið er á um að reglubundið eftirlit sé haft með því að aðgangur að sjúkraskrá sé lögum samkvæmt og að settar séu verklagsreglur í því skyni.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sjá meira