Viðskiptafræðingurinn sviptur prófgráðunni: Fordæmalaus fjarlæging ritgerðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2015 19:00 Frá Háskólatorgi Háskóla Íslands VÍSIR/VILHELM Ritgerð Halldórs Gunnarssonar, sem grunaður er um ritstuld við gerð lokaritgerðar sinnar í viðskiptafræði, var fjarlægð úr Skemmunni, gagnasafni háskólanna, að beiðni viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands í gær. Prentað eintak af ritgerð Halldórs var þá einnig fjarlægt af Þjóðarbókhlöðunni þar sem það hafði legið frá því í febrúar síðastliðnum. Heimildir Vísis herma að þetta sé fyrsta skipti sem ritgerð er fjarlægð eftir útskrift nemenda. Margar hafi verið fjarlægðar að beiðni nemenda sem vilja fresta útskrift og lagfæra lokaritgerðir sínar en aldrei hefur það verið gert eftir að þeir hafa fengið skírteinið í hendurnar. Þetta bendir þá einnig sterklega til að viðskiptafræðingurinn hafi verið verið sviptur prófgráðu sinni. Helst það í hendur við heimildir Vísis sem herma að niðurstaða viðskiptafræðideildar hafi verið á þá leið að gefa Halldór 0 fyrir ritgerðina, í stað 8 sem hann fékk við útskrift. Honum sé þannig gert að skila inn nýrri ritgerð vilji hann endurheimta gráðu sína frá viðskiptafræðideild Háskólans.Málið verið í rannsókn frá því í apríl Ritgerðin var lokuð almenningi á Skemmunni þann 28. maí síðastliðinn eftir að upp kom grunur um að Halldór hafði skáldað ummæli viðmælenda sinna. Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið þann 5. júní síðastliðinn. Ritgerðin, sem fjallar um ferðaþjónustu á Suðurlandi, byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Meðal þeirra er Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá. Friðrik kannaðist hins vegar ekki við að hafa rætt við höfund ritgerðarinnar. Ummælin séu uppspuni. Síðan þá hafa tveir aðrir nafngreindir viðmælendur stigið fram og tekið í sama streng. Mál Halldórs hefur verið til rannsóknar innan háskólans frá því í apríl og kom niðurstaða í málið nú fyrir skömmu. Háskólinn mun þó ekki greina frá því hver niðurstaða skólans er og vísar til ráðlegginga lögfræðinga skólans. Skólinn tjái sig ekki um málefni einstakra nemenda. Tengdar fréttir Sjáðu brot úr ritgerð viðskiptafræðinemans: Sami leiðbeinandi að ritgerðinni sem fengin var að láni Svo virðist sem líkön, spurningalistar og heilir kaflar hafi verið teknir ófrjálsri hendi úr meistararitgerð sem skilað var inn til leiðbeinanda viðskiptafræðinemans í fyrra. 11. júní 2015 12:30 Háskóli Íslands ætlar ekki að upplýsa um niðurstöðuna í ritgerðarmálinu "Ég fer bara eftir tilmælum lögfræðings háskólans og þeirra niðurstaða er skýr hvað þetta varðar,“ segir Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. 15. júlí 2015 16:00 Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23 Rannsókn lokið á ritgerð viðskiptafræðinema sem á að hafa skáldað ummæli Forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Ísland neitar að upplýsa hver niðurstaðan var. 15. júlí 2015 07:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Ritgerð Halldórs Gunnarssonar, sem grunaður er um ritstuld við gerð lokaritgerðar sinnar í viðskiptafræði, var fjarlægð úr Skemmunni, gagnasafni háskólanna, að beiðni viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands í gær. Prentað eintak af ritgerð Halldórs var þá einnig fjarlægt af Þjóðarbókhlöðunni þar sem það hafði legið frá því í febrúar síðastliðnum. Heimildir Vísis herma að þetta sé fyrsta skipti sem ritgerð er fjarlægð eftir útskrift nemenda. Margar hafi verið fjarlægðar að beiðni nemenda sem vilja fresta útskrift og lagfæra lokaritgerðir sínar en aldrei hefur það verið gert eftir að þeir hafa fengið skírteinið í hendurnar. Þetta bendir þá einnig sterklega til að viðskiptafræðingurinn hafi verið verið sviptur prófgráðu sinni. Helst það í hendur við heimildir Vísis sem herma að niðurstaða viðskiptafræðideildar hafi verið á þá leið að gefa Halldór 0 fyrir ritgerðina, í stað 8 sem hann fékk við útskrift. Honum sé þannig gert að skila inn nýrri ritgerð vilji hann endurheimta gráðu sína frá viðskiptafræðideild Háskólans.Málið verið í rannsókn frá því í apríl Ritgerðin var lokuð almenningi á Skemmunni þann 28. maí síðastliðinn eftir að upp kom grunur um að Halldór hafði skáldað ummæli viðmælenda sinna. Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið þann 5. júní síðastliðinn. Ritgerðin, sem fjallar um ferðaþjónustu á Suðurlandi, byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Meðal þeirra er Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá. Friðrik kannaðist hins vegar ekki við að hafa rætt við höfund ritgerðarinnar. Ummælin séu uppspuni. Síðan þá hafa tveir aðrir nafngreindir viðmælendur stigið fram og tekið í sama streng. Mál Halldórs hefur verið til rannsóknar innan háskólans frá því í apríl og kom niðurstaða í málið nú fyrir skömmu. Háskólinn mun þó ekki greina frá því hver niðurstaða skólans er og vísar til ráðlegginga lögfræðinga skólans. Skólinn tjái sig ekki um málefni einstakra nemenda.
Tengdar fréttir Sjáðu brot úr ritgerð viðskiptafræðinemans: Sami leiðbeinandi að ritgerðinni sem fengin var að láni Svo virðist sem líkön, spurningalistar og heilir kaflar hafi verið teknir ófrjálsri hendi úr meistararitgerð sem skilað var inn til leiðbeinanda viðskiptafræðinemans í fyrra. 11. júní 2015 12:30 Háskóli Íslands ætlar ekki að upplýsa um niðurstöðuna í ritgerðarmálinu "Ég fer bara eftir tilmælum lögfræðings háskólans og þeirra niðurstaða er skýr hvað þetta varðar,“ segir Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. 15. júlí 2015 16:00 Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23 Rannsókn lokið á ritgerð viðskiptafræðinema sem á að hafa skáldað ummæli Forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Ísland neitar að upplýsa hver niðurstaðan var. 15. júlí 2015 07:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Sjáðu brot úr ritgerð viðskiptafræðinemans: Sami leiðbeinandi að ritgerðinni sem fengin var að láni Svo virðist sem líkön, spurningalistar og heilir kaflar hafi verið teknir ófrjálsri hendi úr meistararitgerð sem skilað var inn til leiðbeinanda viðskiptafræðinemans í fyrra. 11. júní 2015 12:30
Háskóli Íslands ætlar ekki að upplýsa um niðurstöðuna í ritgerðarmálinu "Ég fer bara eftir tilmælum lögfræðings háskólans og þeirra niðurstaða er skýr hvað þetta varðar,“ segir Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. 15. júlí 2015 16:00
Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23
Rannsókn lokið á ritgerð viðskiptafræðinema sem á að hafa skáldað ummæli Forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Ísland neitar að upplýsa hver niðurstaðan var. 15. júlí 2015 07:00