Viðskiptafræðingurinn sviptur prófgráðunni: Fordæmalaus fjarlæging ritgerðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2015 19:00 Frá Háskólatorgi Háskóla Íslands VÍSIR/VILHELM Ritgerð Halldórs Gunnarssonar, sem grunaður er um ritstuld við gerð lokaritgerðar sinnar í viðskiptafræði, var fjarlægð úr Skemmunni, gagnasafni háskólanna, að beiðni viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands í gær. Prentað eintak af ritgerð Halldórs var þá einnig fjarlægt af Þjóðarbókhlöðunni þar sem það hafði legið frá því í febrúar síðastliðnum. Heimildir Vísis herma að þetta sé fyrsta skipti sem ritgerð er fjarlægð eftir útskrift nemenda. Margar hafi verið fjarlægðar að beiðni nemenda sem vilja fresta útskrift og lagfæra lokaritgerðir sínar en aldrei hefur það verið gert eftir að þeir hafa fengið skírteinið í hendurnar. Þetta bendir þá einnig sterklega til að viðskiptafræðingurinn hafi verið verið sviptur prófgráðu sinni. Helst það í hendur við heimildir Vísis sem herma að niðurstaða viðskiptafræðideildar hafi verið á þá leið að gefa Halldór 0 fyrir ritgerðina, í stað 8 sem hann fékk við útskrift. Honum sé þannig gert að skila inn nýrri ritgerð vilji hann endurheimta gráðu sína frá viðskiptafræðideild Háskólans.Málið verið í rannsókn frá því í apríl Ritgerðin var lokuð almenningi á Skemmunni þann 28. maí síðastliðinn eftir að upp kom grunur um að Halldór hafði skáldað ummæli viðmælenda sinna. Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið þann 5. júní síðastliðinn. Ritgerðin, sem fjallar um ferðaþjónustu á Suðurlandi, byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Meðal þeirra er Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá. Friðrik kannaðist hins vegar ekki við að hafa rætt við höfund ritgerðarinnar. Ummælin séu uppspuni. Síðan þá hafa tveir aðrir nafngreindir viðmælendur stigið fram og tekið í sama streng. Mál Halldórs hefur verið til rannsóknar innan háskólans frá því í apríl og kom niðurstaða í málið nú fyrir skömmu. Háskólinn mun þó ekki greina frá því hver niðurstaða skólans er og vísar til ráðlegginga lögfræðinga skólans. Skólinn tjái sig ekki um málefni einstakra nemenda. Tengdar fréttir Sjáðu brot úr ritgerð viðskiptafræðinemans: Sami leiðbeinandi að ritgerðinni sem fengin var að láni Svo virðist sem líkön, spurningalistar og heilir kaflar hafi verið teknir ófrjálsri hendi úr meistararitgerð sem skilað var inn til leiðbeinanda viðskiptafræðinemans í fyrra. 11. júní 2015 12:30 Háskóli Íslands ætlar ekki að upplýsa um niðurstöðuna í ritgerðarmálinu "Ég fer bara eftir tilmælum lögfræðings háskólans og þeirra niðurstaða er skýr hvað þetta varðar,“ segir Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. 15. júlí 2015 16:00 Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23 Rannsókn lokið á ritgerð viðskiptafræðinema sem á að hafa skáldað ummæli Forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Ísland neitar að upplýsa hver niðurstaðan var. 15. júlí 2015 07:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Ritgerð Halldórs Gunnarssonar, sem grunaður er um ritstuld við gerð lokaritgerðar sinnar í viðskiptafræði, var fjarlægð úr Skemmunni, gagnasafni háskólanna, að beiðni viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands í gær. Prentað eintak af ritgerð Halldórs var þá einnig fjarlægt af Þjóðarbókhlöðunni þar sem það hafði legið frá því í febrúar síðastliðnum. Heimildir Vísis herma að þetta sé fyrsta skipti sem ritgerð er fjarlægð eftir útskrift nemenda. Margar hafi verið fjarlægðar að beiðni nemenda sem vilja fresta útskrift og lagfæra lokaritgerðir sínar en aldrei hefur það verið gert eftir að þeir hafa fengið skírteinið í hendurnar. Þetta bendir þá einnig sterklega til að viðskiptafræðingurinn hafi verið verið sviptur prófgráðu sinni. Helst það í hendur við heimildir Vísis sem herma að niðurstaða viðskiptafræðideildar hafi verið á þá leið að gefa Halldór 0 fyrir ritgerðina, í stað 8 sem hann fékk við útskrift. Honum sé þannig gert að skila inn nýrri ritgerð vilji hann endurheimta gráðu sína frá viðskiptafræðideild Háskólans.Málið verið í rannsókn frá því í apríl Ritgerðin var lokuð almenningi á Skemmunni þann 28. maí síðastliðinn eftir að upp kom grunur um að Halldór hafði skáldað ummæli viðmælenda sinna. Fréttablaðið fjallaði fyrst um málið þann 5. júní síðastliðinn. Ritgerðin, sem fjallar um ferðaþjónustu á Suðurlandi, byggir meðal annars á viðtölum og gögnum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Meðal þeirra er Friðrik Pálsson, hótelstjóri á Hótel Rangá. Friðrik kannaðist hins vegar ekki við að hafa rætt við höfund ritgerðarinnar. Ummælin séu uppspuni. Síðan þá hafa tveir aðrir nafngreindir viðmælendur stigið fram og tekið í sama streng. Mál Halldórs hefur verið til rannsóknar innan háskólans frá því í apríl og kom niðurstaða í málið nú fyrir skömmu. Háskólinn mun þó ekki greina frá því hver niðurstaða skólans er og vísar til ráðlegginga lögfræðinga skólans. Skólinn tjái sig ekki um málefni einstakra nemenda.
Tengdar fréttir Sjáðu brot úr ritgerð viðskiptafræðinemans: Sami leiðbeinandi að ritgerðinni sem fengin var að láni Svo virðist sem líkön, spurningalistar og heilir kaflar hafi verið teknir ófrjálsri hendi úr meistararitgerð sem skilað var inn til leiðbeinanda viðskiptafræðinemans í fyrra. 11. júní 2015 12:30 Háskóli Íslands ætlar ekki að upplýsa um niðurstöðuna í ritgerðarmálinu "Ég fer bara eftir tilmælum lögfræðings háskólans og þeirra niðurstaða er skýr hvað þetta varðar,“ segir Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. 15. júlí 2015 16:00 Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23 Rannsókn lokið á ritgerð viðskiptafræðinema sem á að hafa skáldað ummæli Forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Ísland neitar að upplýsa hver niðurstaðan var. 15. júlí 2015 07:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Sjáðu brot úr ritgerð viðskiptafræðinemans: Sami leiðbeinandi að ritgerðinni sem fengin var að láni Svo virðist sem líkön, spurningalistar og heilir kaflar hafi verið teknir ófrjálsri hendi úr meistararitgerð sem skilað var inn til leiðbeinanda viðskiptafræðinemans í fyrra. 11. júní 2015 12:30
Háskóli Íslands ætlar ekki að upplýsa um niðurstöðuna í ritgerðarmálinu "Ég fer bara eftir tilmælum lögfræðings háskólans og þeirra niðurstaða er skýr hvað þetta varðar,“ segir Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. 15. júlí 2015 16:00
Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23
Rannsókn lokið á ritgerð viðskiptafræðinema sem á að hafa skáldað ummæli Forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Ísland neitar að upplýsa hver niðurstaðan var. 15. júlí 2015 07:00