Kynferðisleg áreitni í Vesturbæjarlaug Snærós Sindradóttir skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Hafliði Halldórsson forstöðumaður segir að kynferðisleg áreitni sé sem betur fer ekki daglegt brauð í Vesturbæjarlaug. Fréttablaðið/GVA Karlmaður á sextugsaldri var á dögunum dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa strokið hægra læri annars manns í gufubaði karla í Vesturbæjarlaug. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða þolanda áreitninnar 200 þúsund krónur. Annað sams konar mál kom upp í því sama gufubaði skömmu síðar, en þar var annar maður að verki, og er það til rannsóknar hjá lögreglu eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. „Þetta voru einhverjir sem eiga eitthvað bágt með sig,“ segir Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Hann segir að síðastliðin fjögur ár hafi í nokkur skipti verið kvartað yfir kynferðislegri áreitni í lauginni. Hafliði segir að þegar svona mál komi upp sé í raun lítið sem hægt sé að gera til frambúðar. Enginn svartur listi sé við lýði því forstöðumaður laugarinnar hafi aðeins heimild til að vísa fólki frá tímabundið. Sem dæmi um frávísunarsök er ef fólk neitar að baða sig áður en farið er í laugina eða ef það er mjög ölvað. „Ef það koma upp einhver svona mál og einhver kvartar þá hvetjum við viðkomandi til að kæra til lögreglu því við höfum ekkert í höndunum. Við erum ekki dómsvald. Þetta er almenningslaug og almenningssvæði og ef fólki er misboðið vegna framkomu eða hegðunar einhvers þá er það lögreglumál. En okkur ber skylda til að gæta hagsmuna þeirra sem eru hér gestir, að þeim sé ekki misboðið af náunganum,“ segir Hafliði. Hann segir að upp hafi komið kvartanir vegna áreitni í heitu pottunum líka, áreitnin einskorðist ekki við karlaklefann eða gufuna. Eftirlitsmyndavélar séu á útisvæði en engar í búningsklefum sem geri sönnun erfiðari. Fólki sé ekki meinaður aðgangur að lauginni nema eftir að kæra hefur borist og þá í samráði við borgarlögmann. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt og þarna er fólk að bera sig og annað. Það er alltaf rosalega erfitt að taka á svona málum.“ Maðurinn sem dæmdur var á dögunum játaði sök. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri var á dögunum dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa strokið hægra læri annars manns í gufubaði karla í Vesturbæjarlaug. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða þolanda áreitninnar 200 þúsund krónur. Annað sams konar mál kom upp í því sama gufubaði skömmu síðar, en þar var annar maður að verki, og er það til rannsóknar hjá lögreglu eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. „Þetta voru einhverjir sem eiga eitthvað bágt með sig,“ segir Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Hann segir að síðastliðin fjögur ár hafi í nokkur skipti verið kvartað yfir kynferðislegri áreitni í lauginni. Hafliði segir að þegar svona mál komi upp sé í raun lítið sem hægt sé að gera til frambúðar. Enginn svartur listi sé við lýði því forstöðumaður laugarinnar hafi aðeins heimild til að vísa fólki frá tímabundið. Sem dæmi um frávísunarsök er ef fólk neitar að baða sig áður en farið er í laugina eða ef það er mjög ölvað. „Ef það koma upp einhver svona mál og einhver kvartar þá hvetjum við viðkomandi til að kæra til lögreglu því við höfum ekkert í höndunum. Við erum ekki dómsvald. Þetta er almenningslaug og almenningssvæði og ef fólki er misboðið vegna framkomu eða hegðunar einhvers þá er það lögreglumál. En okkur ber skylda til að gæta hagsmuna þeirra sem eru hér gestir, að þeim sé ekki misboðið af náunganum,“ segir Hafliði. Hann segir að upp hafi komið kvartanir vegna áreitni í heitu pottunum líka, áreitnin einskorðist ekki við karlaklefann eða gufuna. Eftirlitsmyndavélar séu á útisvæði en engar í búningsklefum sem geri sönnun erfiðari. Fólki sé ekki meinaður aðgangur að lauginni nema eftir að kæra hefur borist og þá í samráði við borgarlögmann. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt og þarna er fólk að bera sig og annað. Það er alltaf rosalega erfitt að taka á svona málum.“ Maðurinn sem dæmdur var á dögunum játaði sök.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira