Stórt skarð ef lífeindafræðingar hætta Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. september 2015 22:28 Stórt skarð myndast í hóp lífeindafræðinga á Landspítalanum þegar tuttugu og sex þeirra hætta um næstu mánaðamót. Formaður Félags lífeindafræðinga segir flesta vera ungt fólk sem geti ekki séð fyrir sér á þeim launum sem í boði eru. Lífeindafræðingarnir sögðu upp störfum á Landspítalanum í sumar eftir að lög voru sett á verkfallsaðgerðir þeirra. Alls starfa 159 lífeindafræðingar á spítalanum og eru þeir sem sagt hafa upp um ríflega sextán prósent þeirra. Enginn hefur dregið uppsögn sína til baka nú þegar þrjár vikur eru í að þeir eiga að hætta á spítalanum.Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga.Vísir/VilhelmGyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga, er ein þeirra sem sagt hafa upp. Hún segir úrskurð Gerðardóms ekki duga til að starfsmennirnir vilji draga uppsagnir sínar til baka. Úrskurðurinn taki til að mynda ekki á vaktakerfum starfsmanna sem sumir séu ósáttir við og þá séu aðrir ósáttir við hvernig raðað er í launaflokka. „Þeir sjá ekki framtíð í kerfinu eins og það er núna,“ segir Gyða. „Þetta unga fólk sem er að koma sér upp íbúð og er með lítil börn, þau geta ekki séð fyrir sér eins og staðan er núna.“ Meðalaldur þeirra lífeindafræðinga sem starfa hjá ríkinu er 56 ár. Þeir 26 lífeindafræðingar sem sagt hafa upp eru hins vegar töluvert yngri. Stór hluti þeirra er undir fertugu. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er unnið að því að reyna að koma til móts við óskir starfsmannanna. Gyða telur að uppsagnirnar komi til með að hafa mikil áhrif á starfsemi spítalans. „Við erum nú þegar að berjast við nýliðunarvanda,“ segir hún. „Það hefur gengið illa að fá nýútskrifaða inn á Landspítalann, þannig að ef þessi hópur fer skilur það líka eftir sig stórt skarð. Það eru deildir þar sem um helmingur lífeindafræðinga hefur sagt upp og vissulega hlýtur það að hafa mjög mikil áhrif.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Stórt skarð myndast í hóp lífeindafræðinga á Landspítalanum þegar tuttugu og sex þeirra hætta um næstu mánaðamót. Formaður Félags lífeindafræðinga segir flesta vera ungt fólk sem geti ekki séð fyrir sér á þeim launum sem í boði eru. Lífeindafræðingarnir sögðu upp störfum á Landspítalanum í sumar eftir að lög voru sett á verkfallsaðgerðir þeirra. Alls starfa 159 lífeindafræðingar á spítalanum og eru þeir sem sagt hafa upp um ríflega sextán prósent þeirra. Enginn hefur dregið uppsögn sína til baka nú þegar þrjár vikur eru í að þeir eiga að hætta á spítalanum.Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga.Vísir/VilhelmGyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga, er ein þeirra sem sagt hafa upp. Hún segir úrskurð Gerðardóms ekki duga til að starfsmennirnir vilji draga uppsagnir sínar til baka. Úrskurðurinn taki til að mynda ekki á vaktakerfum starfsmanna sem sumir séu ósáttir við og þá séu aðrir ósáttir við hvernig raðað er í launaflokka. „Þeir sjá ekki framtíð í kerfinu eins og það er núna,“ segir Gyða. „Þetta unga fólk sem er að koma sér upp íbúð og er með lítil börn, þau geta ekki séð fyrir sér eins og staðan er núna.“ Meðalaldur þeirra lífeindafræðinga sem starfa hjá ríkinu er 56 ár. Þeir 26 lífeindafræðingar sem sagt hafa upp eru hins vegar töluvert yngri. Stór hluti þeirra er undir fertugu. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er unnið að því að reyna að koma til móts við óskir starfsmannanna. Gyða telur að uppsagnirnar komi til með að hafa mikil áhrif á starfsemi spítalans. „Við erum nú þegar að berjast við nýliðunarvanda,“ segir hún. „Það hefur gengið illa að fá nýútskrifaða inn á Landspítalann, þannig að ef þessi hópur fer skilur það líka eftir sig stórt skarð. Það eru deildir þar sem um helmingur lífeindafræðinga hefur sagt upp og vissulega hlýtur það að hafa mjög mikil áhrif.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira