Rektorskosningar Háskóla Íslands 2015 Helga M. Ögmundsdóttir og Jórunn E. Eyfjörð og Ágústa Guðmundsdóttir skrifa 18. apríl 2015 14:16 Háskóli Íslands kýs sér nú nýjan rektor í fyrsta sinn í 10 ár. Tvennt er breytt frá því sem var fyrir 10 árum: Núverandi rektor hefur setið lengur en fyrirrennarar hennar þar sem tímabilið var lengt úr 3 í 5 ár og nú var í fyrsta sinn gefinn kostur á að umsækjandi um embætti rektors Háskóla Íslands gæti verið utanaðkomandi. Undirbúningur rektorskjörs hefur því verið sérlega kærkomið tækifæri til ferskrar umræðu um málefni skólans og hefur hún náð út í samfélagið. Sá umsækjandi sem ekki kom úr HÍ hefur átt sinn þátt í því, bent á margt sem þarfnast skoðunar og endurbóta, enda er glöggt gests augað. Í seinni umferð stendur valið nú milli tveggja mjög hæfra umsækjenda og starfsmönnum og nemendum HÍ er lúxusvandi á höndum. Hvort á að vega þyngra, reynsla i starfi vararektors eða þörf á endurnýjun? Það er tilgangurinn með lýðræðiskosningu til forystu að koma í veg fyrir að hún flytjist sjálfkrafa frá manni til manns innan kerfis. Háskóli Íslands hefur nú tækifæri til að kjósa sér rektor sem hefur vissulega ríkulega stjórnunarreynslu á sviði vísinda á Íslandi en einmitt utan miðlægrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Hlutverk rektors Háskóla Íslands er margþætt og felur í sér víðtæk samskipti. Þar má fyrst nefna samræðuna við þjóðina. Hispurlaus framkoma Guðrúnar Nordal gerir henni auðvelt að ná góðu sambandi við fólk. Háskóli Íslands er lítill á alþjóðamælikvarða en nafn hans er samt stórt á sérstökum fræðasviðum. Þar eru jarðvísindin augljósasta dæmið, en annað dæmi eru miðaldafræði. Í þessu samhengi er rökrétt og vel við hæfi að velja rektor sem nýtur alþjóðaviðurkenningar á sviði miðaldabókmennta. Starfsmönnum HÍ er þó skiljanlega kannski efst í huga það sem snýr að innra starfi hans sjálfs og hefur margt af því komið fram í umræðu undanfarinna vikna. Hér skal nefnt vinnumatskerfið, skoðun á því hvernig til hefur tekist með nýtt stjórnskipulag og skiptingu í svið og síðast en ekki síst nýliðun í akademískum störfum. Þar sem Guðrún hefur ekki verið hluti af stjórnsýslu HÍ undanfarinn áratug hefur hún forsendur til að koma að þessum málum með ferska sýn. Helga M. Ögmundsdóttir, Jórunn E. Eyfjörð og Ágústa Guðmundsdóttir Prófessorar við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Maðurinn sem óhreinkar ekki skyrtuna sína Það er kaldur þriðjudagsmorgunn í höfuðvígi rafmagns- og tölvuverkfræðinema í Háskóla Íslands. Klukkan er sautján mínútur yfir átta og tíu litlir verkfræðinemar hjúfra sig hver að öðrum í hlýjum, grátóna hettupeysum. 17. apríl 2015 12:43 „Konuspil“ í rektorskjöri? Nú styttist í seinni umferð í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Í framboði eru þau Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal. 16. apríl 2015 11:11 Kjósum Guðrúnu Nordal sem rektor Háskóla Íslands 13. apríl Háskóli Íslands er einn af hornsteinum íslensks samfélags og sú menntastofnun sem tengir saman þjóðfélagslega og vísindalega umræðu í landinu. 7. apríl 2015 13:43 Hvetjum alla til að kjósa Niðurstaða okkar er sú að Guðrún muni reynast einstaklega hæfur rektor. 16. apríl 2015 13:45 Snúum bökum saman – Jón Atla fyrir Háskóla Íslands Það var ánægjulegt að sjá staðfestingu á þeim víðtæka stuðningi sem Jón Atli Benediktsson nýtur innan Háskóla Íslands þegar úrslit úr fyrri umferð rektorskosninga lágu fyrir á mánudag. 15. apríl 2015 12:05 Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands kýs sér nú nýjan rektor í fyrsta sinn í 10 ár. Tvennt er breytt frá því sem var fyrir 10 árum: Núverandi rektor hefur setið lengur en fyrirrennarar hennar þar sem tímabilið var lengt úr 3 í 5 ár og nú var í fyrsta sinn gefinn kostur á að umsækjandi um embætti rektors Háskóla Íslands gæti verið utanaðkomandi. Undirbúningur rektorskjörs hefur því verið sérlega kærkomið tækifæri til ferskrar umræðu um málefni skólans og hefur hún náð út í samfélagið. Sá umsækjandi sem ekki kom úr HÍ hefur átt sinn þátt í því, bent á margt sem þarfnast skoðunar og endurbóta, enda er glöggt gests augað. Í seinni umferð stendur valið nú milli tveggja mjög hæfra umsækjenda og starfsmönnum og nemendum HÍ er lúxusvandi á höndum. Hvort á að vega þyngra, reynsla i starfi vararektors eða þörf á endurnýjun? Það er tilgangurinn með lýðræðiskosningu til forystu að koma í veg fyrir að hún flytjist sjálfkrafa frá manni til manns innan kerfis. Háskóli Íslands hefur nú tækifæri til að kjósa sér rektor sem hefur vissulega ríkulega stjórnunarreynslu á sviði vísinda á Íslandi en einmitt utan miðlægrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Hlutverk rektors Háskóla Íslands er margþætt og felur í sér víðtæk samskipti. Þar má fyrst nefna samræðuna við þjóðina. Hispurlaus framkoma Guðrúnar Nordal gerir henni auðvelt að ná góðu sambandi við fólk. Háskóli Íslands er lítill á alþjóðamælikvarða en nafn hans er samt stórt á sérstökum fræðasviðum. Þar eru jarðvísindin augljósasta dæmið, en annað dæmi eru miðaldafræði. Í þessu samhengi er rökrétt og vel við hæfi að velja rektor sem nýtur alþjóðaviðurkenningar á sviði miðaldabókmennta. Starfsmönnum HÍ er þó skiljanlega kannski efst í huga það sem snýr að innra starfi hans sjálfs og hefur margt af því komið fram í umræðu undanfarinna vikna. Hér skal nefnt vinnumatskerfið, skoðun á því hvernig til hefur tekist með nýtt stjórnskipulag og skiptingu í svið og síðast en ekki síst nýliðun í akademískum störfum. Þar sem Guðrún hefur ekki verið hluti af stjórnsýslu HÍ undanfarinn áratug hefur hún forsendur til að koma að þessum málum með ferska sýn. Helga M. Ögmundsdóttir, Jórunn E. Eyfjörð og Ágústa Guðmundsdóttir Prófessorar við Háskóla Íslands
Maðurinn sem óhreinkar ekki skyrtuna sína Það er kaldur þriðjudagsmorgunn í höfuðvígi rafmagns- og tölvuverkfræðinema í Háskóla Íslands. Klukkan er sautján mínútur yfir átta og tíu litlir verkfræðinemar hjúfra sig hver að öðrum í hlýjum, grátóna hettupeysum. 17. apríl 2015 12:43
„Konuspil“ í rektorskjöri? Nú styttist í seinni umferð í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Í framboði eru þau Jón Atli Benediktsson og Guðrún Nordal. 16. apríl 2015 11:11
Kjósum Guðrúnu Nordal sem rektor Háskóla Íslands 13. apríl Háskóli Íslands er einn af hornsteinum íslensks samfélags og sú menntastofnun sem tengir saman þjóðfélagslega og vísindalega umræðu í landinu. 7. apríl 2015 13:43
Hvetjum alla til að kjósa Niðurstaða okkar er sú að Guðrún muni reynast einstaklega hæfur rektor. 16. apríl 2015 13:45
Snúum bökum saman – Jón Atla fyrir Háskóla Íslands Það var ánægjulegt að sjá staðfestingu á þeim víðtæka stuðningi sem Jón Atli Benediktsson nýtur innan Háskóla Íslands þegar úrslit úr fyrri umferð rektorskosninga lágu fyrir á mánudag. 15. apríl 2015 12:05
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar