Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 9. september 2025 10:00 Umræða um erlenda fanga hefur verið áberandi undanfarið en mikilvægt er að byggja hana á staðreyndum fremur en fordómum. Nýjustu tölur dómsmálaráðuneytisins sýna að 57% allra fanga á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar. Þetta hlutfall hefur tvöfaldast á fimm árum og er nú orðið eitt það hæsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Enn alvarlegra er að um 75% þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi eru útlendingar. Við hjá Afstöðu, höfum ítrekað bent á að þessi þróun er ekki tilviljun heldur afleiðing mismununar innan íslenska dómskerfisins. Það er ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot heldur neitar íslenskt réttarkerfi þeim um aðgang að samfélagsþjónustu. Þar af leiðandi er stór hópur fanga, sem ekki er talinn hættulegur, vistaður í fangelsum í stað þess að fá að taka út dóm sinn með öðrum hætti. Þetta á sérstaklega við um konur sem handteknar eru fyrir innflutning vímuefna eða minni háttar hlutverk í skipulagðri brotastarfsemi. Margar þeirra eru í raun fórnarlömb mansals og ættu að njóta verndar og endurhæfingar í opnu úrræði en í stað þess sitja þær í gæsluvarðhaldi eða fangelsi. Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við að þessi mismunun brýtur gegn grundvallarreglunni um jafnræði gagnvart lögum. Þegar tveir einstaklingar fremja sambærilegt brot en annar tekur út dóm sinn með samfélagsþjónustu á meðan hinn er sendur í fangelsi vegna þjóðernis er um skýra mismunun að ræða. Þetta fyrirkomulag er jafnframt fjárhagslega óhagkvæmt fyrir ríkissjóð vegna þess að kostnaðurinn við að vista fanga í lokuðu fangelsi er margfalt hærri en að nýta mannúðlegri úrræði. Lausnin er einföld, stöðvum mismununina. Tryggjum að allir, óháð þjóðerni, hafi jafnt aðgengi að samfélagsþjónustu. Með því léttum við á fangelsiskerfinu, spörum fjármuni og sýnum að réttarríki Íslands byggist á jafnræði og mannréttindum. Réttarríki sem mismunar eftir þjóðerni er ekki raunverulegt réttarríki. Við skorum á dómsmálaráðherra að tryggja jafnræði allra gagnvart lögunum. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Umræða um erlenda fanga hefur verið áberandi undanfarið en mikilvægt er að byggja hana á staðreyndum fremur en fordómum. Nýjustu tölur dómsmálaráðuneytisins sýna að 57% allra fanga á Íslandi eru erlendir ríkisborgarar. Þetta hlutfall hefur tvöfaldast á fimm árum og er nú orðið eitt það hæsta sem þekkist á Norðurlöndunum. Enn alvarlegra er að um 75% þeirra sem sæta gæsluvarðhaldi eru útlendingar. Við hjá Afstöðu, höfum ítrekað bent á að þessi þróun er ekki tilviljun heldur afleiðing mismununar innan íslenska dómskerfisins. Það er ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot heldur neitar íslenskt réttarkerfi þeim um aðgang að samfélagsþjónustu. Þar af leiðandi er stór hópur fanga, sem ekki er talinn hættulegur, vistaður í fangelsum í stað þess að fá að taka út dóm sinn með öðrum hætti. Þetta á sérstaklega við um konur sem handteknar eru fyrir innflutning vímuefna eða minni háttar hlutverk í skipulagðri brotastarfsemi. Margar þeirra eru í raun fórnarlömb mansals og ættu að njóta verndar og endurhæfingar í opnu úrræði en í stað þess sitja þær í gæsluvarðhaldi eða fangelsi. Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við að þessi mismunun brýtur gegn grundvallarreglunni um jafnræði gagnvart lögum. Þegar tveir einstaklingar fremja sambærilegt brot en annar tekur út dóm sinn með samfélagsþjónustu á meðan hinn er sendur í fangelsi vegna þjóðernis er um skýra mismunun að ræða. Þetta fyrirkomulag er jafnframt fjárhagslega óhagkvæmt fyrir ríkissjóð vegna þess að kostnaðurinn við að vista fanga í lokuðu fangelsi er margfalt hærri en að nýta mannúðlegri úrræði. Lausnin er einföld, stöðvum mismununina. Tryggjum að allir, óháð þjóðerni, hafi jafnt aðgengi að samfélagsþjónustu. Með því léttum við á fangelsiskerfinu, spörum fjármuni og sýnum að réttarríki Íslands byggist á jafnræði og mannréttindum. Réttarríki sem mismunar eftir þjóðerni er ekki raunverulegt réttarríki. Við skorum á dómsmálaráðherra að tryggja jafnræði allra gagnvart lögunum. Höfundur er formaður Afstöðu.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun