Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar 9. september 2025 09:32 Sveitarfélagið Árborg hefur staðið framarlega þegar kemur að farsæld barna og verið frumkvöðlasveitarfélag í þeim efnum undanfarin ár. Nýverið var “8-viti æskunnar” kynntur en með 8-vitanum er lögð áhersla á sýnileika og sameiginlegan skilning um farsæld barna. Árborgarmódelið Undanfarin ár hefur Árborg verið eitt af leiðandi sveitarfélögum við innleiðingu á lögum um farsæld barna. Starfsmenn fjölskyldusviðs Árborgar hafa unnið gott starf, þvert á sviðið til að tryggja sem bestan farveg fyrir málefni barna. Til þess hafa starfsmenn nýtt átta mikilvæga þætti sem saman mynda “8-vita æskunnar”. Þetta eru umhyggja, öryggi, líðan, virkni, að tilheyra, ábyrgð, virðing og þroski. Þessir þættir mynda sameiginlegan grunn fyrir samtal og samstarf milli barna, foreldra og fagfólks þar sem allir þættir eru skoðaðir sem ein heild með hag barnsins að leiðarljósi. Þverfaglegt samstarf innan fjölskyldusviðs Árborgar þar sem leik- og grunnskólar, velferðarþjónusta, frístundaþjónusta og skólaþjónusta hefur reynst einstaklega vel og bæði skapað grunninn að “8-vita æskunnar” og auknu samstarfi milli stofnana. Samstarf sem ýtir undir að börn fái þjónustu fagaðila sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barnsins hverju sinni. Það er trú mín að 8-viti æskunnar muni halda áfram að eflast og auka samstarf enn frekar á sviði farsældar barna sem verður hluti af þjónustu sveitarfélagsins. Læsi er grunnmenntun Á fræðsludegi Árborgar í ágúst sl. var kynnt ný læsisstefna Sveitarfélagsins Árborgar. Hún ber heitið “Læsi til lífs og leiks” og er eitt af þeim verkefnum sem hefur verið unnið í góðu samstarfi fulltrúa leik- og grunnskóla, frístundaþjónustu, skólaþjónustu og foreldra. Markmið stefnunnar er að öll börn og unglingar í skóla- og frístundastarfi Árborgar geti nýtt sér læsi til lífs og leiks. Þeim sé mætt á breiðum grundvelli og fundin verkefni við hæfi hverju sinni sem eiga að ýta undir áhuga og færni. Það er eitt að bæjarstjórn samþykki gerð stefnu en síðan þarf að innleiða og fylgja eftir að hún nýtist á réttum stöðum. Samhliða gerð læsisstefnunnar var unnin sérstök verkfærakistu sem byggir á markmiðum stefnunnar. Verkfærakistan er gervigreind þar sem kennarar, foreldrar og aðrir geta fengið hugmyndir, spjallað við gervigreindina og búið til lestrarverkefni til að efla læsi barna í Árborg. Kemst hér yfir brot að því góða starfi sem er unnið hjá Sveitarfélaginu Árborg. Samt er mikilvægt að bæði kjörnir fulltrúar og fagfólk hætti aldrei að hlusta eftir þörfum samfélagsins og með því reyna að bæta þjónustuna. Það er að mínu mati sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja sem besta byrjun barnanna okkar út í lífið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðiflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg hefur staðið framarlega þegar kemur að farsæld barna og verið frumkvöðlasveitarfélag í þeim efnum undanfarin ár. Nýverið var “8-viti æskunnar” kynntur en með 8-vitanum er lögð áhersla á sýnileika og sameiginlegan skilning um farsæld barna. Árborgarmódelið Undanfarin ár hefur Árborg verið eitt af leiðandi sveitarfélögum við innleiðingu á lögum um farsæld barna. Starfsmenn fjölskyldusviðs Árborgar hafa unnið gott starf, þvert á sviðið til að tryggja sem bestan farveg fyrir málefni barna. Til þess hafa starfsmenn nýtt átta mikilvæga þætti sem saman mynda “8-vita æskunnar”. Þetta eru umhyggja, öryggi, líðan, virkni, að tilheyra, ábyrgð, virðing og þroski. Þessir þættir mynda sameiginlegan grunn fyrir samtal og samstarf milli barna, foreldra og fagfólks þar sem allir þættir eru skoðaðir sem ein heild með hag barnsins að leiðarljósi. Þverfaglegt samstarf innan fjölskyldusviðs Árborgar þar sem leik- og grunnskólar, velferðarþjónusta, frístundaþjónusta og skólaþjónusta hefur reynst einstaklega vel og bæði skapað grunninn að “8-vita æskunnar” og auknu samstarfi milli stofnana. Samstarf sem ýtir undir að börn fái þjónustu fagaðila sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barnsins hverju sinni. Það er trú mín að 8-viti æskunnar muni halda áfram að eflast og auka samstarf enn frekar á sviði farsældar barna sem verður hluti af þjónustu sveitarfélagsins. Læsi er grunnmenntun Á fræðsludegi Árborgar í ágúst sl. var kynnt ný læsisstefna Sveitarfélagsins Árborgar. Hún ber heitið “Læsi til lífs og leiks” og er eitt af þeim verkefnum sem hefur verið unnið í góðu samstarfi fulltrúa leik- og grunnskóla, frístundaþjónustu, skólaþjónustu og foreldra. Markmið stefnunnar er að öll börn og unglingar í skóla- og frístundastarfi Árborgar geti nýtt sér læsi til lífs og leiks. Þeim sé mætt á breiðum grundvelli og fundin verkefni við hæfi hverju sinni sem eiga að ýta undir áhuga og færni. Það er eitt að bæjarstjórn samþykki gerð stefnu en síðan þarf að innleiða og fylgja eftir að hún nýtist á réttum stöðum. Samhliða gerð læsisstefnunnar var unnin sérstök verkfærakistu sem byggir á markmiðum stefnunnar. Verkfærakistan er gervigreind þar sem kennarar, foreldrar og aðrir geta fengið hugmyndir, spjallað við gervigreindina og búið til lestrarverkefni til að efla læsi barna í Árborg. Kemst hér yfir brot að því góða starfi sem er unnið hjá Sveitarfélaginu Árborg. Samt er mikilvægt að bæði kjörnir fulltrúar og fagfólk hætti aldrei að hlusta eftir þörfum samfélagsins og með því reyna að bæta þjónustuna. Það er að mínu mati sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja sem besta byrjun barnanna okkar út í lífið. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðiflokksins í Árborg.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun