Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar 9. september 2025 09:01 Nú á áratugi tileinkuðum öldrun hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni hefur umræðu um stöðu eldra fólks verið ríkulega lyft upp á heimsvísu. Sú áhersla er ekki úr lausu lofti gripin. Við erum öll meðvituð um þá þróun að fjöldi og hlutfall eldra fólks hefur aukist í heiminum og mun halda svo áfram næstu áratugina. Því ber að þakka bættu heilsufari og meðferðum við langvinnum sjúkdómum. Já, við lifum lengur og mörg hver munum við, ef vel gefst, finna fyrir hreysti og lífsgleði á gamals aldri. En með hækkandi aldri aukast þó líkur á fjölþættri sjúkdómabyrði með líkamlegum og vitrænum skerðingum. Það liggur því fyrir að sífellt stækkandi hópur okkar elsta fólks mun þurfa umönnun og stuðning við daglegt líf sitt. Umræða um stöðu og staðreyndir stækkandi hóps elsta fólksins í samfélagi okkar einkennist mikið til af áhyggjum yfir því hvernig manna skuli þjónustu við þennan hóp og hversu mörg rými þurfi að reisa til að hýsa þá þjónustu. Sú umræða þarf vissulega að fara fram en eftir stendur þó mikilvægasta samtalið. Hvernig ætlum við að byggja upp og efla þá fagmennsku og starfsgleði sem starfsfólk okkar þarf að búa yfir til að geta enn betur mætt þörfum ört stækkandi og fjölbreytts hóps einstaklinga sem verða að reiða sig á aðstoð annarra við daglega athafnir? Ef við lítum inn á við þá eigum við það líklega öll sameiginlegt að finna ástríðu fyrir því að okkur sjálfum og okkar fólki sé mætt af virðingu, að hlúð sé að gildum okkar og að umönnun sé veitt með velferð okkar að leiðarljósi. Einnig er það víst að allt það starfsfólk sem valið hefur sér störf við velferðarþjónustu vill gera eins vel í þeim efnum og kostur er. Fólk sem velur sér starfsvettvang í umönnun er almennt drifið áfram af þörf fyrir að hlúa að vellíðan og þörfum hvers einstaklings í þeirra þjónustu. En þó er það svo að í hraða og annríki umönnunarstarfa heyrum við ítrekuð dæmi um að grunngildum persónumiðaðrar umönnunar sé ábótavant í öldrunarþjónustu íslensks samfélags. Grunnstoðir persónumiðaðrar umönnunar felast í að styðja og hlúa að grunnþörfum hvers einstaklings út frá hans gildum og aðstæðum. Slíkt kallar á traust og einlægni í samskiptum milli starfsmanns og þess sem þjónustunnar nýtur. Mikilvægt er að þjálfa og leiðbeina umönnunarstarfsfólki í hugmyndafræði og starfsaðferðum sem ýta undir persónumiðaða nálgun, allt frá upphafi náms í umönnun og í gegnum allan feril starfsævinnar. Gefa þarf starfsfólki andrými og hvatningu til að hugsa út fyrir fastmótaðan ramma þjónustunnar og mæta þeim fjölbreyttu aðstæðum sem eldra fólk í umönnunarþörf býr við. Persónumiðuð umönnunarþjónusta verður ekki viðhöfð í einangruðu framlagi hvers starfsmanns. Persónumiðaða nálgun þarf að þjálfa og hvetja til með samtakamætti og stuðningi stjórnenda. Ef kjarni hugmyndafræðinnar er vel síaður inn í hugsun fólks í öllum lögum velferðarkerfis okkar – þá gerast töfrarnir. Ef gildi persónumiðaðrar nálgunar er drifkraftur í markmiðum og stefnu stjórnvalda, rekstri stofnanna og stjórnun eininga, verkar það sem hvatning og valdefling til okkar verðmæta starfsfólks til bættari umönnunar við þjónustuþega. Föstudaginn 12. september næst komandi, verður málþing tileinkað persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu á Hótel Natura, undir yfirskriftinni Þekking til framtíðar, lífsgæði í forgrunni. Málþingið er haldið á vegum samtakanna Eden á Íslandi sem fagnar 15 ára afmæli sínu og nýrrar Miðstöðvar í öldrunarfræðum sem starfrækt er hjá Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Landspítala og ráðuneyti heilbrigðis- og félagsmála sem bæði standa að framkvæmd verkefnisins Gott að eldast. Tilgangur málþingsins er að leiða saman starfsfólk og fræðafólk úr ýmsum þáttum öldrunarþjónustu þar sem áhersla er lögð á fjölbreytta og gagnreynda umræðu um áskoranir og tækifæri í að auka persónumiðaða nálgun í velferðarkerfi okkar. Tíu fyrirlesarar með ólíkan bakgrunn deila rannsóknum, hugmyndum sínum og framtíðarsýn um aukna velferð okkar elsta fólks í samfélaginu. Tækifæri gefst einnig fyrir þátttakendur í sal að eiga samtal og leggja sín lóð á vogarskálarnar í heildrænni þróun persónumiðaðrar öldrunarþjónustu á hverjum starfsstað og í saumlausu flæði frá einu þjónustustigi til annars. Sjá dagskrá á https://edeniceland.is/vidburdir/thekking-til-framtidar/ Persónumiðuð nálgun í öldrunarþjónustu er ekki á ábyrgð einstakra starfsmanna. Hún er samvinnuverkefni okkar allra sem samfélags. Höfundur er forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á áratugi tileinkuðum öldrun hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni hefur umræðu um stöðu eldra fólks verið ríkulega lyft upp á heimsvísu. Sú áhersla er ekki úr lausu lofti gripin. Við erum öll meðvituð um þá þróun að fjöldi og hlutfall eldra fólks hefur aukist í heiminum og mun halda svo áfram næstu áratugina. Því ber að þakka bættu heilsufari og meðferðum við langvinnum sjúkdómum. Já, við lifum lengur og mörg hver munum við, ef vel gefst, finna fyrir hreysti og lífsgleði á gamals aldri. En með hækkandi aldri aukast þó líkur á fjölþættri sjúkdómabyrði með líkamlegum og vitrænum skerðingum. Það liggur því fyrir að sífellt stækkandi hópur okkar elsta fólks mun þurfa umönnun og stuðning við daglegt líf sitt. Umræða um stöðu og staðreyndir stækkandi hóps elsta fólksins í samfélagi okkar einkennist mikið til af áhyggjum yfir því hvernig manna skuli þjónustu við þennan hóp og hversu mörg rými þurfi að reisa til að hýsa þá þjónustu. Sú umræða þarf vissulega að fara fram en eftir stendur þó mikilvægasta samtalið. Hvernig ætlum við að byggja upp og efla þá fagmennsku og starfsgleði sem starfsfólk okkar þarf að búa yfir til að geta enn betur mætt þörfum ört stækkandi og fjölbreytts hóps einstaklinga sem verða að reiða sig á aðstoð annarra við daglega athafnir? Ef við lítum inn á við þá eigum við það líklega öll sameiginlegt að finna ástríðu fyrir því að okkur sjálfum og okkar fólki sé mætt af virðingu, að hlúð sé að gildum okkar og að umönnun sé veitt með velferð okkar að leiðarljósi. Einnig er það víst að allt það starfsfólk sem valið hefur sér störf við velferðarþjónustu vill gera eins vel í þeim efnum og kostur er. Fólk sem velur sér starfsvettvang í umönnun er almennt drifið áfram af þörf fyrir að hlúa að vellíðan og þörfum hvers einstaklings í þeirra þjónustu. En þó er það svo að í hraða og annríki umönnunarstarfa heyrum við ítrekuð dæmi um að grunngildum persónumiðaðrar umönnunar sé ábótavant í öldrunarþjónustu íslensks samfélags. Grunnstoðir persónumiðaðrar umönnunar felast í að styðja og hlúa að grunnþörfum hvers einstaklings út frá hans gildum og aðstæðum. Slíkt kallar á traust og einlægni í samskiptum milli starfsmanns og þess sem þjónustunnar nýtur. Mikilvægt er að þjálfa og leiðbeina umönnunarstarfsfólki í hugmyndafræði og starfsaðferðum sem ýta undir persónumiðaða nálgun, allt frá upphafi náms í umönnun og í gegnum allan feril starfsævinnar. Gefa þarf starfsfólki andrými og hvatningu til að hugsa út fyrir fastmótaðan ramma þjónustunnar og mæta þeim fjölbreyttu aðstæðum sem eldra fólk í umönnunarþörf býr við. Persónumiðuð umönnunarþjónusta verður ekki viðhöfð í einangruðu framlagi hvers starfsmanns. Persónumiðaða nálgun þarf að þjálfa og hvetja til með samtakamætti og stuðningi stjórnenda. Ef kjarni hugmyndafræðinnar er vel síaður inn í hugsun fólks í öllum lögum velferðarkerfis okkar – þá gerast töfrarnir. Ef gildi persónumiðaðrar nálgunar er drifkraftur í markmiðum og stefnu stjórnvalda, rekstri stofnanna og stjórnun eininga, verkar það sem hvatning og valdefling til okkar verðmæta starfsfólks til bættari umönnunar við þjónustuþega. Föstudaginn 12. september næst komandi, verður málþing tileinkað persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu á Hótel Natura, undir yfirskriftinni Þekking til framtíðar, lífsgæði í forgrunni. Málþingið er haldið á vegum samtakanna Eden á Íslandi sem fagnar 15 ára afmæli sínu og nýrrar Miðstöðvar í öldrunarfræðum sem starfrækt er hjá Heilbrigðisvísindastofnun Háskóla Íslands í samvinnu við Landspítala og ráðuneyti heilbrigðis- og félagsmála sem bæði standa að framkvæmd verkefnisins Gott að eldast. Tilgangur málþingsins er að leiða saman starfsfólk og fræðafólk úr ýmsum þáttum öldrunarþjónustu þar sem áhersla er lögð á fjölbreytta og gagnreynda umræðu um áskoranir og tækifæri í að auka persónumiðaða nálgun í velferðarkerfi okkar. Tíu fyrirlesarar með ólíkan bakgrunn deila rannsóknum, hugmyndum sínum og framtíðarsýn um aukna velferð okkar elsta fólks í samfélaginu. Tækifæri gefst einnig fyrir þátttakendur í sal að eiga samtal og leggja sín lóð á vogarskálarnar í heildrænni þróun persónumiðaðrar öldrunarþjónustu á hverjum starfsstað og í saumlausu flæði frá einu þjónustustigi til annars. Sjá dagskrá á https://edeniceland.is/vidburdir/thekking-til-framtidar/ Persónumiðuð nálgun í öldrunarþjónustu er ekki á ábyrgð einstakra starfsmanna. Hún er samvinnuverkefni okkar allra sem samfélags. Höfundur er forstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar