Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 9. september 2025 12:17 Í dag verður gefin út skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar. Þetta er í annað sinn sem stofnunin vinnur slíka skýrslu fyrir BHM og bætir nýja skýrslan umtalsvert við þekkingu okkar og dýpkar skilning á þessum mikilvæga þætti í starfsumhverfi háskólamenntaðra stétta. Það eru margar ástæður fyrir því að rannsókn af því tagi sem kynnt verður í dag er nauðsynleg fyrir hagsmunagæslu háskólamenntaðra stétta. Hún varpar ljósi á samspil ólíkra hópa á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem hún gefur okkur dýrmætar upplýsingar um hvar við stöndum í samanburði við nágrannalönd okkar og þar með hversu samkeppnishæf við erum á vinnumarkaði sem verður stöðugt alþjóðlegri. Ávinningur farið minnkandi Í skýrslunni eru bornar saman atvinnutekjur eftir skatta hjá fólki með grunnskólamenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntun. Spurt er ólíkra spurninga og unnin margvísleg svör á grunni upplýsinganna. Margt kemur á óvart, en annað var viðbúið. Lítum á niðurstöðurnar um ávinninginn af háskólamenntun. Hann er skilgreindur sem meðaltalsmunur á atvinnutekjum þeirra sem lokið hafa háskólanámi og þeirra sem ekki verða sér úti um háskólagráðu eftir stúdentspróf. Niðurstaðan er sú að ávinningurinn hefur farið minnkandi allt frá 9. áratug 20. aldar, hann jókst í uppsveiflunni í lok síðustu aldar og skrapp hratt saman eftir hrun bankanna 2008 en ferillinn leitar alltaf niður á við. Kynjavinkillinn í niðurstöðunum er sláandi. Í ljós kemur að tekjur háskólamenntaðra kvenna eru svipaðar tekjum karla með stúdentspróf í flestum aldursflokkum. Einnig að karlar sem hafa aðeins lokið grunnskólaprófi fá hærri tekjur en konur með stúdentspróf. Í rannsókninni er líka skoðaður ávinningur af grunn- og meistaranámi eftir aldri. Í ljós kemur að ávinningur þeirra sem eru 45 ára og yngri af grunnnámi í háskóla jókst fram að aldamótum en síðan hefur hann farið hratt minnkandi. Yngsti aldurshópur þeirra, sem lokið höfðu grunnnámi árið 2000, hafði um 38% meiri tekjur en stúdentar eftir skatta en nú er þessi hópur með innan við 15% meiri tekjur. Elsti hópurinn var með rúmlega 30% hærri tekjur eftir skatta árið 2000 en nú er munurinn um 16%. Tímaferlar fyrir ávinning af meistaragráðu sýna hins vegar nær stöðuga lækkun frá því á tíunda áratuginum hjá þeim sem eru 35 ára og eldri. Mismunur eftir hópum Þegar rætt er um arðsemi háskólanáms í skýrslunni er oftast átt við innri vexti eða þá ávöxtunarkröfu, sem nægir til þess að núvirtar ævitekjur um tvítugt verði jafnar hjá þeim sem ljúka háskólanámi og þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir stúdentspróf. Arðsemi er mest af námi í læknisfræði, tölvunarfræði og verkfræði. Þar á eftir koma lögfræði, hjúkrunarfræði, hagfræði og viðskiptafræði. Á hinn bóginn er neikvæð arðsemi af leikskólakennaranámi, listum og meðferð og endurhæfingu. Þá er lítil arðsemi af grunnskólakennaranámi, starfsmenntakennaranámi, námi í hugvísindum og félags- og menningarfræði. Við drögumst aftur úr Arðsemi háskólanáms á Íslandi er með því minnsta sem þekkist í samanburðarlöndum okkar. Hún er samt ekki langt frá því sem er í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, en hún er nokkru meiri í Finnlandi en hér. Í öllum þessum löndum er arðsemi meiri af háskólanámi kvenna en karla, eins og hér. Í meðaltali OECD-landa, annarra en Íslands, er arðsemi af háskólanámi líka nokkru meiri hjá konum en körlum. Hafa ber í huga varðandi samanburðinn innan Norðurlandanna að stuðningskerfi við námsmenn og ungar fjölskyldur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru mun öflugri en hér á landi. Það þýðir að unga háskólafólkið okkar býr við mun lakari kjör en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Munur á tekjum háskólamenntaðra og fólks með stúdentspróf hefur farið minnkandi síðustu tuttugu árin og nú er hann hvergi minni en á Íslandi í þeim löndum sem skoðuð eru í samantekt Evrópsku hagstofunnar (e. Eurostat). Í heildina hefur arðsemi háskólamenntunar farið minnkandi hjá báðum kynjum á síðustu tveimur áratugum. Þannig hefur bæði arðsemi grunnnáms og meistaranáms í háskóla helmingast frá fjármálakreppunni. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar um virði háskólamenntunar. Á málþinginu í dag verður ítarleg umfjöllun um niðurstöðurnar og varpað ljósi á stöðu Íslands í samanburði við nágrannalöndin. Í ljós kemur að við erum að dragast aftur úr og að þekkingin sem við höfum treyst að myndi tryggja framtíð Íslands er í hættu. Og við spyrjum: Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Skóla- og menntamál Háskólar Stéttarfélög Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Sjá meira
Í dag verður gefin út skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar. Þetta er í annað sinn sem stofnunin vinnur slíka skýrslu fyrir BHM og bætir nýja skýrslan umtalsvert við þekkingu okkar og dýpkar skilning á þessum mikilvæga þætti í starfsumhverfi háskólamenntaðra stétta. Það eru margar ástæður fyrir því að rannsókn af því tagi sem kynnt verður í dag er nauðsynleg fyrir hagsmunagæslu háskólamenntaðra stétta. Hún varpar ljósi á samspil ólíkra hópa á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem hún gefur okkur dýrmætar upplýsingar um hvar við stöndum í samanburði við nágrannalönd okkar og þar með hversu samkeppnishæf við erum á vinnumarkaði sem verður stöðugt alþjóðlegri. Ávinningur farið minnkandi Í skýrslunni eru bornar saman atvinnutekjur eftir skatta hjá fólki með grunnskólamenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntun. Spurt er ólíkra spurninga og unnin margvísleg svör á grunni upplýsinganna. Margt kemur á óvart, en annað var viðbúið. Lítum á niðurstöðurnar um ávinninginn af háskólamenntun. Hann er skilgreindur sem meðaltalsmunur á atvinnutekjum þeirra sem lokið hafa háskólanámi og þeirra sem ekki verða sér úti um háskólagráðu eftir stúdentspróf. Niðurstaðan er sú að ávinningurinn hefur farið minnkandi allt frá 9. áratug 20. aldar, hann jókst í uppsveiflunni í lok síðustu aldar og skrapp hratt saman eftir hrun bankanna 2008 en ferillinn leitar alltaf niður á við. Kynjavinkillinn í niðurstöðunum er sláandi. Í ljós kemur að tekjur háskólamenntaðra kvenna eru svipaðar tekjum karla með stúdentspróf í flestum aldursflokkum. Einnig að karlar sem hafa aðeins lokið grunnskólaprófi fá hærri tekjur en konur með stúdentspróf. Í rannsókninni er líka skoðaður ávinningur af grunn- og meistaranámi eftir aldri. Í ljós kemur að ávinningur þeirra sem eru 45 ára og yngri af grunnnámi í háskóla jókst fram að aldamótum en síðan hefur hann farið hratt minnkandi. Yngsti aldurshópur þeirra, sem lokið höfðu grunnnámi árið 2000, hafði um 38% meiri tekjur en stúdentar eftir skatta en nú er þessi hópur með innan við 15% meiri tekjur. Elsti hópurinn var með rúmlega 30% hærri tekjur eftir skatta árið 2000 en nú er munurinn um 16%. Tímaferlar fyrir ávinning af meistaragráðu sýna hins vegar nær stöðuga lækkun frá því á tíunda áratuginum hjá þeim sem eru 35 ára og eldri. Mismunur eftir hópum Þegar rætt er um arðsemi háskólanáms í skýrslunni er oftast átt við innri vexti eða þá ávöxtunarkröfu, sem nægir til þess að núvirtar ævitekjur um tvítugt verði jafnar hjá þeim sem ljúka háskólanámi og þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir stúdentspróf. Arðsemi er mest af námi í læknisfræði, tölvunarfræði og verkfræði. Þar á eftir koma lögfræði, hjúkrunarfræði, hagfræði og viðskiptafræði. Á hinn bóginn er neikvæð arðsemi af leikskólakennaranámi, listum og meðferð og endurhæfingu. Þá er lítil arðsemi af grunnskólakennaranámi, starfsmenntakennaranámi, námi í hugvísindum og félags- og menningarfræði. Við drögumst aftur úr Arðsemi háskólanáms á Íslandi er með því minnsta sem þekkist í samanburðarlöndum okkar. Hún er samt ekki langt frá því sem er í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, en hún er nokkru meiri í Finnlandi en hér. Í öllum þessum löndum er arðsemi meiri af háskólanámi kvenna en karla, eins og hér. Í meðaltali OECD-landa, annarra en Íslands, er arðsemi af háskólanámi líka nokkru meiri hjá konum en körlum. Hafa ber í huga varðandi samanburðinn innan Norðurlandanna að stuðningskerfi við námsmenn og ungar fjölskyldur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru mun öflugri en hér á landi. Það þýðir að unga háskólafólkið okkar býr við mun lakari kjör en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Munur á tekjum háskólamenntaðra og fólks með stúdentspróf hefur farið minnkandi síðustu tuttugu árin og nú er hann hvergi minni en á Íslandi í þeim löndum sem skoðuð eru í samantekt Evrópsku hagstofunnar (e. Eurostat). Í heildina hefur arðsemi háskólamenntunar farið minnkandi hjá báðum kynjum á síðustu tveimur áratugum. Þannig hefur bæði arðsemi grunnnáms og meistaranáms í háskóla helmingast frá fjármálakreppunni. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar um virði háskólamenntunar. Á málþinginu í dag verður ítarleg umfjöllun um niðurstöðurnar og varpað ljósi á stöðu Íslands í samanburði við nágrannalöndin. Í ljós kemur að við erum að dragast aftur úr og að þekkingin sem við höfum treyst að myndi tryggja framtíð Íslands er í hættu. Og við spyrjum: Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun