Íslensk börn missa tennur vegna hirðuleysis Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. ágúst 2015 19:15 Algengt er að taka þurfi tennur úr allt niður í eins árs gömlum börnum hér á landi vegna slæmrar tannumhirðu. Barnatannlæknir sem starfar í Reykjavík svæfir og gerir flóknar tannaðgerðir á á þremur til fjórum börnum í viku. Í heimildarþáttunum Junk Food Kids, sem Stöð 2 sýndi á dögunum, var fjallað um offitu barna í Bretlandi og fylgikvilla hennar. Þar kom fram að nokkuð algengt sé að ung börn fari í flóknar tannaðgerðir þar sem barnatennur eru dregnar úr þeim. Eva Guðrún Sveinsdóttir, barnatannlæknir, segir að algengt sé að slíkar aðgerðir séu gerðar hér á landi. „Það er þannig á Íslandi líka. Við höfum verið að svæfa börn alveg niður í þrettán, fjórtán mánaða. Við tannlæknar vitum af þessu en almenningur kannski veit minna. Þetta er kannski ekki það sem fólk talar um í kokteilboðunum eða saumaklúbbnum en þetta er staðan á Íslandi í dag já,“ segir hún.Eva Guðrún Sveinsdóttir barnatannlæknir.VísirEkki eru til neinar opinberar tölur um tannskemmdir barna á Íslandi. Eva segir vandamálið þó algengara en fólk vill vita. „Hjá mér, ef ég tala bara um mig persónulega en við erum tveir barnatannlæknar hérna, þá erum við kannski að svæfa þrjú, fjögur börn á viku,“ segir hún og á við börn sem eru enn með barnatennur. Orsakirnar geta verið margar en Eva segir þó að tannheilsa snúist allaf um jafnvægi á milli tannhirðu og matarræðis. Hjá yngstu börnunum er þó algengt að slæm tannheilsa starfi af því að þau fái að sofa með ávaxtasafa eða mjólk í pela. „Fyrir utan það þá veldur þetta barninu verkjum og því mögulega að barnið getur ekki borðað eða sefur illa. Foreldrarnir nefna oft að þegar við erum búin að laga allar tennur eða taka þær tennur sem eru sýktar að loksins fari barnið að sofa. Þetta er miklu mikilvægara en margir halda,“ segir Eva. Þó að tannlækningar barna hér á landi séu orðnar gjaldfrjálsar að hluta er tannheilsa íslenskra barna verri en í nágrannalöndum okkar. „Þær tölur sem eru til þær sýna að tannskemmdir á Íslandi eru meiri en í Norðurlöndunum. Þannig að við erum verr sett en Danmörku, Noregi eða Svíþjóð,“ segir Eva. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Algengt er að taka þurfi tennur úr allt niður í eins árs gömlum börnum hér á landi vegna slæmrar tannumhirðu. Barnatannlæknir sem starfar í Reykjavík svæfir og gerir flóknar tannaðgerðir á á þremur til fjórum börnum í viku. Í heimildarþáttunum Junk Food Kids, sem Stöð 2 sýndi á dögunum, var fjallað um offitu barna í Bretlandi og fylgikvilla hennar. Þar kom fram að nokkuð algengt sé að ung börn fari í flóknar tannaðgerðir þar sem barnatennur eru dregnar úr þeim. Eva Guðrún Sveinsdóttir, barnatannlæknir, segir að algengt sé að slíkar aðgerðir séu gerðar hér á landi. „Það er þannig á Íslandi líka. Við höfum verið að svæfa börn alveg niður í þrettán, fjórtán mánaða. Við tannlæknar vitum af þessu en almenningur kannski veit minna. Þetta er kannski ekki það sem fólk talar um í kokteilboðunum eða saumaklúbbnum en þetta er staðan á Íslandi í dag já,“ segir hún.Eva Guðrún Sveinsdóttir barnatannlæknir.VísirEkki eru til neinar opinberar tölur um tannskemmdir barna á Íslandi. Eva segir vandamálið þó algengara en fólk vill vita. „Hjá mér, ef ég tala bara um mig persónulega en við erum tveir barnatannlæknar hérna, þá erum við kannski að svæfa þrjú, fjögur börn á viku,“ segir hún og á við börn sem eru enn með barnatennur. Orsakirnar geta verið margar en Eva segir þó að tannheilsa snúist allaf um jafnvægi á milli tannhirðu og matarræðis. Hjá yngstu börnunum er þó algengt að slæm tannheilsa starfi af því að þau fái að sofa með ávaxtasafa eða mjólk í pela. „Fyrir utan það þá veldur þetta barninu verkjum og því mögulega að barnið getur ekki borðað eða sefur illa. Foreldrarnir nefna oft að þegar við erum búin að laga allar tennur eða taka þær tennur sem eru sýktar að loksins fari barnið að sofa. Þetta er miklu mikilvægara en margir halda,“ segir Eva. Þó að tannlækningar barna hér á landi séu orðnar gjaldfrjálsar að hluta er tannheilsa íslenskra barna verri en í nágrannalöndum okkar. „Þær tölur sem eru til þær sýna að tannskemmdir á Íslandi eru meiri en í Norðurlöndunum. Þannig að við erum verr sett en Danmörku, Noregi eða Svíþjóð,“ segir Eva.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira