Kynning á byssum fyrirhuguð en fjölmiðlar voru fyrri til 1. desember 2015 06:00 Glock 17 - vopn - skammbyssa - sérsveit Fyrir viku var vopnavæðing lögreglu í bílum kynnt fyrir yfirstjórn lögreglunnar. Í kjölfarið átti að kynna fyrirætlunina fyrir starfsmönnum, sveitarstjórnum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þjónar ásamt fjölmiðlum. „Síðan fengum við fyrirspurn Fréttablaðinu morguninn eftir þannig að kynningarplanið fór úr böndunum,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn en skammbyssur verða settar í læst öryggishólf í sex lögreglubíla um miðjan mánuðinn. Gagnrýnt er að fyrirætlunin var ekki kynnt fyrir almenningi og þingi. Ásgeir bendir á að samkvæmt reglum ráðherra um meðferð valdbeitingartækja og vopna hafi lögreglustjórar heimild til að ákveða þetta sjálfir. „Það hafa nokkrir lögreglustjórar á landinu nýtt sér þessa heimild í nokkur ár. Það hefur verið gert án athugasemda eða kynningar,“ segir Ásgeir. Breytingin kemur í kjölfar þriggja ára þjálfunaráætlunar lögreglunnar. Sú áætlun hófst eftir útgáfu skýrslu innanríkisráðherra um stöðu lögreglunnar árið 2012 sem gerð var eftir skotárásina í Útey í Noregi. Í skýrslunni segir að viðbúnaðargeta lögreglu sé óviðunandi varðandi fyrstu viðbrögð og vegna öryggis ríkisins. „Lögreglunni var gert að taka sig í gegn í þessum málum. Alþingi kom að þessu öllu saman og úthlutaði fjármagni fyrir þjálfun og búnaði,“ segir Ásgeir og bendir á að breytingin sé ekki stórvægileg. Í stað þess að byssur séu geymdar á lögreglustöðinni verði þær geymdar í bílum „Lögreglumenn munu ekki hafa óheftan aðgang að byssum og meta sjálfir notkun. Það er eingöngu verið að stytta tímann sem það tekur að vopnast ef yfirmenn ákveða það. Skotárásir í nágrannalöndunum hafa sýnt okkur hve mikilvægt er að viðbragðið sé gott.“ Ásgeir bendir á að samkvæmt könnun sem var gerð meðal lögreglumanna árið 2012 hafi 83,5 prósent lögreglumanna viljað hafa skotvopn í læstum hirslum í bílum og 70 prósent vilji alls ekki ganga með vopn á sér. „Við verðum ánægð ef við þurfum ekki að endurskoða neitt af þessu og getum látið staðar numið með þessa sex bíla. En við skulum ekki gleyma því að borgarar treysta á vernd lögreglu og vilja ekki að hún sé vanbúin í erfiðum aðstæðum sem leiðir til þess að hún þurfi að fara af vettvangi.“ Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fyrir viku var vopnavæðing lögreglu í bílum kynnt fyrir yfirstjórn lögreglunnar. Í kjölfarið átti að kynna fyrirætlunina fyrir starfsmönnum, sveitarstjórnum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þjónar ásamt fjölmiðlum. „Síðan fengum við fyrirspurn Fréttablaðinu morguninn eftir þannig að kynningarplanið fór úr böndunum,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn en skammbyssur verða settar í læst öryggishólf í sex lögreglubíla um miðjan mánuðinn. Gagnrýnt er að fyrirætlunin var ekki kynnt fyrir almenningi og þingi. Ásgeir bendir á að samkvæmt reglum ráðherra um meðferð valdbeitingartækja og vopna hafi lögreglustjórar heimild til að ákveða þetta sjálfir. „Það hafa nokkrir lögreglustjórar á landinu nýtt sér þessa heimild í nokkur ár. Það hefur verið gert án athugasemda eða kynningar,“ segir Ásgeir. Breytingin kemur í kjölfar þriggja ára þjálfunaráætlunar lögreglunnar. Sú áætlun hófst eftir útgáfu skýrslu innanríkisráðherra um stöðu lögreglunnar árið 2012 sem gerð var eftir skotárásina í Útey í Noregi. Í skýrslunni segir að viðbúnaðargeta lögreglu sé óviðunandi varðandi fyrstu viðbrögð og vegna öryggis ríkisins. „Lögreglunni var gert að taka sig í gegn í þessum málum. Alþingi kom að þessu öllu saman og úthlutaði fjármagni fyrir þjálfun og búnaði,“ segir Ásgeir og bendir á að breytingin sé ekki stórvægileg. Í stað þess að byssur séu geymdar á lögreglustöðinni verði þær geymdar í bílum „Lögreglumenn munu ekki hafa óheftan aðgang að byssum og meta sjálfir notkun. Það er eingöngu verið að stytta tímann sem það tekur að vopnast ef yfirmenn ákveða það. Skotárásir í nágrannalöndunum hafa sýnt okkur hve mikilvægt er að viðbragðið sé gott.“ Ásgeir bendir á að samkvæmt könnun sem var gerð meðal lögreglumanna árið 2012 hafi 83,5 prósent lögreglumanna viljað hafa skotvopn í læstum hirslum í bílum og 70 prósent vilji alls ekki ganga með vopn á sér. „Við verðum ánægð ef við þurfum ekki að endurskoða neitt af þessu og getum látið staðar numið með þessa sex bíla. En við skulum ekki gleyma því að borgarar treysta á vernd lögreglu og vilja ekki að hún sé vanbúin í erfiðum aðstæðum sem leiðir til þess að hún þurfi að fara af vettvangi.“
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira