Kynning á byssum fyrirhuguð en fjölmiðlar voru fyrri til 1. desember 2015 06:00 Glock 17 - vopn - skammbyssa - sérsveit Fyrir viku var vopnavæðing lögreglu í bílum kynnt fyrir yfirstjórn lögreglunnar. Í kjölfarið átti að kynna fyrirætlunina fyrir starfsmönnum, sveitarstjórnum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þjónar ásamt fjölmiðlum. „Síðan fengum við fyrirspurn Fréttablaðinu morguninn eftir þannig að kynningarplanið fór úr böndunum,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn en skammbyssur verða settar í læst öryggishólf í sex lögreglubíla um miðjan mánuðinn. Gagnrýnt er að fyrirætlunin var ekki kynnt fyrir almenningi og þingi. Ásgeir bendir á að samkvæmt reglum ráðherra um meðferð valdbeitingartækja og vopna hafi lögreglustjórar heimild til að ákveða þetta sjálfir. „Það hafa nokkrir lögreglustjórar á landinu nýtt sér þessa heimild í nokkur ár. Það hefur verið gert án athugasemda eða kynningar,“ segir Ásgeir. Breytingin kemur í kjölfar þriggja ára þjálfunaráætlunar lögreglunnar. Sú áætlun hófst eftir útgáfu skýrslu innanríkisráðherra um stöðu lögreglunnar árið 2012 sem gerð var eftir skotárásina í Útey í Noregi. Í skýrslunni segir að viðbúnaðargeta lögreglu sé óviðunandi varðandi fyrstu viðbrögð og vegna öryggis ríkisins. „Lögreglunni var gert að taka sig í gegn í þessum málum. Alþingi kom að þessu öllu saman og úthlutaði fjármagni fyrir þjálfun og búnaði,“ segir Ásgeir og bendir á að breytingin sé ekki stórvægileg. Í stað þess að byssur séu geymdar á lögreglustöðinni verði þær geymdar í bílum „Lögreglumenn munu ekki hafa óheftan aðgang að byssum og meta sjálfir notkun. Það er eingöngu verið að stytta tímann sem það tekur að vopnast ef yfirmenn ákveða það. Skotárásir í nágrannalöndunum hafa sýnt okkur hve mikilvægt er að viðbragðið sé gott.“ Ásgeir bendir á að samkvæmt könnun sem var gerð meðal lögreglumanna árið 2012 hafi 83,5 prósent lögreglumanna viljað hafa skotvopn í læstum hirslum í bílum og 70 prósent vilji alls ekki ganga með vopn á sér. „Við verðum ánægð ef við þurfum ekki að endurskoða neitt af þessu og getum látið staðar numið með þessa sex bíla. En við skulum ekki gleyma því að borgarar treysta á vernd lögreglu og vilja ekki að hún sé vanbúin í erfiðum aðstæðum sem leiðir til þess að hún þurfi að fara af vettvangi.“ Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Fyrir viku var vopnavæðing lögreglu í bílum kynnt fyrir yfirstjórn lögreglunnar. Í kjölfarið átti að kynna fyrirætlunina fyrir starfsmönnum, sveitarstjórnum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þjónar ásamt fjölmiðlum. „Síðan fengum við fyrirspurn Fréttablaðinu morguninn eftir þannig að kynningarplanið fór úr böndunum,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn en skammbyssur verða settar í læst öryggishólf í sex lögreglubíla um miðjan mánuðinn. Gagnrýnt er að fyrirætlunin var ekki kynnt fyrir almenningi og þingi. Ásgeir bendir á að samkvæmt reglum ráðherra um meðferð valdbeitingartækja og vopna hafi lögreglustjórar heimild til að ákveða þetta sjálfir. „Það hafa nokkrir lögreglustjórar á landinu nýtt sér þessa heimild í nokkur ár. Það hefur verið gert án athugasemda eða kynningar,“ segir Ásgeir. Breytingin kemur í kjölfar þriggja ára þjálfunaráætlunar lögreglunnar. Sú áætlun hófst eftir útgáfu skýrslu innanríkisráðherra um stöðu lögreglunnar árið 2012 sem gerð var eftir skotárásina í Útey í Noregi. Í skýrslunni segir að viðbúnaðargeta lögreglu sé óviðunandi varðandi fyrstu viðbrögð og vegna öryggis ríkisins. „Lögreglunni var gert að taka sig í gegn í þessum málum. Alþingi kom að þessu öllu saman og úthlutaði fjármagni fyrir þjálfun og búnaði,“ segir Ásgeir og bendir á að breytingin sé ekki stórvægileg. Í stað þess að byssur séu geymdar á lögreglustöðinni verði þær geymdar í bílum „Lögreglumenn munu ekki hafa óheftan aðgang að byssum og meta sjálfir notkun. Það er eingöngu verið að stytta tímann sem það tekur að vopnast ef yfirmenn ákveða það. Skotárásir í nágrannalöndunum hafa sýnt okkur hve mikilvægt er að viðbragðið sé gott.“ Ásgeir bendir á að samkvæmt könnun sem var gerð meðal lögreglumanna árið 2012 hafi 83,5 prósent lögreglumanna viljað hafa skotvopn í læstum hirslum í bílum og 70 prósent vilji alls ekki ganga með vopn á sér. „Við verðum ánægð ef við þurfum ekki að endurskoða neitt af þessu og getum látið staðar numið með þessa sex bíla. En við skulum ekki gleyma því að borgarar treysta á vernd lögreglu og vilja ekki að hún sé vanbúin í erfiðum aðstæðum sem leiðir til þess að hún þurfi að fara af vettvangi.“
Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira