Erfiður missir Ellý Ármanns skrifar 11. júlí 2014 10:45 myndir/belinda Birta, einn þekktasti köttur landsins og einn af fáum Sphynx köttum hérlendis, féll nýverið frá aðeins átta ára gömul eftir hjartaveikindi. Eigandi Birtu, Belinda Theriault, skrifaði barnabók um kisuna sína „Birta brött og bleik“ þar sem hin hárlausa Birta tekst á við fordóma og sýnir fram á hve fjölbreytileikinn er fallegur. Bókin, sem hlaut meðal annars hvatningarverðlaun Hugmyndasmiðjunnar, sló í gegn hjá yngri kynslóðinni og Belinda og Birta voru duglegar að heimsækja börn, bæði í skólum og á vegum Rauða krossins, og hvetja þau til að vera góð við hvert annað. ,,Ljúfasta, fallegasta og yndislegasta Birta mín andaðist í gærkvöldi. Í sorginni sem heltekur mig reyni ég að muna hvað hún var mikill gleðigjafi og hvað hún snerti marga á allt of stuttri ævi. Hún var ljósið í lífi mínu,“ skrifaði Belinda daginn sem Birta féll frá. Hvernig hefur þér tekist að komast yfir missinn?„Ég hugsa til Birtu á hverjum degi og er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hana hjá mér. Það er mér mikilvægt að vita að hún lifir áfram í bókinni sinni og í hjörtum barnanna sem hún snerti. Ég bjó einmitt til kveðjumyndband með myndum úr skólaheimsóknum Birtu og sjálfboðaliðastarf hennar hjá Rauða krossinum og það hjálpaði heilmikið í sorginni,“ segir Belinda en myndbandið má sjá neðst í greininni.Ekkert dýr kemur í stað Birtu„Núna er ég með litla svarta Sphynx kisu sem heitir Mús og fyrir viku síðan bættist svo við hvolpurinn Mía. Þau koma ekki í stað Birtu – hún var einstök- en þau eru hluti af fjölskyldunni á sínum eigin forsendum, miklir gleðigjafar. Dýrin kenna okkur svo margt og auðga lífið. Ég get ekki hugsað mér lífið án dýra og tel mig lánsama að upplifa sterka tengingu við þau.“ ,,Dýrin kenna okkur svo margt og auðga lífið," segir Belinda.Birta og Belinda voru góðar vinkonur.Belinda kvaddi kisuna sína með eftirfarandi kveðju:„Elsku Birta mín, Að elska þig hefur gert mig að betri manneskju. Þegar þú komst inn í líf mitt grunaði mig ekki að þú ættir eftir að veita mér innblástur, að þú yrðir fyrirmynd og að við tækjum saman þátt í sjálfboðaliðastarfi. Þú heillaðir fólk upp úr skónum og það var ótrúlega gefandi að sjá hvernig þú náðir til barna. Þú varst svo falleg og hafðir svo fallega sál, en sumir þurftu smá tíma til að sjá fegurð þína. Aðrir sáu hana strax, sérstaklega börnin. Þú varst fyndin, ljúf, ástrík, félagslynd og þolinmóð. Þú varst fullkomin. Að kúra í sófanum með þér var það besta í heimi, að vakna á morgnana með þig í fanginu hámark hamingjunnar. Ég man þegar þú fyrst komst til mín og ég var ekki alveg viss í byrjun hvort þú og ég gætum orðið fjölskylda. Ég hafði litla reynslu af köttum og var enn í sárum eftir að hafa misst elsku Tíru mína, besta hund í heimi. En eftir tveggja daga „heimsókn“ vissi ég að þú værir komin til að vera. Hjarta mitt var þitt og þitt var mitt. Kærleikurinn á milli okkar var magnaður. Þvílíkt lán að fá að upplifa annað eins.“Birta var með eigin fésbókarsíðu. Hana má sjá hér. Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Birta, einn þekktasti köttur landsins og einn af fáum Sphynx köttum hérlendis, féll nýverið frá aðeins átta ára gömul eftir hjartaveikindi. Eigandi Birtu, Belinda Theriault, skrifaði barnabók um kisuna sína „Birta brött og bleik“ þar sem hin hárlausa Birta tekst á við fordóma og sýnir fram á hve fjölbreytileikinn er fallegur. Bókin, sem hlaut meðal annars hvatningarverðlaun Hugmyndasmiðjunnar, sló í gegn hjá yngri kynslóðinni og Belinda og Birta voru duglegar að heimsækja börn, bæði í skólum og á vegum Rauða krossins, og hvetja þau til að vera góð við hvert annað. ,,Ljúfasta, fallegasta og yndislegasta Birta mín andaðist í gærkvöldi. Í sorginni sem heltekur mig reyni ég að muna hvað hún var mikill gleðigjafi og hvað hún snerti marga á allt of stuttri ævi. Hún var ljósið í lífi mínu,“ skrifaði Belinda daginn sem Birta féll frá. Hvernig hefur þér tekist að komast yfir missinn?„Ég hugsa til Birtu á hverjum degi og er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hana hjá mér. Það er mér mikilvægt að vita að hún lifir áfram í bókinni sinni og í hjörtum barnanna sem hún snerti. Ég bjó einmitt til kveðjumyndband með myndum úr skólaheimsóknum Birtu og sjálfboðaliðastarf hennar hjá Rauða krossinum og það hjálpaði heilmikið í sorginni,“ segir Belinda en myndbandið má sjá neðst í greininni.Ekkert dýr kemur í stað Birtu„Núna er ég með litla svarta Sphynx kisu sem heitir Mús og fyrir viku síðan bættist svo við hvolpurinn Mía. Þau koma ekki í stað Birtu – hún var einstök- en þau eru hluti af fjölskyldunni á sínum eigin forsendum, miklir gleðigjafar. Dýrin kenna okkur svo margt og auðga lífið. Ég get ekki hugsað mér lífið án dýra og tel mig lánsama að upplifa sterka tengingu við þau.“ ,,Dýrin kenna okkur svo margt og auðga lífið," segir Belinda.Birta og Belinda voru góðar vinkonur.Belinda kvaddi kisuna sína með eftirfarandi kveðju:„Elsku Birta mín, Að elska þig hefur gert mig að betri manneskju. Þegar þú komst inn í líf mitt grunaði mig ekki að þú ættir eftir að veita mér innblástur, að þú yrðir fyrirmynd og að við tækjum saman þátt í sjálfboðaliðastarfi. Þú heillaðir fólk upp úr skónum og það var ótrúlega gefandi að sjá hvernig þú náðir til barna. Þú varst svo falleg og hafðir svo fallega sál, en sumir þurftu smá tíma til að sjá fegurð þína. Aðrir sáu hana strax, sérstaklega börnin. Þú varst fyndin, ljúf, ástrík, félagslynd og þolinmóð. Þú varst fullkomin. Að kúra í sófanum með þér var það besta í heimi, að vakna á morgnana með þig í fanginu hámark hamingjunnar. Ég man þegar þú fyrst komst til mín og ég var ekki alveg viss í byrjun hvort þú og ég gætum orðið fjölskylda. Ég hafði litla reynslu af köttum og var enn í sárum eftir að hafa misst elsku Tíru mína, besta hund í heimi. En eftir tveggja daga „heimsókn“ vissi ég að þú værir komin til að vera. Hjarta mitt var þitt og þitt var mitt. Kærleikurinn á milli okkar var magnaður. Þvílíkt lán að fá að upplifa annað eins.“Birta var með eigin fésbókarsíðu. Hana má sjá hér.
Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira