Járnmaður og iðnaðarráðherra keppa í Gullhringnum Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2014 10:49 Keppendur í Gullhringnum í fyrra. Eitt stærsta hjólreiðamót sumarsins, Kia Gullhringurinn, verður haldið á morgun á Laugarvatni. Margir þekktir keppendur taka þátt, svo sem heimsþekktur Iron Man jaxl, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og sjónvarpsfólk frá 365. Það stefnir í að rúmlega 300 manns hjóli af stað á morgun og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Kia er sérstakur styrktaraðili mótsins. Meðal keppenda eru bestu hjólreiðamenn landsins. Þar fara fremstir Hafsteinn Ægir Geirsson hjólreiðamaður ársins 2013, sem vann Gullhringinn í fyrra og bræðurnir Ingvar og Óskar Ómarssynir sem leiddu sigurlið WOW keppninnar. Þá hefur ráðherra Iðnaðar- og ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, skráð sig til leiks ásamt fjölmiðlakonunum Kolbrúnu Björnsdóttur og Telmu Tómasdóttur og kollega þeirra af Stöð 2 Þorbirni Þórðarsyni. Þá er Þjóðverjinn Kai Walter ásamt 4 öðrum löndum sínum skráður til leiks þannig að Gullhringurinn er orðið alþjóðlegt mót. Kai er fyrrum framkvæmdastjóri IRON MAN keppnanna í Evrópu en það er stærsta þríþrautar-íþróttamót í heiminum. Kai stýrði meðal annars Iron Man keppninni í Frankfurt sem íslenskir járnkarlar hafa verið árlegir þátttakendur í. "Kveikjan að mótinu er Vatternrundan mótið í Svíþjóð en þar er hjólað í kringum vatn eins og má segja að við séum að gera. Þar keppa 30.000 manns á hverju ári. Þannig að Gullhringurinn gæti sannarlega tekið flugið og athygli aðila eins og Kai hjálpar sannarlega.” segir Áslaug Einarsdóttir skipuleggjandi keppninnar. “Það er markmið okkar að keppendur í Gullhringum verði um 3000 á 10 ára afmæli hans árið 2022". Gullhringurinn er skipulagður í samvinnu við ferðaþjónustuaðila á Laugarvatni. Fontana laugarnar og hótelið á Héraðskólanum og veitingastaðurinn Lindin hafa staðið við bakið á keppninni og fulltrúar ferðaþjónustunnar í uppsveitum Árnessýslu hafa verið í nánu samstarfi varðandi þróun keppninnar ár frá ári. Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Sjá meira
Eitt stærsta hjólreiðamót sumarsins, Kia Gullhringurinn, verður haldið á morgun á Laugarvatni. Margir þekktir keppendur taka þátt, svo sem heimsþekktur Iron Man jaxl, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og sjónvarpsfólk frá 365. Það stefnir í að rúmlega 300 manns hjóli af stað á morgun og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Kia er sérstakur styrktaraðili mótsins. Meðal keppenda eru bestu hjólreiðamenn landsins. Þar fara fremstir Hafsteinn Ægir Geirsson hjólreiðamaður ársins 2013, sem vann Gullhringinn í fyrra og bræðurnir Ingvar og Óskar Ómarssynir sem leiddu sigurlið WOW keppninnar. Þá hefur ráðherra Iðnaðar- og ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, skráð sig til leiks ásamt fjölmiðlakonunum Kolbrúnu Björnsdóttur og Telmu Tómasdóttur og kollega þeirra af Stöð 2 Þorbirni Þórðarsyni. Þá er Þjóðverjinn Kai Walter ásamt 4 öðrum löndum sínum skráður til leiks þannig að Gullhringurinn er orðið alþjóðlegt mót. Kai er fyrrum framkvæmdastjóri IRON MAN keppnanna í Evrópu en það er stærsta þríþrautar-íþróttamót í heiminum. Kai stýrði meðal annars Iron Man keppninni í Frankfurt sem íslenskir járnkarlar hafa verið árlegir þátttakendur í. "Kveikjan að mótinu er Vatternrundan mótið í Svíþjóð en þar er hjólað í kringum vatn eins og má segja að við séum að gera. Þar keppa 30.000 manns á hverju ári. Þannig að Gullhringurinn gæti sannarlega tekið flugið og athygli aðila eins og Kai hjálpar sannarlega.” segir Áslaug Einarsdóttir skipuleggjandi keppninnar. “Það er markmið okkar að keppendur í Gullhringum verði um 3000 á 10 ára afmæli hans árið 2022". Gullhringurinn er skipulagður í samvinnu við ferðaþjónustuaðila á Laugarvatni. Fontana laugarnar og hótelið á Héraðskólanum og veitingastaðurinn Lindin hafa staðið við bakið á keppninni og fulltrúar ferðaþjónustunnar í uppsveitum Árnessýslu hafa verið í nánu samstarfi varðandi þróun keppninnar ár frá ári.
Íþróttir Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Sjá meira