Innlent

Slökkvilið bjargaði ferðamönnum úr lyftu

Gissur Sigurðsson skrifar
Lyfta í hóteli við Laugaveg, hlaðin erlendum  ferðamönnum, stöðvaðist á milli hæða á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Ferðamennirnir gerðu vart við sig með neyðarhnappi í lyftunni og voru slökkviliðsmenn kallaðir til.

Þeir náðu að spenna hurðina upp og hjálpa fólkinu út, sem varð frelsinu fegið, en skelfing getur gripið um sig við svona aðstæður.

Síðan var starfsmaður lyftufyrirtækis kallaður á vettvang, sem gerði viðeigandi ráðstafanir, eins og segir í skeyti lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×