Lífið

Blótaði stanslaust í beinni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Mark Wahlberg var heiðraður með svokölluðum kynslóðarverðlaunum á MTV Movie-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í nótt.

Mark virtist þó ekki vera parsáttur við verðlaunin og blótaði í sífellu, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.

„Ég veit hvað þetta þýðir í alvörunni. Margir hafa fengið þessi verðlaun á undan mér...Jim Carrey, Ben Stiller, Adam Sandler, Jennifer Aniston,“ sagði Mark og bætti svo við:

„Og vitið þið hvað þau eiga öll sameiginlegt? Engu þeirra er boðið aftur. Þau eru öll svo andskoti gömul.“


Tengdar fréttir

Mila Kunis blómstrar

Leikkonan Mila Kunis er komin með fína óléttukúla sem að fór ekki frmahjá neinum í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.