„Stjórnmálamenn eiga bara ekki að reka fyrirtæki" Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 23. mars 2014 18:53 Tillaga KPMG og Analytica um að leggja niður Íbúðalánasjóð var rökrædd í Minni Skoðun á Stöð 2 í dag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagðist fegin að heyra tillöguna. Hún sagðist halda fjármálafyrirtæki og banka fullfæra um að viðhalda íbúðalánakerfi. „Ég fagna því auðvitað að það sé verið að leggja niður íbúðalánasjóð. Hann hefur verið skattgreiðendum þung byrði og dælt í hann milljörðum hérna ár eftir ár til að sópa einhverju undir teppið og bjarga einhverju," sagði Áslaug. „Stjórnmálamenn eiga bara ekki að reka fyrirtæki."Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar sagðist ekki hrifinn af dönsku leiðinni. „Ég er ekki alveg sammála þessu, ég tel að það þurfi svona ákveðið félagslegt öryggi, hann sinnti ákveðnu félagslegu hlutverki gagnvart láglaunafólki og gagnvart landsbyggðinni," sagði Össur. „Hverjir eru með hæstu húsnæðisskuldir á gervöllum vesturlöndum? Það eru Danir. Kerfið er þannig, og ég er hræddur við þetta danska kerfi, og kaupi það ekki svona hrátt."Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata sagði málið vera flóknara en virtist við fyrstu sýn og að hagsmunaárekstra væri að vænta eins og sjóðurinn er í dag. „Eins og þetta er núna eru gríðarlegir hagsmunaárekstrar. Það er erfitt fyrir ríkið að sjá um réttarstöðu og hagsmuni lántakenda því ef það er gert til fulls þá er hætta á því að það skelli gríðarlega stór fjárhagsbaggi á ríkinu," sagði Jón Þór. „Hvar eru hagsmunirnir þegar íbúðalánasjóður fær á sig dómsmál um ólögmæti verðtryggingar og biður um frávísun, meðan innanríkisráðherra ætti að vera að tryggja réttarhagsmuni almennings? Það eru greinilegir hagsmunaárekstrar þarna," sagði Jón Þór. Umræðuna má sjá í spilaranum fyrir ofan. Tengdar fréttir Íbúðalánasjóður yrði lagður niður Ekki er talið ráðlegt að viðhalda starfsemi Íbúðalánasjóðs í núverandi mynd. Lagt er til að Íbúðalánasjóður hætti alfarið að veita ný útlán og starfsemi hans verði skipt í tvo hluta. 19. mars 2014 09:42 ASÍ vill dönsku leiðina alla leið Í skýrslu KPMG og Analytica til félagsmálaráðherra er lagt til að danska leiðin verði farin á almennum húnsæðismarkaði. Forseti ASÍ vill líka fara danska leið í félagslega kerfinu. 19. mars 2014 12:40 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Tillaga KPMG og Analytica um að leggja niður Íbúðalánasjóð var rökrædd í Minni Skoðun á Stöð 2 í dag. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sagðist fegin að heyra tillöguna. Hún sagðist halda fjármálafyrirtæki og banka fullfæra um að viðhalda íbúðalánakerfi. „Ég fagna því auðvitað að það sé verið að leggja niður íbúðalánasjóð. Hann hefur verið skattgreiðendum þung byrði og dælt í hann milljörðum hérna ár eftir ár til að sópa einhverju undir teppið og bjarga einhverju," sagði Áslaug. „Stjórnmálamenn eiga bara ekki að reka fyrirtæki."Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar sagðist ekki hrifinn af dönsku leiðinni. „Ég er ekki alveg sammála þessu, ég tel að það þurfi svona ákveðið félagslegt öryggi, hann sinnti ákveðnu félagslegu hlutverki gagnvart láglaunafólki og gagnvart landsbyggðinni," sagði Össur. „Hverjir eru með hæstu húsnæðisskuldir á gervöllum vesturlöndum? Það eru Danir. Kerfið er þannig, og ég er hræddur við þetta danska kerfi, og kaupi það ekki svona hrátt."Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata sagði málið vera flóknara en virtist við fyrstu sýn og að hagsmunaárekstra væri að vænta eins og sjóðurinn er í dag. „Eins og þetta er núna eru gríðarlegir hagsmunaárekstrar. Það er erfitt fyrir ríkið að sjá um réttarstöðu og hagsmuni lántakenda því ef það er gert til fulls þá er hætta á því að það skelli gríðarlega stór fjárhagsbaggi á ríkinu," sagði Jón Þór. „Hvar eru hagsmunirnir þegar íbúðalánasjóður fær á sig dómsmál um ólögmæti verðtryggingar og biður um frávísun, meðan innanríkisráðherra ætti að vera að tryggja réttarhagsmuni almennings? Það eru greinilegir hagsmunaárekstrar þarna," sagði Jón Þór. Umræðuna má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Tengdar fréttir Íbúðalánasjóður yrði lagður niður Ekki er talið ráðlegt að viðhalda starfsemi Íbúðalánasjóðs í núverandi mynd. Lagt er til að Íbúðalánasjóður hætti alfarið að veita ný útlán og starfsemi hans verði skipt í tvo hluta. 19. mars 2014 09:42 ASÍ vill dönsku leiðina alla leið Í skýrslu KPMG og Analytica til félagsmálaráðherra er lagt til að danska leiðin verði farin á almennum húnsæðismarkaði. Forseti ASÍ vill líka fara danska leið í félagslega kerfinu. 19. mars 2014 12:40 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Íbúðalánasjóður yrði lagður niður Ekki er talið ráðlegt að viðhalda starfsemi Íbúðalánasjóðs í núverandi mynd. Lagt er til að Íbúðalánasjóður hætti alfarið að veita ný útlán og starfsemi hans verði skipt í tvo hluta. 19. mars 2014 09:42
ASÍ vill dönsku leiðina alla leið Í skýrslu KPMG og Analytica til félagsmálaráðherra er lagt til að danska leiðin verði farin á almennum húnsæðismarkaði. Forseti ASÍ vill líka fara danska leið í félagslega kerfinu. 19. mars 2014 12:40