Eftirspurn eftir nýjum frjálslyndum hægri flokki Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 23. apríl 2014 11:00 Svikin loforð ríkisstjórnarinnar varðandi ESB urðu til þess að menn fóru að ræða stofnun nýs hægri flokks. vísir/afp Það virðist vera pláss fyrir nýjan Evrópusinnaðan hægri flokk ef marka má skoðanakannanir síðustu vikna. Rúmlega fimmtungur aðspurðra sagði til að mynda í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö sem gerð var fyrir nokkrum dögum, að það væri líklegt eða mjög líklegt að þeir myndu kjósa nýtt framboð Evrópusinnaðra hægrimanna. Slíkur flokkur er hins vegar ekki til enn. Þar af leiðandi vita menn ekki fyrir hvað hann kemur til með að standa að öðru leyti en að hann hefur verið kynntur til sögunnar sem flokkur sem vill nána samvinnu við ríki Evrópu, auk þess að efla frelsi og samkeppni á öllum sviðum atvinnulífsins. Þeir sem hafa verið í forsvari fyrir undirbúning að stofnun flokksins segja að tíðinda verði að vænta í byrjun maí. Mikið hefur verið rætt hverjir muni koma að stofnun slíks flokks. Ein þeirra sem eru í umræðunni er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu í gær en samkvæmt heimildum blaðsins hafa margir komið að máli við hana til að biðja hana um að taka þátt í stofnun flokksins og vera í forsvari fyrir hann. Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri hjá Icepharma og fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, hefur verið í hópi fólks sem hefur verið að ræða stofnun nýs frjálslynds hægri flokks. „Ég vil sjá slíkan hægri flokk verða að veruleika. Það er eftirspurn eftir slíkum flokki eins og skoðanakannanir hafa sýnt, enda virðast hugmyndir frjálslynds hægri flokks geta höfðað til fólks úr öllum flokkum,“ segir Hanna Katrín. Jórunn Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að hún sé fylgjandi því að nýr hægri flokkur verði stofnaður.„Mér finnst það mikilvægt fyrir íslenskt samfélag og íslenska pólitík,“ segir hún. Jórunn segist vera yfirlýstur Evrópusinni en að það sé ekki pláss fyrir hana í Sjálfstæðisflokknum. „Sjálfstæðisflokkurinn sagði skilið við okkur,“ segir Jórunn. Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bifröst og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa áhuga á stofnun nýs hægri flokks. „Ég hef þó ekki sagt skilið við minn gamla flokk,“ segir Vilhjálmur. „Það eru ýmis mál sem eru mér hjartfólgin, svo sem afnám gjaldeyrishafta og Evrópumálin.“ Vilhjálmur kveðst ætla að halda áfram að fylgjast grannt með framvindu mála. Hann sé ekki á leið í framboð: „Ég er ekki að skipuleggja líf mitt út frá því,“ segir hann. Jón Steindór Valdimarsson, lögfræðingur, formaður Já Ísland og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist hafa fylgst með fréttum af þessu máli. „Það getur vel verið að maður láti slag standa og taki þátt í stofnun flokksins,“ segir Jón Steindór og bætir við að þetta sé spennandi verkefni. „Ef menn ætla að stofna nýjan flokk má ekki gera það á þeim forsendum að hann sé afsprengi Sjálfstæðisflokksins eða klofningur út úr honum. Þetta verður að verða flokkur sem starfar á eigin forsendum,“ segir Jón Steindór. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, fyrrverandi formaður Já Ísland og frambjóðandi sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði, segist vera áhugasöm um málið. „Ég fylgist spennt með úr fjarlægð eins og flestir þeir sem hafa áhuga á stjórnmálum. Evrópumálin eru það sem skiptir mestu máli fyrir þjóðina í dag. Þau snúast að stórum hluta um efnahagsmál og atvinnumál og framtíð okkar hér á landi,“ segir Sigurlaug Anna. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Það virðist vera pláss fyrir nýjan Evrópusinnaðan hægri flokk ef marka má skoðanakannanir síðustu vikna. Rúmlega fimmtungur aðspurðra sagði til að mynda í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö sem gerð var fyrir nokkrum dögum, að það væri líklegt eða mjög líklegt að þeir myndu kjósa nýtt framboð Evrópusinnaðra hægrimanna. Slíkur flokkur er hins vegar ekki til enn. Þar af leiðandi vita menn ekki fyrir hvað hann kemur til með að standa að öðru leyti en að hann hefur verið kynntur til sögunnar sem flokkur sem vill nána samvinnu við ríki Evrópu, auk þess að efla frelsi og samkeppni á öllum sviðum atvinnulífsins. Þeir sem hafa verið í forsvari fyrir undirbúning að stofnun flokksins segja að tíðinda verði að vænta í byrjun maí. Mikið hefur verið rætt hverjir muni koma að stofnun slíks flokks. Ein þeirra sem eru í umræðunni er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu í gær en samkvæmt heimildum blaðsins hafa margir komið að máli við hana til að biðja hana um að taka þátt í stofnun flokksins og vera í forsvari fyrir hann. Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri hjá Icepharma og fyrrverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, hefur verið í hópi fólks sem hefur verið að ræða stofnun nýs frjálslynds hægri flokks. „Ég vil sjá slíkan hægri flokk verða að veruleika. Það er eftirspurn eftir slíkum flokki eins og skoðanakannanir hafa sýnt, enda virðast hugmyndir frjálslynds hægri flokks geta höfðað til fólks úr öllum flokkum,“ segir Hanna Katrín. Jórunn Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að hún sé fylgjandi því að nýr hægri flokkur verði stofnaður.„Mér finnst það mikilvægt fyrir íslenskt samfélag og íslenska pólitík,“ segir hún. Jórunn segist vera yfirlýstur Evrópusinni en að það sé ekki pláss fyrir hana í Sjálfstæðisflokknum. „Sjálfstæðisflokkurinn sagði skilið við okkur,“ segir Jórunn. Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bifröst og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa áhuga á stofnun nýs hægri flokks. „Ég hef þó ekki sagt skilið við minn gamla flokk,“ segir Vilhjálmur. „Það eru ýmis mál sem eru mér hjartfólgin, svo sem afnám gjaldeyrishafta og Evrópumálin.“ Vilhjálmur kveðst ætla að halda áfram að fylgjast grannt með framvindu mála. Hann sé ekki á leið í framboð: „Ég er ekki að skipuleggja líf mitt út frá því,“ segir hann. Jón Steindór Valdimarsson, lögfræðingur, formaður Já Ísland og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist hafa fylgst með fréttum af þessu máli. „Það getur vel verið að maður láti slag standa og taki þátt í stofnun flokksins,“ segir Jón Steindór og bætir við að þetta sé spennandi verkefni. „Ef menn ætla að stofna nýjan flokk má ekki gera það á þeim forsendum að hann sé afsprengi Sjálfstæðisflokksins eða klofningur út úr honum. Þetta verður að verða flokkur sem starfar á eigin forsendum,“ segir Jón Steindór. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, fyrrverandi formaður Já Ísland og frambjóðandi sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði, segist vera áhugasöm um málið. „Ég fylgist spennt með úr fjarlægð eins og flestir þeir sem hafa áhuga á stjórnmálum. Evrópumálin eru það sem skiptir mestu máli fyrir þjóðina í dag. Þau snúast að stórum hluta um efnahagsmál og atvinnumál og framtíð okkar hér á landi,“ segir Sigurlaug Anna.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira