Rússneski tígurinn fær sína stærstu prófraun á laugardaginn Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. júní 2014 22:45 Rússneski bardagamaðurinn Rustam Khabilov berst við fyrrum léttvigtarmeistara UFC, Benson Henderson, á laugardagskvöldið en þetta verður stærsti bardagi hans á ferlinum hingað til. Khabilov er gríðarlega fær glímumaður og hefur tvisvar sigrað bardaga eftir að hafa kastað mönnum á hausinn. Khabilov hefur gengið vel í öllum þremur UFC bardögum sínum. Tveir af þeim hafa þó endað með óvenjulegum hætti. Í hans fyrsta bardaga lyfti hann andstæðing sínum, Vinc Pichel, og kastaði honum endurtekið á hausinn með svo kölluðu „suplex“ kasti. Í þriðja kastinu lenti Pichel á hausnum með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Þetta var í annað sinn á ferlinum sem Khabilov sigrar eftir rothögg með „suplex“ kasti. Bardagann má sjá hér að ofan. Andstæðingur Khabilov um helgina verður hans erfiðasti til þessa, fyrrum léttvigtarmeistarinn Ben Henderson. Henderson er í 2. sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni á meðan Khabilov er í því 12. Því kom það á óvart að þeir skyldu hafa verið paraðir saman. Það kom svo mikið á óvart að vangaveltur hafa verið uppi um hvort Henderson hafi ruglast á Rússum. Annar Rússi í léttvigtinni, Khabib Nurmagomedov, var í vandræðum með að fá andstæðing og lét hafa eftir sér á Twitter að enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann. Stuttu seinna bauð Khabilov fyrrum léttvigtarmeistaranum að berjast við sig á kurteisan hátt á Twitter. Henderson sagði að þar sem enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann væri hann tilbúinn. Þetta svar Henderson bendir til að hann hafi ruglast á Rússunum tveimur enda Khabib og Khabilov nokkuð líkt þó annað sé fornafn og hitt eftirnafn. Slíkt hefur þó áður gerst en umboðsmaður Rafael Dos Anjos samþykkti bardaga við Khabilov haldandi að um væri að ræða Khabib Nurmagomedov. Þrátt fyrir að Henderson sé ofar í léttvigtinni verður þetta afar athyglisverð rimma. Henderson er góður glímumaður en það verður forvitnilegt að sjá hvort að Khabilov nái að taka Henderson niður. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC Fight Night um helgina en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nánari útlistun á Khabilov má lesa hér.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira
Rússneski bardagamaðurinn Rustam Khabilov berst við fyrrum léttvigtarmeistara UFC, Benson Henderson, á laugardagskvöldið en þetta verður stærsti bardagi hans á ferlinum hingað til. Khabilov er gríðarlega fær glímumaður og hefur tvisvar sigrað bardaga eftir að hafa kastað mönnum á hausinn. Khabilov hefur gengið vel í öllum þremur UFC bardögum sínum. Tveir af þeim hafa þó endað með óvenjulegum hætti. Í hans fyrsta bardaga lyfti hann andstæðing sínum, Vinc Pichel, og kastaði honum endurtekið á hausinn með svo kölluðu „suplex“ kasti. Í þriðja kastinu lenti Pichel á hausnum með þeim afleiðingum að hann rotaðist. Þetta var í annað sinn á ferlinum sem Khabilov sigrar eftir rothögg með „suplex“ kasti. Bardagann má sjá hér að ofan. Andstæðingur Khabilov um helgina verður hans erfiðasti til þessa, fyrrum léttvigtarmeistarinn Ben Henderson. Henderson er í 2. sæti á styrkleikalista UFC í léttvigtinni á meðan Khabilov er í því 12. Því kom það á óvart að þeir skyldu hafa verið paraðir saman. Það kom svo mikið á óvart að vangaveltur hafa verið uppi um hvort Henderson hafi ruglast á Rússum. Annar Rússi í léttvigtinni, Khabib Nurmagomedov, var í vandræðum með að fá andstæðing og lét hafa eftir sér á Twitter að enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann. Stuttu seinna bauð Khabilov fyrrum léttvigtarmeistaranum að berjast við sig á kurteisan hátt á Twitter. Henderson sagði að þar sem enginn í léttvigtinni vildi berjast við hann væri hann tilbúinn. Þetta svar Henderson bendir til að hann hafi ruglast á Rússunum tveimur enda Khabib og Khabilov nokkuð líkt þó annað sé fornafn og hitt eftirnafn. Slíkt hefur þó áður gerst en umboðsmaður Rafael Dos Anjos samþykkti bardaga við Khabilov haldandi að um væri að ræða Khabib Nurmagomedov. Þrátt fyrir að Henderson sé ofar í léttvigtinni verður þetta afar athyglisverð rimma. Henderson er góður glímumaður en það verður forvitnilegt að sjá hvort að Khabilov nái að taka Henderson niður. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC Fight Night um helgina en bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Nánari útlistun á Khabilov má lesa hér.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira