„Þetta var svolítið Bruce Willis moment“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2014 19:02 Vísir/Anton/Vilhelm Leikarinn Björn Thors braut sér leið inn í hús í morgun, þar sem mikill reykur hafði myndast. Íbúi hafði sofnað út frá potti á eldavél. „Í dagrenningu um sex leytið í morgun hnippti konan í mig því hún heyrði í reykskynjara og fann brunalykt. Ég hljóp út og gekk með nefið á undan mér um hverfið þar til ég fann húsið,“ segir Björn. „Ég sá að þéttur reykur hafði myndast í íbúðinni og reykjarstrókur kom úr þakglugganum.“ Björn hóf að berja húsið að utan á meðan hringt var á slökkviliðið og reyndi að vekja húsráðendur. Íbúi í kjallara kom út og sagðist halda að einhver væri á efri hæðinni. „Þá tók ég upp skóflu og braut mér leið í gegnum útidyrahurðina og óð inn. Það er smá kaldhæðni örlaganna að hafa í raun brotist inn í húsið,“ segir Björn. Hann mun í haust stíga á svið í Borgarleikhúsinu í einleik um Kenneth Mána sem er flestum Íslendingum kunnugur frá Fangavaktinni. Húsráðandi vaknaði við brothljóðið og þegar hann sá Björn spurði hann hvers vegna Björn hefði brotið rúðuna í hurðinni. „Ég sagði honum að það væri kviknað í húsinu og að slökkviliðið væri á leiðinni. Ég sá svo pottinn og tók hann af hellunni og fór aftur út.“ Björn segir að frá því hann tók eftir eldinum hafi liðið um 60 sekúndur þar til hann var kominn inn í íbúðina. Á þeim tíma hafði reykurinn þést mikið. „Þetta var svolítið Bruce Willis moment,“ segir Björn. „Ég ákvað í morgun að slappa af út vikuna þar sem ég var búinn að afreka það að bjarga mannslífi á fimmtudagsmorgni.“ Björn segir þó að í rauninni sé dóttir hans hetja dagsins. „Staðreyndin er sú að það var tveggja ára dóttir mín sem bjargaði þessu. Hún vaknaði klukkan fimm í morgun og konan mín náði ekki að festa svefn aftur. Hún fann því lyktina og heyrði í reykskynjaranum. Hún er í raun hetja dagsins“ Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu og var allt tiltækt lið kallað út, auk lögregluþjóna og sjúkraflutningamanna. „Þetta var ansi tilkomumikið í morgunsólinni. Hvernig hverfið fór úr gríðarlegri kyrrð í svo mikinn hasar. Þetta fór sem betur fer allt saman vel.“ Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Leikarinn Björn Thors braut sér leið inn í hús í morgun, þar sem mikill reykur hafði myndast. Íbúi hafði sofnað út frá potti á eldavél. „Í dagrenningu um sex leytið í morgun hnippti konan í mig því hún heyrði í reykskynjara og fann brunalykt. Ég hljóp út og gekk með nefið á undan mér um hverfið þar til ég fann húsið,“ segir Björn. „Ég sá að þéttur reykur hafði myndast í íbúðinni og reykjarstrókur kom úr þakglugganum.“ Björn hóf að berja húsið að utan á meðan hringt var á slökkviliðið og reyndi að vekja húsráðendur. Íbúi í kjallara kom út og sagðist halda að einhver væri á efri hæðinni. „Þá tók ég upp skóflu og braut mér leið í gegnum útidyrahurðina og óð inn. Það er smá kaldhæðni örlaganna að hafa í raun brotist inn í húsið,“ segir Björn. Hann mun í haust stíga á svið í Borgarleikhúsinu í einleik um Kenneth Mána sem er flestum Íslendingum kunnugur frá Fangavaktinni. Húsráðandi vaknaði við brothljóðið og þegar hann sá Björn spurði hann hvers vegna Björn hefði brotið rúðuna í hurðinni. „Ég sagði honum að það væri kviknað í húsinu og að slökkviliðið væri á leiðinni. Ég sá svo pottinn og tók hann af hellunni og fór aftur út.“ Björn segir að frá því hann tók eftir eldinum hafi liðið um 60 sekúndur þar til hann var kominn inn í íbúðina. Á þeim tíma hafði reykurinn þést mikið. „Þetta var svolítið Bruce Willis moment,“ segir Björn. „Ég ákvað í morgun að slappa af út vikuna þar sem ég var búinn að afreka það að bjarga mannslífi á fimmtudagsmorgni.“ Björn segir þó að í rauninni sé dóttir hans hetja dagsins. „Staðreyndin er sú að það var tveggja ára dóttir mín sem bjargaði þessu. Hún vaknaði klukkan fimm í morgun og konan mín náði ekki að festa svefn aftur. Hún fann því lyktina og heyrði í reykskynjaranum. Hún er í raun hetja dagsins“ Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu og var allt tiltækt lið kallað út, auk lögregluþjóna og sjúkraflutningamanna. „Þetta var ansi tilkomumikið í morgunsólinni. Hvernig hverfið fór úr gríðarlegri kyrrð í svo mikinn hasar. Þetta fór sem betur fer allt saman vel.“
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira