„Þetta var svolítið Bruce Willis moment“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2014 19:02 Vísir/Anton/Vilhelm Leikarinn Björn Thors braut sér leið inn í hús í morgun, þar sem mikill reykur hafði myndast. Íbúi hafði sofnað út frá potti á eldavél. „Í dagrenningu um sex leytið í morgun hnippti konan í mig því hún heyrði í reykskynjara og fann brunalykt. Ég hljóp út og gekk með nefið á undan mér um hverfið þar til ég fann húsið,“ segir Björn. „Ég sá að þéttur reykur hafði myndast í íbúðinni og reykjarstrókur kom úr þakglugganum.“ Björn hóf að berja húsið að utan á meðan hringt var á slökkviliðið og reyndi að vekja húsráðendur. Íbúi í kjallara kom út og sagðist halda að einhver væri á efri hæðinni. „Þá tók ég upp skóflu og braut mér leið í gegnum útidyrahurðina og óð inn. Það er smá kaldhæðni örlaganna að hafa í raun brotist inn í húsið,“ segir Björn. Hann mun í haust stíga á svið í Borgarleikhúsinu í einleik um Kenneth Mána sem er flestum Íslendingum kunnugur frá Fangavaktinni. Húsráðandi vaknaði við brothljóðið og þegar hann sá Björn spurði hann hvers vegna Björn hefði brotið rúðuna í hurðinni. „Ég sagði honum að það væri kviknað í húsinu og að slökkviliðið væri á leiðinni. Ég sá svo pottinn og tók hann af hellunni og fór aftur út.“ Björn segir að frá því hann tók eftir eldinum hafi liðið um 60 sekúndur þar til hann var kominn inn í íbúðina. Á þeim tíma hafði reykurinn þést mikið. „Þetta var svolítið Bruce Willis moment,“ segir Björn. „Ég ákvað í morgun að slappa af út vikuna þar sem ég var búinn að afreka það að bjarga mannslífi á fimmtudagsmorgni.“ Björn segir þó að í rauninni sé dóttir hans hetja dagsins. „Staðreyndin er sú að það var tveggja ára dóttir mín sem bjargaði þessu. Hún vaknaði klukkan fimm í morgun og konan mín náði ekki að festa svefn aftur. Hún fann því lyktina og heyrði í reykskynjaranum. Hún er í raun hetja dagsins“ Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu og var allt tiltækt lið kallað út, auk lögregluþjóna og sjúkraflutningamanna. „Þetta var ansi tilkomumikið í morgunsólinni. Hvernig hverfið fór úr gríðarlegri kyrrð í svo mikinn hasar. Þetta fór sem betur fer allt saman vel.“ Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira
Leikarinn Björn Thors braut sér leið inn í hús í morgun, þar sem mikill reykur hafði myndast. Íbúi hafði sofnað út frá potti á eldavél. „Í dagrenningu um sex leytið í morgun hnippti konan í mig því hún heyrði í reykskynjara og fann brunalykt. Ég hljóp út og gekk með nefið á undan mér um hverfið þar til ég fann húsið,“ segir Björn. „Ég sá að þéttur reykur hafði myndast í íbúðinni og reykjarstrókur kom úr þakglugganum.“ Björn hóf að berja húsið að utan á meðan hringt var á slökkviliðið og reyndi að vekja húsráðendur. Íbúi í kjallara kom út og sagðist halda að einhver væri á efri hæðinni. „Þá tók ég upp skóflu og braut mér leið í gegnum útidyrahurðina og óð inn. Það er smá kaldhæðni örlaganna að hafa í raun brotist inn í húsið,“ segir Björn. Hann mun í haust stíga á svið í Borgarleikhúsinu í einleik um Kenneth Mána sem er flestum Íslendingum kunnugur frá Fangavaktinni. Húsráðandi vaknaði við brothljóðið og þegar hann sá Björn spurði hann hvers vegna Björn hefði brotið rúðuna í hurðinni. „Ég sagði honum að það væri kviknað í húsinu og að slökkviliðið væri á leiðinni. Ég sá svo pottinn og tók hann af hellunni og fór aftur út.“ Björn segir að frá því hann tók eftir eldinum hafi liðið um 60 sekúndur þar til hann var kominn inn í íbúðina. Á þeim tíma hafði reykurinn þést mikið. „Þetta var svolítið Bruce Willis moment,“ segir Björn. „Ég ákvað í morgun að slappa af út vikuna þar sem ég var búinn að afreka það að bjarga mannslífi á fimmtudagsmorgni.“ Björn segir þó að í rauninni sé dóttir hans hetja dagsins. „Staðreyndin er sú að það var tveggja ára dóttir mín sem bjargaði þessu. Hún vaknaði klukkan fimm í morgun og konan mín náði ekki að festa svefn aftur. Hún fann því lyktina og heyrði í reykskynjaranum. Hún er í raun hetja dagsins“ Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu og var allt tiltækt lið kallað út, auk lögregluþjóna og sjúkraflutningamanna. „Þetta var ansi tilkomumikið í morgunsólinni. Hvernig hverfið fór úr gríðarlegri kyrrð í svo mikinn hasar. Þetta fór sem betur fer allt saman vel.“
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira