„Þetta var svolítið Bruce Willis moment“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2014 19:02 Vísir/Anton/Vilhelm Leikarinn Björn Thors braut sér leið inn í hús í morgun, þar sem mikill reykur hafði myndast. Íbúi hafði sofnað út frá potti á eldavél. „Í dagrenningu um sex leytið í morgun hnippti konan í mig því hún heyrði í reykskynjara og fann brunalykt. Ég hljóp út og gekk með nefið á undan mér um hverfið þar til ég fann húsið,“ segir Björn. „Ég sá að þéttur reykur hafði myndast í íbúðinni og reykjarstrókur kom úr þakglugganum.“ Björn hóf að berja húsið að utan á meðan hringt var á slökkviliðið og reyndi að vekja húsráðendur. Íbúi í kjallara kom út og sagðist halda að einhver væri á efri hæðinni. „Þá tók ég upp skóflu og braut mér leið í gegnum útidyrahurðina og óð inn. Það er smá kaldhæðni örlaganna að hafa í raun brotist inn í húsið,“ segir Björn. Hann mun í haust stíga á svið í Borgarleikhúsinu í einleik um Kenneth Mána sem er flestum Íslendingum kunnugur frá Fangavaktinni. Húsráðandi vaknaði við brothljóðið og þegar hann sá Björn spurði hann hvers vegna Björn hefði brotið rúðuna í hurðinni. „Ég sagði honum að það væri kviknað í húsinu og að slökkviliðið væri á leiðinni. Ég sá svo pottinn og tók hann af hellunni og fór aftur út.“ Björn segir að frá því hann tók eftir eldinum hafi liðið um 60 sekúndur þar til hann var kominn inn í íbúðina. Á þeim tíma hafði reykurinn þést mikið. „Þetta var svolítið Bruce Willis moment,“ segir Björn. „Ég ákvað í morgun að slappa af út vikuna þar sem ég var búinn að afreka það að bjarga mannslífi á fimmtudagsmorgni.“ Björn segir þó að í rauninni sé dóttir hans hetja dagsins. „Staðreyndin er sú að það var tveggja ára dóttir mín sem bjargaði þessu. Hún vaknaði klukkan fimm í morgun og konan mín náði ekki að festa svefn aftur. Hún fann því lyktina og heyrði í reykskynjaranum. Hún er í raun hetja dagsins“ Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu og var allt tiltækt lið kallað út, auk lögregluþjóna og sjúkraflutningamanna. „Þetta var ansi tilkomumikið í morgunsólinni. Hvernig hverfið fór úr gríðarlegri kyrrð í svo mikinn hasar. Þetta fór sem betur fer allt saman vel.“ Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Leikarinn Björn Thors braut sér leið inn í hús í morgun, þar sem mikill reykur hafði myndast. Íbúi hafði sofnað út frá potti á eldavél. „Í dagrenningu um sex leytið í morgun hnippti konan í mig því hún heyrði í reykskynjara og fann brunalykt. Ég hljóp út og gekk með nefið á undan mér um hverfið þar til ég fann húsið,“ segir Björn. „Ég sá að þéttur reykur hafði myndast í íbúðinni og reykjarstrókur kom úr þakglugganum.“ Björn hóf að berja húsið að utan á meðan hringt var á slökkviliðið og reyndi að vekja húsráðendur. Íbúi í kjallara kom út og sagðist halda að einhver væri á efri hæðinni. „Þá tók ég upp skóflu og braut mér leið í gegnum útidyrahurðina og óð inn. Það er smá kaldhæðni örlaganna að hafa í raun brotist inn í húsið,“ segir Björn. Hann mun í haust stíga á svið í Borgarleikhúsinu í einleik um Kenneth Mána sem er flestum Íslendingum kunnugur frá Fangavaktinni. Húsráðandi vaknaði við brothljóðið og þegar hann sá Björn spurði hann hvers vegna Björn hefði brotið rúðuna í hurðinni. „Ég sagði honum að það væri kviknað í húsinu og að slökkviliðið væri á leiðinni. Ég sá svo pottinn og tók hann af hellunni og fór aftur út.“ Björn segir að frá því hann tók eftir eldinum hafi liðið um 60 sekúndur þar til hann var kominn inn í íbúðina. Á þeim tíma hafði reykurinn þést mikið. „Þetta var svolítið Bruce Willis moment,“ segir Björn. „Ég ákvað í morgun að slappa af út vikuna þar sem ég var búinn að afreka það að bjarga mannslífi á fimmtudagsmorgni.“ Björn segir þó að í rauninni sé dóttir hans hetja dagsins. „Staðreyndin er sú að það var tveggja ára dóttir mín sem bjargaði þessu. Hún vaknaði klukkan fimm í morgun og konan mín náði ekki að festa svefn aftur. Hún fann því lyktina og heyrði í reykskynjaranum. Hún er í raun hetja dagsins“ Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu og var allt tiltækt lið kallað út, auk lögregluþjóna og sjúkraflutningamanna. „Þetta var ansi tilkomumikið í morgunsólinni. Hvernig hverfið fór úr gríðarlegri kyrrð í svo mikinn hasar. Þetta fór sem betur fer allt saman vel.“
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira