Kári fjórði Íslendingurinn til að fá svart belti í brasilísku-jiu-jitsu Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. júní 2014 07:30 Kári fagnar sigri á NAGA glímumótinu fyrr á þessu ári. Mynd/Kári Gunnarsson Kári Gunnarsson varð um helgina fjórði Íslendingurinn til að fá svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Kári varð fyrr á þessu ári Evrópumeistari brúnbeltinga (30-35 ára) en fullyrðir að hann sé ekki mikill íþróttamaður. „Ég er langt frá því að vera mikill íþróttamaður. Ég er ekki gaurinn sem lærir allt hratt, er ekki með mikinn styrk eða liðleika og hef alltaf verið undir meðallagi í íþróttum. Ég er hálf perulaga og finnst hollur matur almennt skelfilega vondur og þá er matarræðið eftir því. Eina sem ég hef þannig séð með mér er að BJJ er það skemmtilegasta sem ég geri og ég hef aldrei tekið mér langt frí frá æfingum,“ segir Kári sem er með meistaragráðu í eðlisfræði og vinnur hjá tryggingafyrirtæki í Danmörku. „Það er ekkert leyndarmál hvernig maður verður svart belti, bara að æfa og bæta sig með tímanum. Auðvitað eru sumir sem vinna stóra pottinn í DNA lottóinu og eiga auðveldara með þetta en það geta allir náð þessu með smá vilja og þrjósku,“ en Kári hefur stundað íþróttina í tæp 12 ár. Kári leggur líka áherslu á félagslegu hliðina á íþróttinni. „Ég myndi líka mæla með því að iðkendur gleymi ekki að sinna félagslegu hliðinni en ég held að það hafi mjög mikið að segja með hvort fólk endist í BJJ eða ekki. Endilega hanga aðeins eftir æfingu, taka spjall við fólk og kynnast þeim sem maður æfir með. Upp til hópa finnst mér fólk sem ég hitti í gegnum BJJ vera æðislegt og er bara enn ein ástæðan fyrir því að manni finnst svona gaman að mæta á æfingar.“ Kári er eins og áður segir fjórði Íslendingurinn til að ná þessum áfanga en áður höfðu þeir Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson og Arnar Freyr Vigfússon hlotið svarta beltið í íþróttinni. Aðspurður um hvernig það sé að vera svart belti segir Kári: „Því meira sem maður lærir, því meira áttar maður sig á því að maður veit ekkert.“ Viðtalið við Kára má lesa í heild sinni á vef MMA Frétta hér.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. Íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
Kári Gunnarsson varð um helgina fjórði Íslendingurinn til að fá svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Kári varð fyrr á þessu ári Evrópumeistari brúnbeltinga (30-35 ára) en fullyrðir að hann sé ekki mikill íþróttamaður. „Ég er langt frá því að vera mikill íþróttamaður. Ég er ekki gaurinn sem lærir allt hratt, er ekki með mikinn styrk eða liðleika og hef alltaf verið undir meðallagi í íþróttum. Ég er hálf perulaga og finnst hollur matur almennt skelfilega vondur og þá er matarræðið eftir því. Eina sem ég hef þannig séð með mér er að BJJ er það skemmtilegasta sem ég geri og ég hef aldrei tekið mér langt frí frá æfingum,“ segir Kári sem er með meistaragráðu í eðlisfræði og vinnur hjá tryggingafyrirtæki í Danmörku. „Það er ekkert leyndarmál hvernig maður verður svart belti, bara að æfa og bæta sig með tímanum. Auðvitað eru sumir sem vinna stóra pottinn í DNA lottóinu og eiga auðveldara með þetta en það geta allir náð þessu með smá vilja og þrjósku,“ en Kári hefur stundað íþróttina í tæp 12 ár. Kári leggur líka áherslu á félagslegu hliðina á íþróttinni. „Ég myndi líka mæla með því að iðkendur gleymi ekki að sinna félagslegu hliðinni en ég held að það hafi mjög mikið að segja með hvort fólk endist í BJJ eða ekki. Endilega hanga aðeins eftir æfingu, taka spjall við fólk og kynnast þeim sem maður æfir með. Upp til hópa finnst mér fólk sem ég hitti í gegnum BJJ vera æðislegt og er bara enn ein ástæðan fyrir því að manni finnst svona gaman að mæta á æfingar.“ Kári er eins og áður segir fjórði Íslendingurinn til að ná þessum áfanga en áður höfðu þeir Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson og Arnar Freyr Vigfússon hlotið svarta beltið í íþróttinni. Aðspurður um hvernig það sé að vera svart belti segir Kári: „Því meira sem maður lærir, því meira áttar maður sig á því að maður veit ekkert.“ Viðtalið við Kára má lesa í heild sinni á vef MMA Frétta hér.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
Íþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira