Lífið

Við erum ekki að skilja

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Leikarahjónin Channing og Jenna Dewan-Tatum hafa sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar í nýjasta hefti Star þar sem því er haldið fram að þau séu að skilja.

Í umfjölluninni var sagt að Channing væri sífellt að reyna við stúlkur og að hann tæki af sér giftingarhringinn þegar hann færi á djammið.

„Channing Tatum og Jenna Dewan-Tatum í trekanti með Stórfóti á salerni 7-11 væri betri fyrirsögn á forsíðu tímaritsins Star. En þetta er okkar heimur -  þar sem tímarit geta birt lygar um raunverulegt fólk til að selja ykkur það sem blaðamennsku. Ég vona að við hugsum öll vel og lengi um hvað þetta þýðir og krefjumst vandaðri vinnubragða. Ég veit að við getum það. Elskum ykkur öll,“ stendur í tilkynningu frá hjónunum.

Channing og Jenna kynntust árið 2006 á setti kvikmyndarinnar Step Up. Stuttu síðar byrjuðu þau að deita og trúlofuðu sig í september árið 2008. Þann 11. júlí árið 2009 giftu þau sig. Þau eiga eina dóttur saman, Everly, sem kom í heiminn þann 31. maí á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.