Innlent

Óánægja með laun í opinbera geiranum er ákveðinn kúltúr

Martha Árnadóttir
Martha Árnadóttir
Marta Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar var í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í Sprengisandi fyrir skömmu.



Þar sagði Martha að launaóánægja innan opinbera geirans væri ákveðinn kúltúr sem grasseraði innan geirans – og það að bera saman ánægju með laun meðal félgsmanna VR annars vegar, og innan opinbera geirans hins vegar gæfi langt því fá raunsanna mynd.

Ástæðan er sú að innan VR er að finna hæst launaða starfsfólkið á vinnumarkaðnum eins og t.d. fjármála- og framkvæmdastjóra.

Hún talaði einnig um að skellurinn hafi verið minni á hjá hinu opinbera eftir bankahrunið, því í einkageiranum hafi starfsöryggið ekkert verið, fólkið á nálum öll mánaðamót. "Þeir sem eru áhættusæknir starfa ekki hjá hinu opinbera."

Hún segir að þó að álagið innan hins opinbera, til dæmis innan heilbrigðisgeirans, þá sé einnig gífurlegt álag innan einkageirans og krafan rík um að skila miklu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×