Lífið

Lana Del Rey vildi að hún væri dáin

Lana Del Rey
Lana Del Rey Vísir/Getty
„Ég vildi að ég væri nú þegar dáin,“ segir söngkonan Lana Del Rey í viðtali við The Guardian.

Til þess að setja ummælin í samhengi var þetta hluti af viðtali Rey við blaðamanninn Tom Jonze, en þegar hann benti á að tveir uppáhalds tónlistarmenn Lönu væru dánir, Amy Winehouse og Kurt Cobain, hafði hún þetta að segja.

„Ég meina þetta,“ hélt hún áfram þegar Jonze efaðist um að hún vildi raunverulega deyja. „Mig langar ekki að halda áfram að gera þetta. En ég er að því.“ 

Jonze spurði þá hvort hún væri að meina að hún vildi ekki halda áfram að semja tónlist.

„Ég meina bara allt sem ég er að gera. Svona líður mér. Ef það væri ekki þannig þá myndi ég ekki segja þetta. Ég myndi alveg verða hrædd ef ég vissi að ég væri að deyja, en...“

Í nýlegu viðtali við New York Times ræddi Del Rey einnig um dauðann.

„Ég elska tilhugsunina um að einn daginn muni þetta allt verða búið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.