Innlent

Goðafoss kominn til hafnar

Flutningaskipið Goðafoss kom til Reykjavíkur í gærkvöldi, en sex gámar losnuðu af því og hurfu í hafið þegar skipið fékk á sig brotsjó suðaustur af landinu í fyrrinótt.

Fulltrúar tryggingafélaga og Eimskips munu  kanna nánar hvaða gámar féllu fyrir borð og þá kemur í ljós hvað var í þeim, en vitað er að engin hættuleg efni voru í farmi skipsins.

Íslensk áhöfn er á Goðafossi og sakaði engan þegar brotið reið yfir skipið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×