Innlent

Landbúnaðarráðherra leystur út með skrautreyni

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar: skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt Birni Bjarndal Jónssyni, ráðstefnustjóra þegar skrautreynirinn var afhentur í morgun.
Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt Birni Bjarndal Jónssyni, ráðstefnustjóra þegar skrautreynirinn var afhentur í morgun. vísir/MHH
Um 200 manns voru við setningu tveggja daga skógræktarráðstefnu sem hófst á Selfossi í morgun með ávarpi Sigurði Inga Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Á ráðstefnunni verða flutt fjölmörg erindi um skóg og skipulag.

Í máli ráðherra koma að vilji ríkisstjórnarinnar sé að efla skógrækt í landinu enda hafi það komið skýrt fram í stjórnarsáttamála Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði hann að ríkisstjórnin væri nýbúin að styrkja Hekluskóga með þriggja milljóna króna framlag vegna tilraunar með ræktun á birki úr ösku úr Eyjafjallagosinu.

Áður en ráðherra yfirgaf ráðstefnuna var hann leystur úr með skrautreyni, sem hann ætlar að gróðursetja í jörð sinni í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi.

Um 200 manns voru við setningu ráðstefnunnar.vísir/MHH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×